Sveigjanleg þjónusta fyrir fatlað fólk Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 18. október 2021 07:31 Velferðarstefna Reykjavikur er í innleiðingu og ein af lykiláherslum hennar er að þjónusta skuli vera eins einstaklingsmiðuð, heildstæð og sveigjanleg og kostur er. Lögð er áhersla á virðingu fyrir ólíkum einstaklingum og þörfum, sjálfræði og valdeflingu allra til að taka þátt í samfélaginu á eigin forsendum. Í þessum anda eru einmitt nýjar reglur um stoð og stuðningsþjónustu við fatlað fólk auk þess sem við tökum að sjálfsögðu mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en í honum segir meðal annars að skapa eigi fötluðu fólki skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Samvinna Helsta breytingin með nýjum reglum felst í því að við leggjum til hliðar gátlista sem gefa umsækjendum stig sem svo ákveða fjölda klukkustunda í stuðning og leggjum í staðin ríka áherslu á samvinnu við umsækjanda um það hvers konar stuðning hann þurfi á að halda. Þessi nálgun er talin geta mætt stuðningsþörfum umsækjenda betur og veitt meiri sveigjanleika og styðja þannig við sjálfstætt og innihaldsríkt líf fatlaðs fólks, á heimili og í tómstundum. Einnig er lögð áhersla á að einfalda alla umsýslu varðandi bæði nýjar umsóknir og samþykktar umsóknir með stafrænum lausnum. Eyðum óvissu Í allri baraáttu fyrir auknu fjármagni er það hindrun að það fjármagn sem sveitarfélögum var lofað við yfirfærslu ábyrgðar á þjónustu við fatlað fólk til sveitarfélaga hefur ekki skilað sér að fullu. Það hamlar framþróun og þarna þarf einfaldlega að leysa málin. Ég skora á nýtt þing og nýja ríkisstjórn að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og tryggja að sveitarfélög geti sannarlega staðið undir valdeflandi þjónustu sem gerir fötluðu fólki kleift að geta tekið þátt samfélaginu á eigin forsendum, tekið ákvarðanir og borið ábyrgð í eigin lífi rétt eins og við öll viljum. Framtíðin Ljóst er að meta þarf framtíðarfjárþörf vegna stuðnings- og stoðþjónustu. Samhliða samþykkt reglnanna í Reykjavík var fjárheimild velferðarsviðs aukin um 100 milljónir, meðal annars til að vinna á biðlistum og til að bæta við þjónustu á næturna. Mikið held ég samfélag okkar yrði betra ef við sameinuðumst um að setja sjálfsögð réttindi fólks í forgang. Ekki bara betra fyrir það fatlaða fólk sem þá fengi sjálfsagða þjónustu og þeirra nánustu, heldur okkur öll. Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Félagsmál Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Velferðarstefna Reykjavikur er í innleiðingu og ein af lykiláherslum hennar er að þjónusta skuli vera eins einstaklingsmiðuð, heildstæð og sveigjanleg og kostur er. Lögð er áhersla á virðingu fyrir ólíkum einstaklingum og þörfum, sjálfræði og valdeflingu allra til að taka þátt í samfélaginu á eigin forsendum. Í þessum anda eru einmitt nýjar reglur um stoð og stuðningsþjónustu við fatlað fólk auk þess sem við tökum að sjálfsögðu mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en í honum segir meðal annars að skapa eigi fötluðu fólki skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Samvinna Helsta breytingin með nýjum reglum felst í því að við leggjum til hliðar gátlista sem gefa umsækjendum stig sem svo ákveða fjölda klukkustunda í stuðning og leggjum í staðin ríka áherslu á samvinnu við umsækjanda um það hvers konar stuðning hann þurfi á að halda. Þessi nálgun er talin geta mætt stuðningsþörfum umsækjenda betur og veitt meiri sveigjanleika og styðja þannig við sjálfstætt og innihaldsríkt líf fatlaðs fólks, á heimili og í tómstundum. Einnig er lögð áhersla á að einfalda alla umsýslu varðandi bæði nýjar umsóknir og samþykktar umsóknir með stafrænum lausnum. Eyðum óvissu Í allri baraáttu fyrir auknu fjármagni er það hindrun að það fjármagn sem sveitarfélögum var lofað við yfirfærslu ábyrgðar á þjónustu við fatlað fólk til sveitarfélaga hefur ekki skilað sér að fullu. Það hamlar framþróun og þarna þarf einfaldlega að leysa málin. Ég skora á nýtt þing og nýja ríkisstjórn að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og tryggja að sveitarfélög geti sannarlega staðið undir valdeflandi þjónustu sem gerir fötluðu fólki kleift að geta tekið þátt samfélaginu á eigin forsendum, tekið ákvarðanir og borið ábyrgð í eigin lífi rétt eins og við öll viljum. Framtíðin Ljóst er að meta þarf framtíðarfjárþörf vegna stuðnings- og stoðþjónustu. Samhliða samþykkt reglnanna í Reykjavík var fjárheimild velferðarsviðs aukin um 100 milljónir, meðal annars til að vinna á biðlistum og til að bæta við þjónustu á næturna. Mikið held ég samfélag okkar yrði betra ef við sameinuðumst um að setja sjálfsögð réttindi fólks í forgang. Ekki bara betra fyrir það fatlaða fólk sem þá fengi sjálfsagða þjónustu og þeirra nánustu, heldur okkur öll. Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun