Boston og NBA í bobba í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2021 22:13 Enes Kanter hefur birt tvö myndbönd þar sem hann fór hörðum orðum um Xi Jinping, forseta Kína. EPA/Erik S. Lesser Stjórnvöld Bandaríkjanna gagnrýndu í dag hvernig ráðamenn í Kína hafa beitt sér gegn NBA-deildinni. Það er í kjölfar þess að áhorfendum í Kína var meinað að horfa á leiki Boston Celtics í kjölfar gagnrýnna ummæla eins leikmanns í garð kínverskra stjórnvalda. Enes Kanter birti í vikunni myndband þar sem hann lýsti yfir stuðningi við Tíbet og kallaði Xi Jinping, forseta Kína, „grimman einræðisherra“. Körfuboltamaðurinn var harðlega gagnrýndur á kínverskum samfélagsmiðlum, samkvæmt frétt Reuters, og í kjölfarið var ekki hægt að horfa á leiki Celtics í Kína og myndbönd frá liðinu voru fjarlægð af internetinu í Kína. Í svari við fyrirspurn Reuters segir talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að ríkið hafi miklar áhyggjur af aðgerðum ráðamanna í Kína. Var eftirlýstur í Tyrklandi Kanter, sem er af tyrknesku bergi brotinn, var eftirlýstur þar í landi árið 2019 þegar yfirvöld í Tyrklandi sökuðu hann tengsl við hreyfingu klerksins Fethullah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum, og var hann einnig sakaður um að fjármagna hreyfinguna. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur sakað Gulen um að hafa skipulagt valdarán sem reynt var árið 2016. Sjá einnig: Enes Kanter eftirlýstur í Tyrklandi Kanter birti annað myndband í dag þar sem hann gagnrýnir Kommúnistaflokk Kína fyrir aðgerðir þeirra í Xinjiang-héraði. Yfirvöld landsins hafa verið sökuð um þjóðarmorð gegn Úígúrum, sem eru múslimar. Sjá einnig: Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Kanter gagnrýndi sérstaklega ráðamenn í Mið-Austurlöndum og aðra íþróttamenn sem eru múslimar fyrir að þaga um Xinjiang. Heartless Dictator of China,XI JINPING and the Communist Party of China.I am calling you out in front of the whole world.Close down the SLAVE labor camps and free the UYGHUR people!Stop the GENOCIDE, now!#FreeUyghurs pic.twitter.com/eEoiw5Uz2K— Enes Kanter (@EnesKanter) October 22, 2021 CNN segir að notendur Weibo, sem er kínverskur samfélagsmiðill, hafi krafist þess í vikunni að Celtics refsuðu Kanter eða bæðust afsökunar. Þöglir enn sem komið er Forsvarsmenn NBA hafa ekki tjáð sig um atvikið en þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráðamenn í Kína verða ósáttir við menn í NBA og stöðva útsendingu leikja þar. NBA hefur varið mörgum árum og milljónum dala í fjárfestingar í Kína. Árið 2019 lýsti framkvæmdastjóri Houston Rockets yfir stuðningi við mótmælendur í Hong Kong, þar sem yfirvöld í Kína hafa dregið verulega úr lýðræði og tjáningarfrelsi íbúa. Þegar Daryl Morey lýsti því yfir að fólk ætti að standa með Hong Kong fóru þar fram umfangsmikil mótmæli gegn andlýðræðislegum aðgerðum Kínverja. Þá var áætlað að um tíu prósent tekna NBA kæmu frá Kína og að hlutfallið gæti náð 30 prósentum fyrir 2030. Forsvarsmenn NBA báðust afsökunar en allir samstarfsaðilar NBA í Kína riftu samningum sínum við sambandið. Auglýsingar voru teknar niður og hætt var við sýningu leikja, svo eitthvað sé nefnt. Í Bandaríkjunum og víðar voru NBA-liðar hins vegar gagnrýndir fyrir að lúffa fyrir Kommúnistaflokki Kína. South Park hefur verið bannað í Kína eftir að þættirnir gerðu grín að Xi og því hve mikið alþjóðleg fyrirtæki legðu á sig til að komast á kínverskan markað. Samskipti Bandaríkjanna og Kína hafa versnað töluvert frá 2019. NBA-liðar voru gagnrýndir töluvert fyrir afsökunarbeiðnina 2019 en gera má ráð fyrir því að viðbrögðin yrðu enn verri í dag. Bandaríkin Kína Mannréttindi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Enes Kanter birti í vikunni myndband þar sem hann lýsti yfir stuðningi við Tíbet og kallaði Xi Jinping, forseta Kína, „grimman einræðisherra“. Körfuboltamaðurinn var harðlega gagnrýndur á kínverskum samfélagsmiðlum, samkvæmt frétt Reuters, og í kjölfarið var ekki hægt að horfa á leiki Celtics í Kína og myndbönd frá liðinu voru fjarlægð af internetinu í Kína. Í svari við fyrirspurn Reuters segir talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að ríkið hafi miklar áhyggjur af aðgerðum ráðamanna í Kína. Var eftirlýstur í Tyrklandi Kanter, sem er af tyrknesku bergi brotinn, var eftirlýstur þar í landi árið 2019 þegar yfirvöld í Tyrklandi sökuðu hann tengsl við hreyfingu klerksins Fethullah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum, og var hann einnig sakaður um að fjármagna hreyfinguna. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur sakað Gulen um að hafa skipulagt valdarán sem reynt var árið 2016. Sjá einnig: Enes Kanter eftirlýstur í Tyrklandi Kanter birti annað myndband í dag þar sem hann gagnrýnir Kommúnistaflokk Kína fyrir aðgerðir þeirra í Xinjiang-héraði. Yfirvöld landsins hafa verið sökuð um þjóðarmorð gegn Úígúrum, sem eru múslimar. Sjá einnig: Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Kanter gagnrýndi sérstaklega ráðamenn í Mið-Austurlöndum og aðra íþróttamenn sem eru múslimar fyrir að þaga um Xinjiang. Heartless Dictator of China,XI JINPING and the Communist Party of China.I am calling you out in front of the whole world.Close down the SLAVE labor camps and free the UYGHUR people!Stop the GENOCIDE, now!#FreeUyghurs pic.twitter.com/eEoiw5Uz2K— Enes Kanter (@EnesKanter) October 22, 2021 CNN segir að notendur Weibo, sem er kínverskur samfélagsmiðill, hafi krafist þess í vikunni að Celtics refsuðu Kanter eða bæðust afsökunar. Þöglir enn sem komið er Forsvarsmenn NBA hafa ekki tjáð sig um atvikið en þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráðamenn í Kína verða ósáttir við menn í NBA og stöðva útsendingu leikja þar. NBA hefur varið mörgum árum og milljónum dala í fjárfestingar í Kína. Árið 2019 lýsti framkvæmdastjóri Houston Rockets yfir stuðningi við mótmælendur í Hong Kong, þar sem yfirvöld í Kína hafa dregið verulega úr lýðræði og tjáningarfrelsi íbúa. Þegar Daryl Morey lýsti því yfir að fólk ætti að standa með Hong Kong fóru þar fram umfangsmikil mótmæli gegn andlýðræðislegum aðgerðum Kínverja. Þá var áætlað að um tíu prósent tekna NBA kæmu frá Kína og að hlutfallið gæti náð 30 prósentum fyrir 2030. Forsvarsmenn NBA báðust afsökunar en allir samstarfsaðilar NBA í Kína riftu samningum sínum við sambandið. Auglýsingar voru teknar niður og hætt var við sýningu leikja, svo eitthvað sé nefnt. Í Bandaríkjunum og víðar voru NBA-liðar hins vegar gagnrýndir fyrir að lúffa fyrir Kommúnistaflokki Kína. South Park hefur verið bannað í Kína eftir að þættirnir gerðu grín að Xi og því hve mikið alþjóðleg fyrirtæki legðu á sig til að komast á kínverskan markað. Samskipti Bandaríkjanna og Kína hafa versnað töluvert frá 2019. NBA-liðar voru gagnrýndir töluvert fyrir afsökunarbeiðnina 2019 en gera má ráð fyrir því að viðbrögðin yrðu enn verri í dag.
Bandaríkin Kína Mannréttindi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira