Veruleg, skaðleg áhrif loftslagsbreytinga Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 20. október 2021 09:00 Manneskjur hafa áhrif á jörðina og jörðin svo áhrif á manneskjurnar. Áhrifin á manneskjur birtast þó ekki með jöfnum hætti en áframhaldandi útblástur gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum og ófullnægjandi viðbrögð við loftslagsvánni bitna verr á því fólki sem þegar er í viðkvæmri stöðu. Nýlega staðfesti Human Rights Council að rétturinn til heilnæms, hreins og sjálfbærs umhverfis séu mannréttindi. Aðeins nokkrum dögum síðar komst barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna að því að þrátt fyrir að hlýnun jarðar orsakist í eðli sínu af samverkandi og uppsöfnuðum þáttum, beri ríki engu að síður sjálfstæða ábyrgð á þeim skaða sem útblástur gróðurhúsalofttegunda innan landamæra þeirra kann að valda börnum, hvort sem börnin eru fædd innan landamæra ríkisins eða ekki. Einstök ríki hafa stjórn á kolefnisútblæstri innan sinna landamæra með lagasetningu og reglugerðum. Þessi útblástur hefur svo áhrif út fyrir landamærin og eru skaðleg áhrif hans löngu fyrirsjáanleg og studd vísindalegum gögnum. Barnaréttarnefndin komst að því að að börnin höfðu sýnt fram á að hafa orðið persónulega fyrir verulega skaðlegum áhrifum. Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í ár var okkur kynnt skýrslan “Our Common Agenda” sem er til þess gerð að koma ríkjum nær því að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að einn liður í því er að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og viðurkenna réttinn til heilnæms umhverfis. Ákallinu um yfirlýst neyðarástand vegna loftslagsvárinnar hefur lengi verið haldið á lofti hér á landi, en því hefur ekki verið svarað. Hve lengi munu ríki geta gengið skemur en nauðsynlegt er til að bregðast við loftslagsvánni? Hve lengi geta ríki heimsins unnið þvert á vísindalega þekkingu? Aðgerðarleysi stjórnmálafólks í dag er byrði sem leggst á herðar komandi kynslóða. Sífellt fleiri einstaklingar leita réttlætis með mannréttindin að vopni. Þróun síðustu vikna á stærsta sameiginlega vettvangi mannréttinda heimsins, Sameinuðu þjóðunum, kann að gefa ungu fólki og börnum einhverja von um réttlæti. Framtíð ungs fólks er undir því komið að þjóðir bregðist af meiri þunga við loftslagsvandanum. Loftslagsmálin eru samofin þeirra mannréttindum og því mun ungt fólk fylgjast vel með og láta til sín taka. Höfundur er ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda//UN Youth Delegate on Human Rights. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Manneskjur hafa áhrif á jörðina og jörðin svo áhrif á manneskjurnar. Áhrifin á manneskjur birtast þó ekki með jöfnum hætti en áframhaldandi útblástur gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum og ófullnægjandi viðbrögð við loftslagsvánni bitna verr á því fólki sem þegar er í viðkvæmri stöðu. Nýlega staðfesti Human Rights Council að rétturinn til heilnæms, hreins og sjálfbærs umhverfis séu mannréttindi. Aðeins nokkrum dögum síðar komst barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna að því að þrátt fyrir að hlýnun jarðar orsakist í eðli sínu af samverkandi og uppsöfnuðum þáttum, beri ríki engu að síður sjálfstæða ábyrgð á þeim skaða sem útblástur gróðurhúsalofttegunda innan landamæra þeirra kann að valda börnum, hvort sem börnin eru fædd innan landamæra ríkisins eða ekki. Einstök ríki hafa stjórn á kolefnisútblæstri innan sinna landamæra með lagasetningu og reglugerðum. Þessi útblástur hefur svo áhrif út fyrir landamærin og eru skaðleg áhrif hans löngu fyrirsjáanleg og studd vísindalegum gögnum. Barnaréttarnefndin komst að því að að börnin höfðu sýnt fram á að hafa orðið persónulega fyrir verulega skaðlegum áhrifum. Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í ár var okkur kynnt skýrslan “Our Common Agenda” sem er til þess gerð að koma ríkjum nær því að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að einn liður í því er að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og viðurkenna réttinn til heilnæms umhverfis. Ákallinu um yfirlýst neyðarástand vegna loftslagsvárinnar hefur lengi verið haldið á lofti hér á landi, en því hefur ekki verið svarað. Hve lengi munu ríki geta gengið skemur en nauðsynlegt er til að bregðast við loftslagsvánni? Hve lengi geta ríki heimsins unnið þvert á vísindalega þekkingu? Aðgerðarleysi stjórnmálafólks í dag er byrði sem leggst á herðar komandi kynslóða. Sífellt fleiri einstaklingar leita réttlætis með mannréttindin að vopni. Þróun síðustu vikna á stærsta sameiginlega vettvangi mannréttinda heimsins, Sameinuðu þjóðunum, kann að gefa ungu fólki og börnum einhverja von um réttlæti. Framtíð ungs fólks er undir því komið að þjóðir bregðist af meiri þunga við loftslagsvandanum. Loftslagsmálin eru samofin þeirra mannréttindum og því mun ungt fólk fylgjast vel með og láta til sín taka. Höfundur er ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda//UN Youth Delegate on Human Rights.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar