Aðför að villtum dýrum á Íslandi Valgerður Árnadóttir skrifar 20. október 2021 10:00 Refurinn Gústi hefur verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu, fólk hefur misjafnar skoðanir á stöðunni sem upp er komin varðandi þennan ref sem haldinn er sem gæludýr í borg. Ég efast ekki um að eigandi refsins þyki vænt um hann og sé að hugsa um hann eins vel og hann getur miðað við aðstæður, en það þýðir ekki að það hafi verið rétt að taka hann úr náttúrunni og komið þannig í veg fyrir að hann gæti lært að bjarga sér sjálfur. Á Íslandi eru refir friðaðir samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og sama gildir um greni á grenjatíma. Í náttúruverndarlögum nr. 60/2013, er ákvæði um að varðveita erfðafræðilega fjölbreytni tegunda og tryggja ákjósanlega verndarstöðu þeirra í náttúrulegum búsvæðum sínum. Það er villtum dýrum fyrir bestu að lifa óáreitt í náttúrunni og það er okkar hlutverk að reyna að vernda stofna þeirra og standa vörð um viðkvæmt vistkerfi íslenskrar náttúru. Síðan við námum land hafa stofnar allra villtra dýra á og við landið minnkað stórlega, það má nánast tala um aðför að villtum dýrum á Íslandi. Íslenski refastofninn, melrakkinn var næstum útdauður á Íslandi 1979 þegar stofninn taldi færri en 1000 dýr og sama á við um landsel, útsel, margar hvalategundir og fuglategundir sem eru á válista í dag að ógleymdum rostungum sem eru útdauðir á Íslandi. Lundi er metinn í bráðri hættu en samt er enn verið að veiða og drepa lunda á Íslandi? Rjúpnastofninn er í sögulegu lágmarki og samt er ekki búið að grípa til aðgerða, að banna veiðar og afturkalla veiðitímabil þessa árs? Það virðist vera að réttur manna til að drepa dýr sé sterkari en réttur villtra dýra til að lifa? Það er heilagari sú hefð að steikja rjúpu á jólum en að vernda stofninn fyrir útrýmingu. Í ljósi þessa alvarlegs ástands skýtur skökku við að umhverfis- og auðlindaráðherra sem tekur ákvarðanir er varðar villt dýr og hefur vald til að banna eða heimila veiðar skuli vera í stjórnmálaflokki sem hefur verndun vistkerfa á stefnuskrá? Ísland er með lög um villt dýr af mjög svo gildri ástæðu, fyrir um 12 þúsund árum voru 96% spendýra á jörðinni villt dýr og mannfólk einungis um 4%. Síðan mannfólk fór að halda húsdýr hafa hlutföllin breyst þannig að einungis um 4% spendýra eru villt dýr, um 60% eru húsdýr/gæludýr haldin til manneldis og mannfólk er um 36%. Eins og David Attenborough hefur reynt að benda okkur á þá munum við með því að útrýma villtum dýrum á jörðinni einnig útrýma okkur sjálfum, það er því sjálfum okkur fyrir bestu að breyta neysluháttum okkar. Yfirburðir og völd mannsins hefur haft óafturkræf áhrif á vistkerfi jarðar og við eigum í fullu fangi með að snúa þeirri þróun við til að lifa af sem tegund. Við getum ekki gert það nema að vernda einnig aðrar dýrategundir. Aftur af refnum Gústa, hann er ekki fyrsti refur sem eigandinn hefur tekið að sér, faðir hans komst í fréttirnar fyrir að temja refi fyrir 8 árum og viðurkenndi að það væri til að laða að sér ferðamenn, það er semsagt ekki til að hlífa eða vernda refastofninn, það er ekki af góðmennsku og velvild í garð refa sem verið er að taka þá úr náttúrunni og temja þá. Það er til að nýta sér þá til skemmtunar. Ef eiganda Gústa verður leyft að halda Gústa sem gæludýr þá gefur það fordæmi fyrir og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama, það er fordæmi sem við ættum eftir fremsta megni að forðast. Höfundur er formaður Samtaka grænkera á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Dýraheilbrigði Valgerður Árnadóttir Tengdar fréttir Ruddust inn með leitarheimild til að taka refinn en gripu í tómt Ágústi Beinteini Árnasyni brá heldur betur í brún þegar tveir einkennisklæddir lögreglumenn mættu að heimili hans ásamt fulltrúa Matvælastofnunar (MAST) í síðustu viku með húsleitarheimild. Markmiðið var að finna og taka af Ágústi, sem er kallaður Gústi B, ref sem hann hefur haldið síðasta eina og hálfa mánuðinn, Gústa Jr. Þeir gripu þó í tómt. 18. október 2021 12:31 Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Refurinn Gústi hefur verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu, fólk hefur misjafnar skoðanir á stöðunni sem upp er komin varðandi þennan ref sem haldinn er sem gæludýr í borg. Ég efast ekki um að eigandi refsins þyki vænt um hann og sé að hugsa um hann eins vel og hann getur miðað við aðstæður, en það þýðir ekki að það hafi verið rétt að taka hann úr náttúrunni og komið þannig í veg fyrir að hann gæti lært að bjarga sér sjálfur. Á Íslandi eru refir friðaðir samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og sama gildir um greni á grenjatíma. Í náttúruverndarlögum nr. 60/2013, er ákvæði um að varðveita erfðafræðilega fjölbreytni tegunda og tryggja ákjósanlega verndarstöðu þeirra í náttúrulegum búsvæðum sínum. Það er villtum dýrum fyrir bestu að lifa óáreitt í náttúrunni og það er okkar hlutverk að reyna að vernda stofna þeirra og standa vörð um viðkvæmt vistkerfi íslenskrar náttúru. Síðan við námum land hafa stofnar allra villtra dýra á og við landið minnkað stórlega, það má nánast tala um aðför að villtum dýrum á Íslandi. Íslenski refastofninn, melrakkinn var næstum útdauður á Íslandi 1979 þegar stofninn taldi færri en 1000 dýr og sama á við um landsel, útsel, margar hvalategundir og fuglategundir sem eru á válista í dag að ógleymdum rostungum sem eru útdauðir á Íslandi. Lundi er metinn í bráðri hættu en samt er enn verið að veiða og drepa lunda á Íslandi? Rjúpnastofninn er í sögulegu lágmarki og samt er ekki búið að grípa til aðgerða, að banna veiðar og afturkalla veiðitímabil þessa árs? Það virðist vera að réttur manna til að drepa dýr sé sterkari en réttur villtra dýra til að lifa? Það er heilagari sú hefð að steikja rjúpu á jólum en að vernda stofninn fyrir útrýmingu. Í ljósi þessa alvarlegs ástands skýtur skökku við að umhverfis- og auðlindaráðherra sem tekur ákvarðanir er varðar villt dýr og hefur vald til að banna eða heimila veiðar skuli vera í stjórnmálaflokki sem hefur verndun vistkerfa á stefnuskrá? Ísland er með lög um villt dýr af mjög svo gildri ástæðu, fyrir um 12 þúsund árum voru 96% spendýra á jörðinni villt dýr og mannfólk einungis um 4%. Síðan mannfólk fór að halda húsdýr hafa hlutföllin breyst þannig að einungis um 4% spendýra eru villt dýr, um 60% eru húsdýr/gæludýr haldin til manneldis og mannfólk er um 36%. Eins og David Attenborough hefur reynt að benda okkur á þá munum við með því að útrýma villtum dýrum á jörðinni einnig útrýma okkur sjálfum, það er því sjálfum okkur fyrir bestu að breyta neysluháttum okkar. Yfirburðir og völd mannsins hefur haft óafturkræf áhrif á vistkerfi jarðar og við eigum í fullu fangi með að snúa þeirri þróun við til að lifa af sem tegund. Við getum ekki gert það nema að vernda einnig aðrar dýrategundir. Aftur af refnum Gústa, hann er ekki fyrsti refur sem eigandinn hefur tekið að sér, faðir hans komst í fréttirnar fyrir að temja refi fyrir 8 árum og viðurkenndi að það væri til að laða að sér ferðamenn, það er semsagt ekki til að hlífa eða vernda refastofninn, það er ekki af góðmennsku og velvild í garð refa sem verið er að taka þá úr náttúrunni og temja þá. Það er til að nýta sér þá til skemmtunar. Ef eiganda Gústa verður leyft að halda Gústa sem gæludýr þá gefur það fordæmi fyrir og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama, það er fordæmi sem við ættum eftir fremsta megni að forðast. Höfundur er formaður Samtaka grænkera á Íslandi
Ruddust inn með leitarheimild til að taka refinn en gripu í tómt Ágústi Beinteini Árnasyni brá heldur betur í brún þegar tveir einkennisklæddir lögreglumenn mættu að heimili hans ásamt fulltrúa Matvælastofnunar (MAST) í síðustu viku með húsleitarheimild. Markmiðið var að finna og taka af Ágústi, sem er kallaður Gústi B, ref sem hann hefur haldið síðasta eina og hálfa mánuðinn, Gústa Jr. Þeir gripu þó í tómt. 18. október 2021 12:31
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun