Elísabet fer að ráðum lækna og hættir við heimsókn til Norður-Írlands Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. október 2021 12:51 Það vakti athygli að Elísabet gekk við staf í gær en hún virtist að öðru leiti við góða heilsu. AP/Frank Augstein Elísabet Englandsdrottning hefur ákveðið að fara að ráðum lækna og hætta við fyrirhugaða heimsókn til Norður-Írlands. Mun hún nota næstu daga til að hvílast, samkvæmt yfirlýsingu frá Buckingham-höll. Elísabet, sem er 95 ára, dvelur nú í Windsor-kastala en er sögð ákveðin í að sækja COP21 loftslagsráðstefnuna í Glasgow síðar í mánuðinum. Þá er sagt liggja vel á drottningunni en það séu vonbrigði að hafa þurft að falla frá heimsókninni til Norður-Írlands. Til stóð að hún hæfist á morgun. Elísabet hefur verið önnum kafin síðustu daga og stóð meðal annars fyrir alþjóðlegri fjárfestingaráðstefnu í gærkvöldi. Fyrr um daginn átti hún fjarfund með japanska sendiherranum Hajime Hayashi og Joao de Almeida, sendiherra Evrópusambandsins. Á mánudag ræddi hún við nýjan fulltrúa sinn á Nýja-Sjálandi, Cindy Kiro, og um helgina sótti hún veðreiðar á Ascot. Í gær var greint frá því að drottningin hefði hafnað Gamalmenni ársins-verðlaununum (e. Oldie of the Year award), sem eru veitt af samnefndu tímariti. Ráðleggingar lækna drottningarinnar eru ekki sagðar tengjast Covid-19. Það vakti athygli að Elísabet gekk við staf í gær, í fyrsta sinn í langan tíma, en hún virtist að öðru leiti við góða heilsu. Drottningin heimsótti Norður-Írland fyrst árið 1945, stuttu eftir endalok seinni heimstyrjaldarinnar, en þetta hefði orðið 26. heimsókn hennar þangað. BBC greindi frá. Bretland Norður-Írland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Sjá meira
Elísabet, sem er 95 ára, dvelur nú í Windsor-kastala en er sögð ákveðin í að sækja COP21 loftslagsráðstefnuna í Glasgow síðar í mánuðinum. Þá er sagt liggja vel á drottningunni en það séu vonbrigði að hafa þurft að falla frá heimsókninni til Norður-Írlands. Til stóð að hún hæfist á morgun. Elísabet hefur verið önnum kafin síðustu daga og stóð meðal annars fyrir alþjóðlegri fjárfestingaráðstefnu í gærkvöldi. Fyrr um daginn átti hún fjarfund með japanska sendiherranum Hajime Hayashi og Joao de Almeida, sendiherra Evrópusambandsins. Á mánudag ræddi hún við nýjan fulltrúa sinn á Nýja-Sjálandi, Cindy Kiro, og um helgina sótti hún veðreiðar á Ascot. Í gær var greint frá því að drottningin hefði hafnað Gamalmenni ársins-verðlaununum (e. Oldie of the Year award), sem eru veitt af samnefndu tímariti. Ráðleggingar lækna drottningarinnar eru ekki sagðar tengjast Covid-19. Það vakti athygli að Elísabet gekk við staf í gær, í fyrsta sinn í langan tíma, en hún virtist að öðru leiti við góða heilsu. Drottningin heimsótti Norður-Írland fyrst árið 1945, stuttu eftir endalok seinni heimstyrjaldarinnar, en þetta hefði orðið 26. heimsókn hennar þangað. BBC greindi frá.
Bretland Norður-Írland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Sjá meira