Óumbeðin verkstjórn afþökkuð Gauti Jóhannesson skrifar 18. október 2021 10:30 Nýlega var tilkynnt hvaða verkefni hefðu orðið fyrir valinu við fyrstu úthlutun úr Fiskeldissjóði. Heildarfjárhæð úthlutunar var um 100 milljónir króna. Alls bárust sjóðnum 14 umsóknir frá sveitarfélögum á Vestfjörðum og Austfjörðum þar sem sótt var um 240 milljónir króna alls. Þrír styrkir fóru til Vestfjarða samtals um 34 milljónir og tveir til Austfjarða samtals rúmar 70 milljónir. Eðli málsins samkvæmt eru ekki allir sáttir með þessa fyrstu úthlutun. Bent hefur verið á að innborganir í sjóðinn á síðasta ári hafi að megninu til komið frá sunnanverðum Vestfjörðum og því skjóti skökku við hve hátt hlutfall styrkja fari austur. Jafnframt endurspegli úthlutunin aðstöðumun milli stærri og minni sveitarfélaga. Af þessu tilefni er rétt að rifja upp að allt frá því að drög að reglugerð um fiskeldissjóð birtust í Samráðsgátt í lok árs 2019 hafa sveitarfélögin gert alvarlegar athugasemdir við fyrirkomulagið og raunar gjaldtöku af fiskeldisstarfsemi í heild sinni. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga sem unnin var í samráði við Samtök sjávarútvegssveitarfélaga dags. 8. janúar 2020 segir: “Í upphafi telur Samband íslenskra sveitarfélaga óhjákvæmilegt að halda því til haga að við setningu laga um gjaldtöku af fiskeldi lagðist það ásamt Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga eindregið gegn þeirri leið að stofna sérstakan sjóð til að ráðstafa hluta tekna ríkisins af gjaldtöku á fiskeldisstarfsemi. Á allan hátt væri eðlilegra að sveitarfélögin fengju í sinn hlut beina hlutdeild í tekjum af slíkri starfsemi til að standa undir nauðsynlegri innviðauppbyggingu.” Í ljósi þeirra stjórnarmyndunarviðræðna sem nú eiga sér stað er gott til þess að vita að samkvæmt kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins er mikilvægt að: “…regluverk um fiskeldi verði endurskoðað til að tryggja sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum. Skipting þeirra tekna milli ríkis og sveitarfélaga verði sanngjörn.” Í stjórnmálaályktun Sjálfstæðisflokksins frá því í ágúst segir ennfremur: “Fiskeldi er vaxandi hluti íslensks sjávarútvegs og gefur aukin tækifæri til verðmætasköpunar. Skoðað verði með hvaða hætti megi auka beina hlutdeild sveitarfélaga að tekjum í greininni.” Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga sem vísað er í hér að fram segir einnig: “Að áliti sambandsins er það fyrirkomulag að úthluta fjármunum til sveitarfélaga í gegnum Fiskeldissjóð einungis tímabundið ástand og stefna beri að því að sveitarfélög fái sem fyrst beinar tekjur af fiskeldisstarfseminni.” Af áherslum meirihluta stjórnarflokkanna að dæma hafa sveitarfélögin sem um ræðir engu að kvíða. Fiskeldissjóði er ætlað að veita sveitarfélögum styrki til uppbyggingar innviða, þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað, og styrkja þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum. Kjörnum fulltrúum á Vestfjörðum, Austfjörðum og mögulega við Eyjafjörð er fyllilega treystandi til að vega og meta hvar uppbyggingar er þörf innan þeirra sveitarfélaga og afþakka óumbeðna verkstjórn í þeim efnum. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Jóhannesson Fiskeldi Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Nýlega var tilkynnt hvaða verkefni hefðu orðið fyrir valinu við fyrstu úthlutun úr Fiskeldissjóði. Heildarfjárhæð úthlutunar var um 100 milljónir króna. Alls bárust sjóðnum 14 umsóknir frá sveitarfélögum á Vestfjörðum og Austfjörðum þar sem sótt var um 240 milljónir króna alls. Þrír styrkir fóru til Vestfjarða samtals um 34 milljónir og tveir til Austfjarða samtals rúmar 70 milljónir. Eðli málsins samkvæmt eru ekki allir sáttir með þessa fyrstu úthlutun. Bent hefur verið á að innborganir í sjóðinn á síðasta ári hafi að megninu til komið frá sunnanverðum Vestfjörðum og því skjóti skökku við hve hátt hlutfall styrkja fari austur. Jafnframt endurspegli úthlutunin aðstöðumun milli stærri og minni sveitarfélaga. Af þessu tilefni er rétt að rifja upp að allt frá því að drög að reglugerð um fiskeldissjóð birtust í Samráðsgátt í lok árs 2019 hafa sveitarfélögin gert alvarlegar athugasemdir við fyrirkomulagið og raunar gjaldtöku af fiskeldisstarfsemi í heild sinni. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga sem unnin var í samráði við Samtök sjávarútvegssveitarfélaga dags. 8. janúar 2020 segir: “Í upphafi telur Samband íslenskra sveitarfélaga óhjákvæmilegt að halda því til haga að við setningu laga um gjaldtöku af fiskeldi lagðist það ásamt Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga eindregið gegn þeirri leið að stofna sérstakan sjóð til að ráðstafa hluta tekna ríkisins af gjaldtöku á fiskeldisstarfsemi. Á allan hátt væri eðlilegra að sveitarfélögin fengju í sinn hlut beina hlutdeild í tekjum af slíkri starfsemi til að standa undir nauðsynlegri innviðauppbyggingu.” Í ljósi þeirra stjórnarmyndunarviðræðna sem nú eiga sér stað er gott til þess að vita að samkvæmt kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins er mikilvægt að: “…regluverk um fiskeldi verði endurskoðað til að tryggja sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum. Skipting þeirra tekna milli ríkis og sveitarfélaga verði sanngjörn.” Í stjórnmálaályktun Sjálfstæðisflokksins frá því í ágúst segir ennfremur: “Fiskeldi er vaxandi hluti íslensks sjávarútvegs og gefur aukin tækifæri til verðmætasköpunar. Skoðað verði með hvaða hætti megi auka beina hlutdeild sveitarfélaga að tekjum í greininni.” Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga sem vísað er í hér að fram segir einnig: “Að áliti sambandsins er það fyrirkomulag að úthluta fjármunum til sveitarfélaga í gegnum Fiskeldissjóð einungis tímabundið ástand og stefna beri að því að sveitarfélög fái sem fyrst beinar tekjur af fiskeldisstarfseminni.” Af áherslum meirihluta stjórnarflokkanna að dæma hafa sveitarfélögin sem um ræðir engu að kvíða. Fiskeldissjóði er ætlað að veita sveitarfélögum styrki til uppbyggingar innviða, þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað, og styrkja þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum. Kjörnum fulltrúum á Vestfjörðum, Austfjörðum og mögulega við Eyjafjörð er fyllilega treystandi til að vega og meta hvar uppbyggingar er þörf innan þeirra sveitarfélaga og afþakka óumbeðna verkstjórn í þeim efnum. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun