Allt að ársbið eftir sálfræðingi Birgir Olgeirsson skrifar 26. október 2021 22:00 Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri geðheilbrigðissviðs Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Arnar Dæmi eru um að fólk þurfi að bíða í allt að ár eftir sálfræðiaðstoð hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Skortur er á sálfræðingum að sögn framkvæmdastjóra geðheilbrigðismála. Biðtími eftir geðheilbrigðisaðstoð hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins getur verið frá nokkrum vikum og upp í ár. Ef beðið er eftir þjónustu geðheilbrigðisteymis, sem er fyrir þá sem þurfa á þverfaglegri aðstoð að halda og þéttri eftirfylgni, getur biðtíminn verið nokkrar vikur og upp í fimm til sex mánuði. Biðtími til sálfræðinga á heilsugæslustöðvum, sem fólk með vægari vanda sækir í, getur verið misjafn. Stöðvarnar eru 15 talsins og getur biðtíminn verið frá nokkrum vikum og sum staðar upp í ár. „Það vantar fólk á sumar stöðvarnar. Eftirspurnin er gríðarlega mikil eftir þessari þjónustu,“ segir Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri geðheilbrigðismála hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Mikil eftirspurn er eftir sálfræðingum í samfélaginu og erfitt að keppast um þá. Fimmtíu sálfræðingar starfa hjá heilsugæslunni í dag. „Þeir vinna úti í bæ. Þeir vinna í endurhæfingu, þeir eru í rannsóknum, kennslu, vísindum og vinnustöðvum. Það er orðinn svo breiður starfsvettvangur fyrir þá að sækja um að það er sannarlega samkeppni um þessa stétt.“ Að hluta til megi rekja biðtímann til þess að þjónustan er að mestu niðurgreidd af ríkinu. Þeir sem fá þessa aðstoða greiða fimm hundruð krónur. „Á meðan ef það er farið út í bæ til sálfræðings þá þarf að borga 18 til 20 þúsund fyrir viðtalið,“ segir Guðlaug. Ásóknin sé því gríðarleg sem stendur en aukið fjármagn var sett í þessa þjónustu í fyrra og í ár. Hvert framhaldið verður á því er óvitað. Þeir sem helst leita eftir þessari þjónustu hjá heilsugæslunni þjást af þunglyndi og kvíða. „Síðan eru það allskyns lífskrísur sem fólk lendir í að sjálfsögðu. Fólk á að koma til okkar fyrst, sérstaklega ef vandinn er ekki orðinn alvarlegur. Þar eigum við að hjálpa fólki að þurfa ekki að fara eitthvað lengra í kerfinu.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Geðheilbrigði Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
Biðtími eftir geðheilbrigðisaðstoð hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins getur verið frá nokkrum vikum og upp í ár. Ef beðið er eftir þjónustu geðheilbrigðisteymis, sem er fyrir þá sem þurfa á þverfaglegri aðstoð að halda og þéttri eftirfylgni, getur biðtíminn verið nokkrar vikur og upp í fimm til sex mánuði. Biðtími til sálfræðinga á heilsugæslustöðvum, sem fólk með vægari vanda sækir í, getur verið misjafn. Stöðvarnar eru 15 talsins og getur biðtíminn verið frá nokkrum vikum og sum staðar upp í ár. „Það vantar fólk á sumar stöðvarnar. Eftirspurnin er gríðarlega mikil eftir þessari þjónustu,“ segir Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri geðheilbrigðismála hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Mikil eftirspurn er eftir sálfræðingum í samfélaginu og erfitt að keppast um þá. Fimmtíu sálfræðingar starfa hjá heilsugæslunni í dag. „Þeir vinna úti í bæ. Þeir vinna í endurhæfingu, þeir eru í rannsóknum, kennslu, vísindum og vinnustöðvum. Það er orðinn svo breiður starfsvettvangur fyrir þá að sækja um að það er sannarlega samkeppni um þessa stétt.“ Að hluta til megi rekja biðtímann til þess að þjónustan er að mestu niðurgreidd af ríkinu. Þeir sem fá þessa aðstoða greiða fimm hundruð krónur. „Á meðan ef það er farið út í bæ til sálfræðings þá þarf að borga 18 til 20 þúsund fyrir viðtalið,“ segir Guðlaug. Ásóknin sé því gríðarleg sem stendur en aukið fjármagn var sett í þessa þjónustu í fyrra og í ár. Hvert framhaldið verður á því er óvitað. Þeir sem helst leita eftir þessari þjónustu hjá heilsugæslunni þjást af þunglyndi og kvíða. „Síðan eru það allskyns lífskrísur sem fólk lendir í að sjálfsögðu. Fólk á að koma til okkar fyrst, sérstaklega ef vandinn er ekki orðinn alvarlegur. Þar eigum við að hjálpa fólki að þurfa ekki að fara eitthvað lengra í kerfinu.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Geðheilbrigði Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira