Mikið áfall að fara á breytingaskeiðið aðeins 32 ára Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2021 21:00 Jónína Margrét Sigurðardóttir er á breytingaskeiðinu, aðeins 32 ára. Vísir/Einar Kona um þrítugt sem gengur nú í gegnum breytingaskeið segir það hafa verið mikið áfall að fá greininguna. Hún mun ekki geta eignast fleiri börn og stendur frammi fyrir strangri lyfjagjöf næstu áratugina. Meðalaldur kvenna við upphaf breytingaskeiðs, eða tíðahvörf, er um fimmtugt en Jónína Margrét Sigurðardóttir var ekki nema um 25 ára þegar hún byrjaði að finna fyrir einkennum snemmbúins breytingaskeiðs. Jónína, sem nú er 32 ára, leitaði loks til kvensjúkdómalæknis fyrir um ári síðan þegar hún hætti að fara á blæðingar. Jónína kveðst enga skýringu hafa fengið á því hvað veldur. „Af því þetta er svo ofboðslega sjaldgæft þá er þetta ekki rannsakað. Þetta er ekki skoðað. Ég myndi helst vilja fá einhver svör við því. En það er ekki. Þetta var mikið áfall, þetta var ofboðslega erfitt. Ég var rosalega feimin að tala um þetta því staðalímyndin af konum á breytingaskeiðinu eru sveittar, þreyttar og pirraðar kellingar. En ég var ekki tilbúin til þess að falla undir þann hatt,“ segir Jónína. Missti hárið og fékk svitaköst Hormónalyf, sem Jónína mun þurfa að taka næstu áratugina, slá á einkenni tíðahvarfanna, sem voru ýmiss konar. „Þetta voru miklir liðverkir. Sjónin hjá mér er orðin verri, hárlos, hita- og svitaköst. Ég svaf kannski fjóra tíma á nóttunni,“ segir Jónína. Jónína á eina dóttur á unglingsaldri. Hún segir frekari barneignir svo gott sem ómögulegar. „Öll egg hjá mér eru búin og það var náttúrulega rosa stórt og ég var mjög lengi að eiga við það með sjálfri mér. En ég var ekki viss um hvort mig langaði að eignast fleiri börn og ég er einhleyp. Svo flækir það líka málið.“ Hún hafi mætt skilningsleysi í heilbrigðiskerfinu. „Ég hef til dæmis ekki fengið það í gegn að fara í beinþéttnimælingu af því að ég er ekki nógu gömul. Skilaboðin sem ég fæ eru: Við skoðum það kannski ef þú ferð að brjóta stór bein. Sem mér finnst hljóma svolítið seint í rassinn gripið,“ segir Jónína. Ítarlega var fjallað um breytingaskeiðið, kulnun og gagnsemi nýrra hormónameðferða í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina. Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Meðalaldur kvenna við upphaf breytingaskeiðs, eða tíðahvörf, er um fimmtugt en Jónína Margrét Sigurðardóttir var ekki nema um 25 ára þegar hún byrjaði að finna fyrir einkennum snemmbúins breytingaskeiðs. Jónína, sem nú er 32 ára, leitaði loks til kvensjúkdómalæknis fyrir um ári síðan þegar hún hætti að fara á blæðingar. Jónína kveðst enga skýringu hafa fengið á því hvað veldur. „Af því þetta er svo ofboðslega sjaldgæft þá er þetta ekki rannsakað. Þetta er ekki skoðað. Ég myndi helst vilja fá einhver svör við því. En það er ekki. Þetta var mikið áfall, þetta var ofboðslega erfitt. Ég var rosalega feimin að tala um þetta því staðalímyndin af konum á breytingaskeiðinu eru sveittar, þreyttar og pirraðar kellingar. En ég var ekki tilbúin til þess að falla undir þann hatt,“ segir Jónína. Missti hárið og fékk svitaköst Hormónalyf, sem Jónína mun þurfa að taka næstu áratugina, slá á einkenni tíðahvarfanna, sem voru ýmiss konar. „Þetta voru miklir liðverkir. Sjónin hjá mér er orðin verri, hárlos, hita- og svitaköst. Ég svaf kannski fjóra tíma á nóttunni,“ segir Jónína. Jónína á eina dóttur á unglingsaldri. Hún segir frekari barneignir svo gott sem ómögulegar. „Öll egg hjá mér eru búin og það var náttúrulega rosa stórt og ég var mjög lengi að eiga við það með sjálfri mér. En ég var ekki viss um hvort mig langaði að eignast fleiri börn og ég er einhleyp. Svo flækir það líka málið.“ Hún hafi mætt skilningsleysi í heilbrigðiskerfinu. „Ég hef til dæmis ekki fengið það í gegn að fara í beinþéttnimælingu af því að ég er ekki nógu gömul. Skilaboðin sem ég fæ eru: Við skoðum það kannski ef þú ferð að brjóta stór bein. Sem mér finnst hljóma svolítið seint í rassinn gripið,“ segir Jónína. Ítarlega var fjallað um breytingaskeiðið, kulnun og gagnsemi nýrra hormónameðferða í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina.
Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira