Veruleg, skaðleg áhrif loftslagsbreytinga Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 20. október 2021 09:00 Manneskjur hafa áhrif á jörðina og jörðin svo áhrif á manneskjurnar. Áhrifin á manneskjur birtast þó ekki með jöfnum hætti en áframhaldandi útblástur gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum og ófullnægjandi viðbrögð við loftslagsvánni bitna verr á því fólki sem þegar er í viðkvæmri stöðu. Nýlega staðfesti Human Rights Council að rétturinn til heilnæms, hreins og sjálfbærs umhverfis séu mannréttindi. Aðeins nokkrum dögum síðar komst barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna að því að þrátt fyrir að hlýnun jarðar orsakist í eðli sínu af samverkandi og uppsöfnuðum þáttum, beri ríki engu að síður sjálfstæða ábyrgð á þeim skaða sem útblástur gróðurhúsalofttegunda innan landamæra þeirra kann að valda börnum, hvort sem börnin eru fædd innan landamæra ríkisins eða ekki. Einstök ríki hafa stjórn á kolefnisútblæstri innan sinna landamæra með lagasetningu og reglugerðum. Þessi útblástur hefur svo áhrif út fyrir landamærin og eru skaðleg áhrif hans löngu fyrirsjáanleg og studd vísindalegum gögnum. Barnaréttarnefndin komst að því að að börnin höfðu sýnt fram á að hafa orðið persónulega fyrir verulega skaðlegum áhrifum. Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í ár var okkur kynnt skýrslan “Our Common Agenda” sem er til þess gerð að koma ríkjum nær því að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að einn liður í því er að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og viðurkenna réttinn til heilnæms umhverfis. Ákallinu um yfirlýst neyðarástand vegna loftslagsvárinnar hefur lengi verið haldið á lofti hér á landi, en því hefur ekki verið svarað. Hve lengi munu ríki geta gengið skemur en nauðsynlegt er til að bregðast við loftslagsvánni? Hve lengi geta ríki heimsins unnið þvert á vísindalega þekkingu? Aðgerðarleysi stjórnmálafólks í dag er byrði sem leggst á herðar komandi kynslóða. Sífellt fleiri einstaklingar leita réttlætis með mannréttindin að vopni. Þróun síðustu vikna á stærsta sameiginlega vettvangi mannréttinda heimsins, Sameinuðu þjóðunum, kann að gefa ungu fólki og börnum einhverja von um réttlæti. Framtíð ungs fólks er undir því komið að þjóðir bregðist af meiri þunga við loftslagsvandanum. Loftslagsmálin eru samofin þeirra mannréttindum og því mun ungt fólk fylgjast vel með og láta til sín taka. Höfundur er ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda//UN Youth Delegate on Human Rights. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Sjá meira
Manneskjur hafa áhrif á jörðina og jörðin svo áhrif á manneskjurnar. Áhrifin á manneskjur birtast þó ekki með jöfnum hætti en áframhaldandi útblástur gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum og ófullnægjandi viðbrögð við loftslagsvánni bitna verr á því fólki sem þegar er í viðkvæmri stöðu. Nýlega staðfesti Human Rights Council að rétturinn til heilnæms, hreins og sjálfbærs umhverfis séu mannréttindi. Aðeins nokkrum dögum síðar komst barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna að því að þrátt fyrir að hlýnun jarðar orsakist í eðli sínu af samverkandi og uppsöfnuðum þáttum, beri ríki engu að síður sjálfstæða ábyrgð á þeim skaða sem útblástur gróðurhúsalofttegunda innan landamæra þeirra kann að valda börnum, hvort sem börnin eru fædd innan landamæra ríkisins eða ekki. Einstök ríki hafa stjórn á kolefnisútblæstri innan sinna landamæra með lagasetningu og reglugerðum. Þessi útblástur hefur svo áhrif út fyrir landamærin og eru skaðleg áhrif hans löngu fyrirsjáanleg og studd vísindalegum gögnum. Barnaréttarnefndin komst að því að að börnin höfðu sýnt fram á að hafa orðið persónulega fyrir verulega skaðlegum áhrifum. Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í ár var okkur kynnt skýrslan “Our Common Agenda” sem er til þess gerð að koma ríkjum nær því að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að einn liður í því er að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og viðurkenna réttinn til heilnæms umhverfis. Ákallinu um yfirlýst neyðarástand vegna loftslagsvárinnar hefur lengi verið haldið á lofti hér á landi, en því hefur ekki verið svarað. Hve lengi munu ríki geta gengið skemur en nauðsynlegt er til að bregðast við loftslagsvánni? Hve lengi geta ríki heimsins unnið þvert á vísindalega þekkingu? Aðgerðarleysi stjórnmálafólks í dag er byrði sem leggst á herðar komandi kynslóða. Sífellt fleiri einstaklingar leita réttlætis með mannréttindin að vopni. Þróun síðustu vikna á stærsta sameiginlega vettvangi mannréttinda heimsins, Sameinuðu þjóðunum, kann að gefa ungu fólki og börnum einhverja von um réttlæti. Framtíð ungs fólks er undir því komið að þjóðir bregðist af meiri þunga við loftslagsvandanum. Loftslagsmálin eru samofin þeirra mannréttindum og því mun ungt fólk fylgjast vel með og láta til sín taka. Höfundur er ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda//UN Youth Delegate on Human Rights.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun