SA og VÍ svara Samkeppniseftirlitinu: „Verða settar skorður á Seðlabankann að tjá sig um verðlag í landinu?“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2021 18:25 Í yfirlýsingu frá SA og VÍ, sem ber titilinn „Dæmalaus aðför Samkeppniseftirlitsins að upplýstri umræðu“, segir að það sé meginhlutverk hagsmunasamtaka fyrirtækja að standa vörð um hagsmuni íslensks atvinnulífs. Eðlilegt sé að þau ræði málefni sem tengist félagsmönnum og atvinnulífinu í heild. Vísir/Vilhelm Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands segja engin ákvæði samkeppnislaga banna samtökum fyrirtækja þátttöku í opinberri umræðu. Það sé ekki úr lausu lofti gripið að verðhækkanir séu líklegar og það sé í raun óumflýjanlegt að hagsmunasamtök fyrirtækja láti sig verðlag í landinu varða. Þetta kemur fram í svari SA og VÍ við tilkynningu Samkeppniseftirlitsins frá því fyrr í dag. Í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins var brýnt var fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllun um verðlagningu þar sem slíkt gæti verið óheimilt samkvæmt samkeppnislögum. Vísað var til ummæla framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar, og formanns Bændasamtaka Íslands í fjölmiðlum þar sem þeir töluðu um breytingar á verðlagi í ljósi vöruskorts, hækkandi hrávöruverðs og efnahagslegra afleiðinga faraldursins. Lýsa skömmunum sem dæmalausri aðför Er það mat Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands að með aðfinnslum sínum sé Samkeppniseftirlitið komið langt út fyrir lögbundið hlutverk sitt og að um sé að ræða dæmalausa aðför að upplýstri umræðu. Í yfirlýsingu frá SA og VÍ, sem ber titilinn „Dæmalaus aðför Samkeppniseftirlitsins að upplýstri umræðu“, segir að það sé meginhlutverk hagsmunasamtaka fyrirtækja að standa vörð um hagsmuni íslensks atvinnulífs. Eðlilegt sé að þau ræði málefni sem tengist félagsmönnum og atvinnulífinu í heild. Þar megi meðal annars nefnda umræðu um launakjör, kvaðir stjórnvalda á borð við gjöld og leyfisveitingar og hrávöruverð. „Að benda á þá staðreynd að þróun varðandi fyrrgreind atriði geti leitt til verðhækkana felur hvorki í sér brot á samkeppnislögum né hvetur það til þeirra. Í raun er óumflýjanlegt að hagsmunasamtök fyrirtækja láti sig verðlag í landinu varða þegar ýmsar kvaðir sem stjórnvöld setja hafa áhrif á verðlag á þeim vörum og þjónustu sem félagsmenn þeirra bjóða upp á,“ segir í yfirlýsingunni. Segjast ekki hafa hvatt til verðhækkana Þá er bent á að SA standi fyrir ársfjórðungslegri könnun í samstarfi við Seðlabanka Íslands þar sem forsvarsmenn stærstu fyrirtækja landsins eru spurðir út í stöðu og horfur á efnahagslífinu. Niðurstöðurnar séu nýttar við vinnslu Peningamála Seðlabankans. „Á að skilja tilkynningu Samkeppniseftirlitsins sem svo að hagsmunasamtök fyrirtækja megi ekki lengur tjá sig um efni þessarar mikilvægu könnunar?“ er spurt í áðurnefndri yfirlýsingu. SA og VÍ segja að í þeim tilfellum sem Samkeppniseftirlitið vísi í sé verið að ræða um lýsingar á opinberum hagtölum. Ekki sé verið að hvetja til verðhækkana. Það sé vel þekkt að hrávöruverð og erlendu verðbólguþróun hafi áhrif á neysluverð í einstaka löndum og þau áhrif komi fram með tímatöf. Er vísað til rannsókna sem sýna fram á að áhrif erlendrar verðþróunar á neysluverð. „Engin ákvæði samkeppnislaga banna samtökum fyrirtækja þátttöku í opinberri umræðu. Það er mat SA og VÍ að með aðfinnslum sínum sé Samkeppniseftirlitið komið langt út fyrir lögbundið hlutverk sitt. Hversu langt má ganga? Hverjir mega tjá sig? Verða settar skorður á Seðlabankann að tjá sig um verðlag í landinu? Eða greiningaraðila, t.d. innan viðskiptabankanna? Mega hagsmunasamtök fyrirtækja tjá sig um vaxtahækkanir?“ Áhugasamir geta lesið yfirlýsingu SA og VÍ hér á vef SA. Efnahagsmál Samkeppnismál Verðlag Seðlabankinn Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Þetta kemur fram í svari SA og VÍ við tilkynningu Samkeppniseftirlitsins frá því fyrr í dag. Í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins var brýnt var fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllun um verðlagningu þar sem slíkt gæti verið óheimilt samkvæmt samkeppnislögum. Vísað var til ummæla framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar, og formanns Bændasamtaka Íslands í fjölmiðlum þar sem þeir töluðu um breytingar á verðlagi í ljósi vöruskorts, hækkandi hrávöruverðs og efnahagslegra afleiðinga faraldursins. Lýsa skömmunum sem dæmalausri aðför Er það mat Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands að með aðfinnslum sínum sé Samkeppniseftirlitið komið langt út fyrir lögbundið hlutverk sitt og að um sé að ræða dæmalausa aðför að upplýstri umræðu. Í yfirlýsingu frá SA og VÍ, sem ber titilinn „Dæmalaus aðför Samkeppniseftirlitsins að upplýstri umræðu“, segir að það sé meginhlutverk hagsmunasamtaka fyrirtækja að standa vörð um hagsmuni íslensks atvinnulífs. Eðlilegt sé að þau ræði málefni sem tengist félagsmönnum og atvinnulífinu í heild. Þar megi meðal annars nefnda umræðu um launakjör, kvaðir stjórnvalda á borð við gjöld og leyfisveitingar og hrávöruverð. „Að benda á þá staðreynd að þróun varðandi fyrrgreind atriði geti leitt til verðhækkana felur hvorki í sér brot á samkeppnislögum né hvetur það til þeirra. Í raun er óumflýjanlegt að hagsmunasamtök fyrirtækja láti sig verðlag í landinu varða þegar ýmsar kvaðir sem stjórnvöld setja hafa áhrif á verðlag á þeim vörum og þjónustu sem félagsmenn þeirra bjóða upp á,“ segir í yfirlýsingunni. Segjast ekki hafa hvatt til verðhækkana Þá er bent á að SA standi fyrir ársfjórðungslegri könnun í samstarfi við Seðlabanka Íslands þar sem forsvarsmenn stærstu fyrirtækja landsins eru spurðir út í stöðu og horfur á efnahagslífinu. Niðurstöðurnar séu nýttar við vinnslu Peningamála Seðlabankans. „Á að skilja tilkynningu Samkeppniseftirlitsins sem svo að hagsmunasamtök fyrirtækja megi ekki lengur tjá sig um efni þessarar mikilvægu könnunar?“ er spurt í áðurnefndri yfirlýsingu. SA og VÍ segja að í þeim tilfellum sem Samkeppniseftirlitið vísi í sé verið að ræða um lýsingar á opinberum hagtölum. Ekki sé verið að hvetja til verðhækkana. Það sé vel þekkt að hrávöruverð og erlendu verðbólguþróun hafi áhrif á neysluverð í einstaka löndum og þau áhrif komi fram með tímatöf. Er vísað til rannsókna sem sýna fram á að áhrif erlendrar verðþróunar á neysluverð. „Engin ákvæði samkeppnislaga banna samtökum fyrirtækja þátttöku í opinberri umræðu. Það er mat SA og VÍ að með aðfinnslum sínum sé Samkeppniseftirlitið komið langt út fyrir lögbundið hlutverk sitt. Hversu langt má ganga? Hverjir mega tjá sig? Verða settar skorður á Seðlabankann að tjá sig um verðlag í landinu? Eða greiningaraðila, t.d. innan viðskiptabankanna? Mega hagsmunasamtök fyrirtækja tjá sig um vaxtahækkanir?“ Áhugasamir geta lesið yfirlýsingu SA og VÍ hér á vef SA.
Efnahagsmál Samkeppnismál Verðlag Seðlabankinn Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira