Sveigjanleg þjónusta fyrir fatlað fólk Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 18. október 2021 07:31 Velferðarstefna Reykjavikur er í innleiðingu og ein af lykiláherslum hennar er að þjónusta skuli vera eins einstaklingsmiðuð, heildstæð og sveigjanleg og kostur er. Lögð er áhersla á virðingu fyrir ólíkum einstaklingum og þörfum, sjálfræði og valdeflingu allra til að taka þátt í samfélaginu á eigin forsendum. Í þessum anda eru einmitt nýjar reglur um stoð og stuðningsþjónustu við fatlað fólk auk þess sem við tökum að sjálfsögðu mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en í honum segir meðal annars að skapa eigi fötluðu fólki skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Samvinna Helsta breytingin með nýjum reglum felst í því að við leggjum til hliðar gátlista sem gefa umsækjendum stig sem svo ákveða fjölda klukkustunda í stuðning og leggjum í staðin ríka áherslu á samvinnu við umsækjanda um það hvers konar stuðning hann þurfi á að halda. Þessi nálgun er talin geta mætt stuðningsþörfum umsækjenda betur og veitt meiri sveigjanleika og styðja þannig við sjálfstætt og innihaldsríkt líf fatlaðs fólks, á heimili og í tómstundum. Einnig er lögð áhersla á að einfalda alla umsýslu varðandi bæði nýjar umsóknir og samþykktar umsóknir með stafrænum lausnum. Eyðum óvissu Í allri baraáttu fyrir auknu fjármagni er það hindrun að það fjármagn sem sveitarfélögum var lofað við yfirfærslu ábyrgðar á þjónustu við fatlað fólk til sveitarfélaga hefur ekki skilað sér að fullu. Það hamlar framþróun og þarna þarf einfaldlega að leysa málin. Ég skora á nýtt þing og nýja ríkisstjórn að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og tryggja að sveitarfélög geti sannarlega staðið undir valdeflandi þjónustu sem gerir fötluðu fólki kleift að geta tekið þátt samfélaginu á eigin forsendum, tekið ákvarðanir og borið ábyrgð í eigin lífi rétt eins og við öll viljum. Framtíðin Ljóst er að meta þarf framtíðarfjárþörf vegna stuðnings- og stoðþjónustu. Samhliða samþykkt reglnanna í Reykjavík var fjárheimild velferðarsviðs aukin um 100 milljónir, meðal annars til að vinna á biðlistum og til að bæta við þjónustu á næturna. Mikið held ég samfélag okkar yrði betra ef við sameinuðumst um að setja sjálfsögð réttindi fólks í forgang. Ekki bara betra fyrir það fatlaða fólk sem þá fengi sjálfsagða þjónustu og þeirra nánustu, heldur okkur öll. Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Félagsmál Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Velferðarstefna Reykjavikur er í innleiðingu og ein af lykiláherslum hennar er að þjónusta skuli vera eins einstaklingsmiðuð, heildstæð og sveigjanleg og kostur er. Lögð er áhersla á virðingu fyrir ólíkum einstaklingum og þörfum, sjálfræði og valdeflingu allra til að taka þátt í samfélaginu á eigin forsendum. Í þessum anda eru einmitt nýjar reglur um stoð og stuðningsþjónustu við fatlað fólk auk þess sem við tökum að sjálfsögðu mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en í honum segir meðal annars að skapa eigi fötluðu fólki skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Samvinna Helsta breytingin með nýjum reglum felst í því að við leggjum til hliðar gátlista sem gefa umsækjendum stig sem svo ákveða fjölda klukkustunda í stuðning og leggjum í staðin ríka áherslu á samvinnu við umsækjanda um það hvers konar stuðning hann þurfi á að halda. Þessi nálgun er talin geta mætt stuðningsþörfum umsækjenda betur og veitt meiri sveigjanleika og styðja þannig við sjálfstætt og innihaldsríkt líf fatlaðs fólks, á heimili og í tómstundum. Einnig er lögð áhersla á að einfalda alla umsýslu varðandi bæði nýjar umsóknir og samþykktar umsóknir með stafrænum lausnum. Eyðum óvissu Í allri baraáttu fyrir auknu fjármagni er það hindrun að það fjármagn sem sveitarfélögum var lofað við yfirfærslu ábyrgðar á þjónustu við fatlað fólk til sveitarfélaga hefur ekki skilað sér að fullu. Það hamlar framþróun og þarna þarf einfaldlega að leysa málin. Ég skora á nýtt þing og nýja ríkisstjórn að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og tryggja að sveitarfélög geti sannarlega staðið undir valdeflandi þjónustu sem gerir fötluðu fólki kleift að geta tekið þátt samfélaginu á eigin forsendum, tekið ákvarðanir og borið ábyrgð í eigin lífi rétt eins og við öll viljum. Framtíðin Ljóst er að meta þarf framtíðarfjárþörf vegna stuðnings- og stoðþjónustu. Samhliða samþykkt reglnanna í Reykjavík var fjárheimild velferðarsviðs aukin um 100 milljónir, meðal annars til að vinna á biðlistum og til að bæta við þjónustu á næturna. Mikið held ég samfélag okkar yrði betra ef við sameinuðumst um að setja sjálfsögð réttindi fólks í forgang. Ekki bara betra fyrir það fatlaða fólk sem þá fengi sjálfsagða þjónustu og þeirra nánustu, heldur okkur öll. Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun