Vísað af Hlíðarenda vegna ósæmilegrar framkomu Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2021 14:31 Þorleifur Árni Björnsson, sem hér sést lyfta rauða spjaldinu í leik á síðustu leiktíð, dæmdi leik ungmennaliðs Vals og Harðar ásamt Ramunas Mikalonis. Þeir létu fækka um einn á áhorfendapöllunum vegna ósæmilegrar framkomu viðkomandi. vísir/daníel Handknattleiksdeild Harðar gæti átt yfir höfði sér refsingu vegna máls sem aganefnd HSÍ er með til skoðunar eftir leik ungmennaliðs Vals gegn Herði á Hlíðarenda fyrir viku. Liðin áttust við í næstefstu deild karla, Grill 66-deildinni, þar sem Hörður vann að lokum þriggja marka sigur, 29-26. Eftir leik sendu dómarar aganefnd HSÍ skýrslu „vegna framkomu forsvarsmanns Harðar“ á leiknum, að því er segir í tilkynningu frá aganefnd. Þar segir að forsvarsmanninum hafi verið vísað úr húsi af dómara vegna „ósæmilegrar framkomu“. Eftir því sem Vísir kemst næst fólst sú framkoma í köllum að dómurum og sjálfboðaliðum að störfum í Origo-höllinni. Forsvarsmönnum Harðar var gefinn frestur til hádegis í dag til að svara fyrir sig. Ragnar Heiðar Sigtryggsson, framkvæmdastjóri félagsins, var á leiknum og segir það „furðulegt“ ef að málið leiði til refsingar fyrir félagið. Lét í sér heyra þegar tónlist var spiluð í sóknum Harðar Ragnar segir að ekki hafi verið um forsvarsmann Harðar að ræða heldur stuðningsmann, sem samkvæmt upplýsingum Vísis hefur þó starfað lengi fyrir félagið. Manninum hafi orðið heitt í hamsi í seinni hálfleik, meðal annars vegna þess að tónlist hafi verið spiluð í sóknum Harðar. Á handboltaleikjum er tónlist oft spiluð á milli sókna en lækka þarf í græjunum áður en ný sókn hefst. „Það var verið að spila tónlist þegar okkar leikmenn voru byrjaðir að spila sókn, sem er bara bannað, og þessi stuðningsmaður benti bæði starfsmönnum og dómurum á það. Auðvitað féllu einhver orð en ekkert af því sem ég heyrði hefði að mínu viti átt að leiða til þess að viðkomandi yrði vikið úr húsi,“ segir Ragnar og bætir við: „Við erum búnir að senda okkar svar til aganefndar. Það var pínu hiti í mönnum þegar það var kvartað undan starfsmönnum hússins. Kannski hefðu menn mátt gera það öðruvísi en það var hiti og mikil spenna í leiknum.“ Handbolti Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Liðin áttust við í næstefstu deild karla, Grill 66-deildinni, þar sem Hörður vann að lokum þriggja marka sigur, 29-26. Eftir leik sendu dómarar aganefnd HSÍ skýrslu „vegna framkomu forsvarsmanns Harðar“ á leiknum, að því er segir í tilkynningu frá aganefnd. Þar segir að forsvarsmanninum hafi verið vísað úr húsi af dómara vegna „ósæmilegrar framkomu“. Eftir því sem Vísir kemst næst fólst sú framkoma í köllum að dómurum og sjálfboðaliðum að störfum í Origo-höllinni. Forsvarsmönnum Harðar var gefinn frestur til hádegis í dag til að svara fyrir sig. Ragnar Heiðar Sigtryggsson, framkvæmdastjóri félagsins, var á leiknum og segir það „furðulegt“ ef að málið leiði til refsingar fyrir félagið. Lét í sér heyra þegar tónlist var spiluð í sóknum Harðar Ragnar segir að ekki hafi verið um forsvarsmann Harðar að ræða heldur stuðningsmann, sem samkvæmt upplýsingum Vísis hefur þó starfað lengi fyrir félagið. Manninum hafi orðið heitt í hamsi í seinni hálfleik, meðal annars vegna þess að tónlist hafi verið spiluð í sóknum Harðar. Á handboltaleikjum er tónlist oft spiluð á milli sókna en lækka þarf í græjunum áður en ný sókn hefst. „Það var verið að spila tónlist þegar okkar leikmenn voru byrjaðir að spila sókn, sem er bara bannað, og þessi stuðningsmaður benti bæði starfsmönnum og dómurum á það. Auðvitað féllu einhver orð en ekkert af því sem ég heyrði hefði að mínu viti átt að leiða til þess að viðkomandi yrði vikið úr húsi,“ segir Ragnar og bætir við: „Við erum búnir að senda okkar svar til aganefndar. Það var pínu hiti í mönnum þegar það var kvartað undan starfsmönnum hússins. Kannski hefðu menn mátt gera það öðruvísi en það var hiti og mikil spenna í leiknum.“
Handbolti Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira