Snorri Steinn: Flestir þættir sem tikkuðu í dag Ester Ósk Árnadóttir skrifar 24. október 2021 20:25 Snorri Steinn hvetur sína menn til dáða. Óskar Bjarni, aðstoðarþjálfari, hans vinstri hönd. vísir/hulda margrét „Við vorum frábærir strax frá byrjun. Björgvin var geggjaður í markinu og við gengum eiginlega bara á lagið. Við vissum að KA menn yrðu brothættir í dag þar sem þeir eru búnir að tapa tveimur leikjum í röð þannig það var sterkt að byrja þetta svona vel. Menn héldu bara áfram og lögðu klárlega grunninn að þessu í fyrri hálfleik. Við hefum meira segja geta verið meira yfir í hálfleik,“ sagði Snorri Stein Guðjónsson þjálfari Vals eftir níu marka sigur á KA mönnum í KA heimilinu í dag. „Vörn og markvarsla er klárlega það sem skóp þetta í dag, hraðaupphlaupin sömuleiðis frábær. Þegar þú vinnur svona sannfærandi sigur þá eru yfirleitt flestir þættir sem tikka. Við drógum tennurnar úr KA mönnum, þeir fundu sig ekki alveg en ég tek ekkert af mínum strákum. Þeir voru geggjaðir í kvöld.“ Valsmenn voru að vinna með 8 mörkum í hálfleik, 8-16 en héldu áfram að keyra á KA menn í seinni hálfleik. „Ég var mjög ánægður með það. Við töluðum um þetta í hálfleik. Það er hættuleg staða að vera með svona mörg mörk á þá. Sömuleiðis voru við að byrja seinni hálfleikinn tveimur mönnum færri en við byrjuðum bara strax af sama krafti og ég gat rúllað vel á liðinu sem var mjög gott.“ Björgvin Páll Gústafson var frábær í marki Valsmanna í dag, með 53% markvörslu þegar hann var tekinn út af þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum. „Það var eðlilega ekki út af frammistöðunni en mér fannst við bara vera með leikinn í höndunum. Sakai Motoki hefur fengið að spila lítið þannig það var gott að geta gefið honum mínútur. Á meðan Bjöggi er að verja svona vel er erfitt að koma Motoki að. Hann hefur alveg skilning fyrir því. Ég held að Bjöggi sé ekkert í fýlu þótt ég hafi tekið hann út af.“ Valsmenn eru afar sannfærandi og hafa unnið fyrstu fimm leiki deildarinnar og virka óstöðvandi. „Það getur vel verið en ég er búinn að segja það mörgum sinnum áður að við erum kannski aðeins framar öðrum liðum bara út af prógramminu sem við áttum í byrjun móts. Við getum ekkert horft mikið í það þótt við séum búnir að sigra þessa fimm leiki. Við erum góðir eins og er en það er líka kúnst að halda því og geta verið gott lið. Við þurfum að sýna gæði og auðmýkt hvað það varðar en við þurfum bara að halda áfram. Vinna í okkar málum og reyna að vera betri, finna hluti sem við getum lagað. Það gerist ekkert í október það vita það allir.“ Það voru margir leikmenn sem fengu að spila í Valsliðinu í dag, mikill breidd og gæði í hópnum. „Ég er að rúlla vel á liðinu. Við erum með tvo utan hóps, góðir leikmenn sem eru að glíma við meiðsli. Það er frábært fyrir mig sem þjálfara og kannski bara hausverkur að það sé breidd í liðinu en það er geggjað að menn séu bara að grípa tækifærið og finna taktinn saman. Það held ég að eigi ekki að vera slæmur hlutur.“ Valsmenn eiga útileik á móti Stjörnunni í næstu umferð. Stjarnan hefur sömuleiðis verið á siglingu í deildinni og höfðu unnið 4 leiki af 4 mögulegum þegar síðustu umferð leik. Því um toppslag að ræða. „Það verður bara spennandi. Stjarnan er búið að vera gott á tímabilinu og ná í frábær úrslit. Við vorum að ströggla með þá í fyrra þannig að við kíkjum bara á það í rútunni á leiðinni heim og svo bara mætum við brattir á fimmtudaginn.“ KA Valur Olís-deild karla Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
„Vörn og markvarsla er klárlega það sem skóp þetta í dag, hraðaupphlaupin sömuleiðis frábær. Þegar þú vinnur svona sannfærandi sigur þá eru yfirleitt flestir þættir sem tikka. Við drógum tennurnar úr KA mönnum, þeir fundu sig ekki alveg en ég tek ekkert af mínum strákum. Þeir voru geggjaðir í kvöld.“ Valsmenn voru að vinna með 8 mörkum í hálfleik, 8-16 en héldu áfram að keyra á KA menn í seinni hálfleik. „Ég var mjög ánægður með það. Við töluðum um þetta í hálfleik. Það er hættuleg staða að vera með svona mörg mörk á þá. Sömuleiðis voru við að byrja seinni hálfleikinn tveimur mönnum færri en við byrjuðum bara strax af sama krafti og ég gat rúllað vel á liðinu sem var mjög gott.“ Björgvin Páll Gústafson var frábær í marki Valsmanna í dag, með 53% markvörslu þegar hann var tekinn út af þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum. „Það var eðlilega ekki út af frammistöðunni en mér fannst við bara vera með leikinn í höndunum. Sakai Motoki hefur fengið að spila lítið þannig það var gott að geta gefið honum mínútur. Á meðan Bjöggi er að verja svona vel er erfitt að koma Motoki að. Hann hefur alveg skilning fyrir því. Ég held að Bjöggi sé ekkert í fýlu þótt ég hafi tekið hann út af.“ Valsmenn eru afar sannfærandi og hafa unnið fyrstu fimm leiki deildarinnar og virka óstöðvandi. „Það getur vel verið en ég er búinn að segja það mörgum sinnum áður að við erum kannski aðeins framar öðrum liðum bara út af prógramminu sem við áttum í byrjun móts. Við getum ekkert horft mikið í það þótt við séum búnir að sigra þessa fimm leiki. Við erum góðir eins og er en það er líka kúnst að halda því og geta verið gott lið. Við þurfum að sýna gæði og auðmýkt hvað það varðar en við þurfum bara að halda áfram. Vinna í okkar málum og reyna að vera betri, finna hluti sem við getum lagað. Það gerist ekkert í október það vita það allir.“ Það voru margir leikmenn sem fengu að spila í Valsliðinu í dag, mikill breidd og gæði í hópnum. „Ég er að rúlla vel á liðinu. Við erum með tvo utan hóps, góðir leikmenn sem eru að glíma við meiðsli. Það er frábært fyrir mig sem þjálfara og kannski bara hausverkur að það sé breidd í liðinu en það er geggjað að menn séu bara að grípa tækifærið og finna taktinn saman. Það held ég að eigi ekki að vera slæmur hlutur.“ Valsmenn eiga útileik á móti Stjörnunni í næstu umferð. Stjarnan hefur sömuleiðis verið á siglingu í deildinni og höfðu unnið 4 leiki af 4 mögulegum þegar síðustu umferð leik. Því um toppslag að ræða. „Það verður bara spennandi. Stjarnan er búið að vera gott á tímabilinu og ná í frábær úrslit. Við vorum að ströggla með þá í fyrra þannig að við kíkjum bara á það í rútunni á leiðinni heim og svo bara mætum við brattir á fimmtudaginn.“
KA Valur Olís-deild karla Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira