Siggi hakkari í gæsluvarðhaldi grunaður um umfangsmikil fjársvik Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. október 2021 12:09 Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, hefur sætt síbrotagæslu í fjórar vikur sem hefur verið framlengd, vegna gruns um að hann sé höfuðpaurinn í umfangsmiklu fjársvikamáli. Stöð 2 Einn sætir gæsluvarðhaldi og fjórtán til viðbótar eru með réttarstöðu sakbornings í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fjársvikum, peningaþvætti og skjalafalsi. Tugir milljóna eru undir í málinu að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Ríkisútvarpið greinir frá þessu en Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, staðfestir í samtali við fréttastofu. Fólkið er grunað um að hafa stofnað til reikningsviðskipta við tugi fyrirtækja og svikið þau. Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins í rúman mánuð en það hefur nú verið framlengt um fjórar vikur til viðbótar. Hann er grunaður um að vera höfuðpaur í málinu samkvæmt frétt RÚV. „Það er svolítið síðan þetta kom inn á borð lögreglunnar. Það var farið í þessar aðgerðir lögreglu fyrir einhverjum fjórum vikum síðan,“ segir Margeir Sveinsson í samtali við fréttastofu. „Það er einn í gæsluvarðhaldi, það er ekkert meira en það. Það er verið að fara að tala við fólk og svoleiðis. Rannsókn er í fullum gangi. Þetta skiptir einhverjum tugum milljóna.“ Margeir segist ekki geta sagt til um hvenær málið verði sent á borð ákærusviðs lögreglu. Játaði að hafa logið í máli Julians Assange Stundin fjallaði um málið 6. október síðastliðinn en þar kom fram að Sigurður hafi verið handtekinn 23. september síðastliðinn og hafi síðar verið dæmdur í síbrotagæslu í Héraðsdómi Reykjavíkur og sendur á Litla Hraun. Ástæðan fyrir því að hann hafi verið dæmdur í síbrotagæslu, samkvæmt heimildum Stundarinnar, sé fjöldi fjársvikamála og tilrauna til fjársvika sem séu nú til rannsóknar hjá lögreglu. Þá sé Sigurður grunaður um að hafa falsað undirskrift síns eigin lögmanns til þess að láta líta svo út að lögmaðurinn hafi greitt fé inn á reikninga fyrirtækis sem Sigurður er sjálfur hluthafi í. Sigurður hafi notast við fjölda fyrirtækja og félagasamtaka til að svíkja tugi milljóna króna af einstaklingum og fyrirtækjum á undanförnum árum. Sigurður játaði fyrr á þessu ári í viðtali við Stundina að hafa logið til um ásakanir sem bandarísk yfirvöld hafa notað í máli sínu gegn Assange. Dæmdur í einu umfangsmesta kynferðisbrotamáli landsins Sigurður á að baki langan sakaferil og hefur meðal annars verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn pilti undir lögaldri. Sama ár var hann sakfelldur fyrir fjársvik og fleiri brot og dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar. Var hann í því máli meðal annars sakfelldur fyrir að hafa villt á sér heimildir og þóst vera Julian Assange. Sigurður hefur verið dæmdur fyrir fjölda kynferðisbrota en hann fékk þriggja ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum á aldrinum fimmtán til sextán ára. Játaði hann að hafa tælt fimm drengi og brotið á þeim í tugi skipta. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Efnahagsbrot Mál Sigga hakkara Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Ríkisútvarpið greinir frá þessu en Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, staðfestir í samtali við fréttastofu. Fólkið er grunað um að hafa stofnað til reikningsviðskipta við tugi fyrirtækja og svikið þau. Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins í rúman mánuð en það hefur nú verið framlengt um fjórar vikur til viðbótar. Hann er grunaður um að vera höfuðpaur í málinu samkvæmt frétt RÚV. „Það er svolítið síðan þetta kom inn á borð lögreglunnar. Það var farið í þessar aðgerðir lögreglu fyrir einhverjum fjórum vikum síðan,“ segir Margeir Sveinsson í samtali við fréttastofu. „Það er einn í gæsluvarðhaldi, það er ekkert meira en það. Það er verið að fara að tala við fólk og svoleiðis. Rannsókn er í fullum gangi. Þetta skiptir einhverjum tugum milljóna.“ Margeir segist ekki geta sagt til um hvenær málið verði sent á borð ákærusviðs lögreglu. Játaði að hafa logið í máli Julians Assange Stundin fjallaði um málið 6. október síðastliðinn en þar kom fram að Sigurður hafi verið handtekinn 23. september síðastliðinn og hafi síðar verið dæmdur í síbrotagæslu í Héraðsdómi Reykjavíkur og sendur á Litla Hraun. Ástæðan fyrir því að hann hafi verið dæmdur í síbrotagæslu, samkvæmt heimildum Stundarinnar, sé fjöldi fjársvikamála og tilrauna til fjársvika sem séu nú til rannsóknar hjá lögreglu. Þá sé Sigurður grunaður um að hafa falsað undirskrift síns eigin lögmanns til þess að láta líta svo út að lögmaðurinn hafi greitt fé inn á reikninga fyrirtækis sem Sigurður er sjálfur hluthafi í. Sigurður hafi notast við fjölda fyrirtækja og félagasamtaka til að svíkja tugi milljóna króna af einstaklingum og fyrirtækjum á undanförnum árum. Sigurður játaði fyrr á þessu ári í viðtali við Stundina að hafa logið til um ásakanir sem bandarísk yfirvöld hafa notað í máli sínu gegn Assange. Dæmdur í einu umfangsmesta kynferðisbrotamáli landsins Sigurður á að baki langan sakaferil og hefur meðal annars verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn pilti undir lögaldri. Sama ár var hann sakfelldur fyrir fjársvik og fleiri brot og dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar. Var hann í því máli meðal annars sakfelldur fyrir að hafa villt á sér heimildir og þóst vera Julian Assange. Sigurður hefur verið dæmdur fyrir fjölda kynferðisbrota en hann fékk þriggja ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum á aldrinum fimmtán til sextán ára. Játaði hann að hafa tælt fimm drengi og brotið á þeim í tugi skipta. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Efnahagsbrot Mál Sigga hakkara Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira