„Arfavitlaus hugmynd út frá þröngum hagsmunum atvinnulífsins” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. október 2021 12:00 Haraldur Freyr hefur verið formaður Félags leikskólakennara frá árinu 2011. „Þetta er að sjálfsögðu bara arfavitlaus hugmynd út frá einhverjum þröngum hagsmunum atvinnulífsins,” segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, um hugmyndir um sólarhringsopnun á leikskólum. Hugmyndina átti Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík, sem sagði í samtali við RÚV fyrir helgi að draga þurfi úr hindrunum fyrir vaktavinnufólk, til dæmis með því að hafa sólarhringsopnun á leikskólum. Haraldi blöskrar þessi hugmynd. „Samfélag sem væri í fúlustu alvöru að kalla eftir næturpössun fyrir börn frá ríki og sveitarfélögum, ætti alvarlega að fara að hugsa sinn gang,” segir Haraldur. Fólk virðist nokkuð ósátt við hugmyndir forstjóra álversins um sólarhringsopnun leikskóla.Vísir/Vilhelm „Leikskólinn fyrsta skólastigið, lögum samkvæmt, og það er staðreynd. Það byggir á þörfum barna fyrir uppeldi, umönnun og menntun. Það er óumdeilt og lögbundið að eina þjónustuhlutverk leikskóla snýr að börnum og felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi, umönnun, með hliðsjón af aldri þeirra og þroska og það er gert í gegnum leik sem námsleið leikskólans,” segir hann. Ummælin hafa vakið töluverða athygli og hafa verið gagnrýnd mikið. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, formaður jafnréttisnefndar hjá Kennarasambandi Íslands og frambjóðandi til formanns sambandsins, tekur undir með Haraldi og segir hugmyndirnar fyrst og fremst lýsa vanþekkingu á því starfi sem sé unnið á leikskólum. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir segir hugmyndirnar lýsa vanþekkingu á því starfi sem sé unnið á leikskólum og óvirðingu við starfsfólk leikskóla. „Mér finnst þessi vanþekking fólks á starfi leikskóla vera forkastanleg,” segir Hanna Björg. „Að láta sér detta í hug að setja skólastarf allan sólarhringinn, það er bara firra, og svo ótrúleg óvirðing við þetta frábæra starf sem er unnið á leikskólum, þar sem eru sérfræðingar að störfum og vinna samkvæmt námskrá.” Það megi vel ræða einhvers konar úrræði - en að það yrði aldrei partur af skólastarfi. „Mér finnst bara verið að kasta þessu út óyfirvegað. Það getur vel verið að það þurfi eitthvað að ræða það hvort hægt sé að búa til einhvers konar úrræði fyrir fólk í vaktavinnu, ég átta mig ekki alveg á því, en vá – þessi umræða. Við erum að tala um börnin okkar. Við erum að tala um skólastarfið okkar og að rugla þessu svona saman finnst mér bara agalegt.” Leikskólar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Hugmyndina átti Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík, sem sagði í samtali við RÚV fyrir helgi að draga þurfi úr hindrunum fyrir vaktavinnufólk, til dæmis með því að hafa sólarhringsopnun á leikskólum. Haraldi blöskrar þessi hugmynd. „Samfélag sem væri í fúlustu alvöru að kalla eftir næturpössun fyrir börn frá ríki og sveitarfélögum, ætti alvarlega að fara að hugsa sinn gang,” segir Haraldur. Fólk virðist nokkuð ósátt við hugmyndir forstjóra álversins um sólarhringsopnun leikskóla.Vísir/Vilhelm „Leikskólinn fyrsta skólastigið, lögum samkvæmt, og það er staðreynd. Það byggir á þörfum barna fyrir uppeldi, umönnun og menntun. Það er óumdeilt og lögbundið að eina þjónustuhlutverk leikskóla snýr að börnum og felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi, umönnun, með hliðsjón af aldri þeirra og þroska og það er gert í gegnum leik sem námsleið leikskólans,” segir hann. Ummælin hafa vakið töluverða athygli og hafa verið gagnrýnd mikið. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, formaður jafnréttisnefndar hjá Kennarasambandi Íslands og frambjóðandi til formanns sambandsins, tekur undir með Haraldi og segir hugmyndirnar fyrst og fremst lýsa vanþekkingu á því starfi sem sé unnið á leikskólum. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir segir hugmyndirnar lýsa vanþekkingu á því starfi sem sé unnið á leikskólum og óvirðingu við starfsfólk leikskóla. „Mér finnst þessi vanþekking fólks á starfi leikskóla vera forkastanleg,” segir Hanna Björg. „Að láta sér detta í hug að setja skólastarf allan sólarhringinn, það er bara firra, og svo ótrúleg óvirðing við þetta frábæra starf sem er unnið á leikskólum, þar sem eru sérfræðingar að störfum og vinna samkvæmt námskrá.” Það megi vel ræða einhvers konar úrræði - en að það yrði aldrei partur af skólastarfi. „Mér finnst bara verið að kasta þessu út óyfirvegað. Það getur vel verið að það þurfi eitthvað að ræða það hvort hægt sé að búa til einhvers konar úrræði fyrir fólk í vaktavinnu, ég átta mig ekki alveg á því, en vá – þessi umræða. Við erum að tala um börnin okkar. Við erum að tala um skólastarfið okkar og að rugla þessu svona saman finnst mér bara agalegt.”
Leikskólar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira