Frídagar barna komi niður á jafnrétti og kjörum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. október 2021 12:31 Grindavík jarðskjálftar Vísir/Vilhelm Foreldri og atvinnurekandi segir launþega ekki eiga inni fyrir þeim dögum þar sem börn eru ekki í skóla vegna vetrarleyfis eða skipulagsdaga. Lítið samræmi sé milli skóla og innan sveitarfélaga um þær dagsetningar sem kemur niður á atvinnulífinu í heild. Til viðbótar við þá virku daga sem foreldrar þurfa að vera frá vinnu til að sinna börnum sínum á sumrin og yfir jólin og páskana bætast við fjölmargir virkir dagar þar sem börn eru ekki í skóla. Sigríður Hrund Pétursdóttir, foreldri og atvinnurekandi, taldi 88 virka daga á árinu þar sem tvö börn hennar á grunnskólaaldri eru ekki í skóla. Hún segir að það sé kostnaðarsamt og alvarlegt fyrir atvinnulífið í heild þegar launþegar þurfa að nýta veikindadaga eða ólaunuð frí til að sinna börnum sínum þessa daga. Sigríður Hrund Pétursdóttir.FKA „Það er alveg klárt að manneskjan sem fer og tekur á sig þessa daga og fer að sinna börnum, það er örugglega fyrst og fremst launalægri manneskjan,“ segir Sigríður. „Af því að það er ekki komið launajafnrétti í landinu, að þá er það væntanlega konan. Þannig þetta vinnur á móti okkur bæði í jafnrétti og í kjörum, í kjaraskerðingu.“ Slítur í sundur samstöðuna á vinnumarkaði Sjálf segist hún vera í góðri stöðu þar sem hún er vel gift, með gott stuðningsnet og sveigjanlegan vinnutíma en eigi samt erfitt með þessa daga. Hún veltir þannig fyrir sér hvernig staðan er hjá einstæðum foreldrum eða fólki í vaktavinnu eða umönnunarstörfum. „Við getum ekki verið með svona atriði sem er fleygur okkar á milli, tætir okkur í sundur, og í rauninni slítur samstöðuna í sundur á vinnumarkaði,“ segir Sigríður. Hún kallar nú eftir breiðri samstöðu allt frá ríkisstjórninni yfir í verkalýðsfélögin og bendir á að það styttist í að kjarasamningar við kennara renni út um áramótin. Því þurfi að ræða málið á breiðum grunni með kennarasambandinu, sveitafélögunum, ríkisstjórninni, Samtökum atvinnulífsins og verkalýðsfélögunum. „Tíminn er óskaplega fljótur að líða og við verðum að vera með atvinnustefnu fyrir Ísland ehf. Það er bara þannig, við þurfum öll að vera samþykk því sem er að gerast.“ Sigríður Hrund ræddi einnig málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun og er hægt að hlusta á það viðtal hér fyrir neðan. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Vinnumarkaður Jafnréttismál Kjaramál Bítið Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Til viðbótar við þá virku daga sem foreldrar þurfa að vera frá vinnu til að sinna börnum sínum á sumrin og yfir jólin og páskana bætast við fjölmargir virkir dagar þar sem börn eru ekki í skóla. Sigríður Hrund Pétursdóttir, foreldri og atvinnurekandi, taldi 88 virka daga á árinu þar sem tvö börn hennar á grunnskólaaldri eru ekki í skóla. Hún segir að það sé kostnaðarsamt og alvarlegt fyrir atvinnulífið í heild þegar launþegar þurfa að nýta veikindadaga eða ólaunuð frí til að sinna börnum sínum þessa daga. Sigríður Hrund Pétursdóttir.FKA „Það er alveg klárt að manneskjan sem fer og tekur á sig þessa daga og fer að sinna börnum, það er örugglega fyrst og fremst launalægri manneskjan,“ segir Sigríður. „Af því að það er ekki komið launajafnrétti í landinu, að þá er það væntanlega konan. Þannig þetta vinnur á móti okkur bæði í jafnrétti og í kjörum, í kjaraskerðingu.“ Slítur í sundur samstöðuna á vinnumarkaði Sjálf segist hún vera í góðri stöðu þar sem hún er vel gift, með gott stuðningsnet og sveigjanlegan vinnutíma en eigi samt erfitt með þessa daga. Hún veltir þannig fyrir sér hvernig staðan er hjá einstæðum foreldrum eða fólki í vaktavinnu eða umönnunarstörfum. „Við getum ekki verið með svona atriði sem er fleygur okkar á milli, tætir okkur í sundur, og í rauninni slítur samstöðuna í sundur á vinnumarkaði,“ segir Sigríður. Hún kallar nú eftir breiðri samstöðu allt frá ríkisstjórninni yfir í verkalýðsfélögin og bendir á að það styttist í að kjarasamningar við kennara renni út um áramótin. Því þurfi að ræða málið á breiðum grunni með kennarasambandinu, sveitafélögunum, ríkisstjórninni, Samtökum atvinnulífsins og verkalýðsfélögunum. „Tíminn er óskaplega fljótur að líða og við verðum að vera með atvinnustefnu fyrir Ísland ehf. Það er bara þannig, við þurfum öll að vera samþykk því sem er að gerast.“ Sigríður Hrund ræddi einnig málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun og er hægt að hlusta á það viðtal hér fyrir neðan.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Vinnumarkaður Jafnréttismál Kjaramál Bítið Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira