Eyþór segir hlut sinn í Mogganum verst geymda leyndarmálið í íslenskri pólitík Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. október 2021 13:01 Eyþór Arnalds fyrir utan borgarstjórnarsalinn í Ráðhúsinu. Vísir/Vilhelm Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, segist engar beinagrindur hafa í skápum sínum. Hann keypti hlutabréf í fjölmiðlum Árvakurs fyrir fjórum árum síðan en hlutabréfin keypti hann af Samherja. Eyþór er í viðtali á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Í viðtalinu fer hann meðal annars yfir eignarhald á hluti sínum í Mogganum. Þar segir Eyþór að hann hafi engin afskipti af miðlum Árvakurs. Hlutur hans í Árvakri hafi lengi verið til sölu en lítil sé eftirspurnin. Þar spili líklega inn í að afkoma Árvakurs hefur verið neikvæð undanfarin ár. „Hlutur minn í Mogganum hefur rýrnað á hverju ári, því miður. Ég átti þennan hlut áður en ég fór í borgarpólitíkina en um leið og ég fór þangað sagði ég mig úr stjórn Árvakurs og hef engin afskipti þar,“ segir Eyþór í viðtalinu. Samherji afskrifaði stóran hluta lánsins Borgarfulltrúinn segir að hlutur hans í blaðinu sé margskráður og þar af leiðandi líklega eitt verst geymda leyndarmálið í íslenskri pólitík. Aðalatriðið sé að hagsmunir sem þessir fari ekki leynt. Fréttastofa hefur áður greint frá því að stór hluti láns Samherja vegna kaupa á bréfunum hafi verið afskrifaður. Stundin hélt því meðal annars fram á sínum tíma að um sýndarviðskipti væri að ræða þar sem félag Eyþórs hafi tekið við hlutabréfum Samherja án þess að hafa greitt fyrir bréfin. „Ég er ekki með neinar beinagrindur í skápnum. Ég keypti hlutabréf í Árvakri af Samherja fyrir fjórum árum síðan. Ég skulda þeim ekki neitt og þeir mér ekkert heldur. Hlutabréfin hafa orðið verðlítil eins og í öðrum frjálsum fjölmiðlum og því eðlilegt þegar hlutabréfin séu færð niður þegar taprekstur er ár eftir ár,“ segir Eyþór við Fréttablaðið. Fjölmiðlar Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Finnst villandi að vera orðaður við Kýpurfélag Samherja Hann hafi ekki haft hugmynd um að fjármagnið kæmi frá félaginu sem hefur verið miðdepill Samherjamálsins. 15. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Sjá meira
Eyþór er í viðtali á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Í viðtalinu fer hann meðal annars yfir eignarhald á hluti sínum í Mogganum. Þar segir Eyþór að hann hafi engin afskipti af miðlum Árvakurs. Hlutur hans í Árvakri hafi lengi verið til sölu en lítil sé eftirspurnin. Þar spili líklega inn í að afkoma Árvakurs hefur verið neikvæð undanfarin ár. „Hlutur minn í Mogganum hefur rýrnað á hverju ári, því miður. Ég átti þennan hlut áður en ég fór í borgarpólitíkina en um leið og ég fór þangað sagði ég mig úr stjórn Árvakurs og hef engin afskipti þar,“ segir Eyþór í viðtalinu. Samherji afskrifaði stóran hluta lánsins Borgarfulltrúinn segir að hlutur hans í blaðinu sé margskráður og þar af leiðandi líklega eitt verst geymda leyndarmálið í íslenskri pólitík. Aðalatriðið sé að hagsmunir sem þessir fari ekki leynt. Fréttastofa hefur áður greint frá því að stór hluti láns Samherja vegna kaupa á bréfunum hafi verið afskrifaður. Stundin hélt því meðal annars fram á sínum tíma að um sýndarviðskipti væri að ræða þar sem félag Eyþórs hafi tekið við hlutabréfum Samherja án þess að hafa greitt fyrir bréfin. „Ég er ekki með neinar beinagrindur í skápnum. Ég keypti hlutabréf í Árvakri af Samherja fyrir fjórum árum síðan. Ég skulda þeim ekki neitt og þeir mér ekkert heldur. Hlutabréfin hafa orðið verðlítil eins og í öðrum frjálsum fjölmiðlum og því eðlilegt þegar hlutabréfin séu færð niður þegar taprekstur er ár eftir ár,“ segir Eyþór við Fréttablaðið.
Fjölmiðlar Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Finnst villandi að vera orðaður við Kýpurfélag Samherja Hann hafi ekki haft hugmynd um að fjármagnið kæmi frá félaginu sem hefur verið miðdepill Samherjamálsins. 15. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Sjá meira
Finnst villandi að vera orðaður við Kýpurfélag Samherja Hann hafi ekki haft hugmynd um að fjármagnið kæmi frá félaginu sem hefur verið miðdepill Samherjamálsins. 15. nóvember 2019 18:30