Bætum rétt barna sem eiga tvö heimili Kolbrún Baldursdóttir skrifar 16. október 2021 10:00 Á fundi borgarráðs lagði ég til fyrir hönd Flokks fólksins að reglur um strætókort handa nemendum í grunnskólum Reykjavíkurborgar yrðu rýmkaðar. Taka ætti mið af bæði lögheimili og búsetuheimili barns og að börn, sem sækja skóla í öðru skólahverfi en lögheimili þeirra segir til um, ættu einnig rétt á strætókorti. Einnig lagði ég til aukin réttindi fyrir þau börn, sem sækja skóla í hverfi utan lögheimilis þeirra af annars konar ástæðum. Hér er m.a. átt við börn sem hafa þurft að skipta um skóla vegna eineltis og sækja þá skóla fjarri heimili sínu af þeim sökum eða börn sem hafa flust í nýtt hverfi en vilja halda tengslum við vini í gamla skólanum þar til haldið er í menntaskóla. Fráleitt er að neita þeim um strætókort ef fjarlægðarviðmiði milli heimili og skóla er náð sem er 1,5 km göngufjarlægð frá hverfisskóla sínum fyrir nemendur í 1.-5. bekk og 2 km fyrir nemendur í 6.-10. bekk. Tökum mið af breyttum lífsháttum Reglur um strætókort handa nemendum í grunnskólum Reykjavíkurborgar kveða á um að miða skuli við lögheimili barns og fjarlægð þess frá skóla þegar ákveðið er hvort barnið eigi rétt á strætókorti eða skólaakstri. Nú er það svo að sum börn eiga tvö heimili þótt einungis annað þeirra sé lögheimili . Sífellt verður algengara að barn dveljist viku í senn hjá hvoru foreldri og ekki búa allir foreldrar í sama hverfi. Flokkur fólksins leggur til að reglum sé breytt þannig að tekið sé tillit til fjarlægðar skóla frá báðum heimilum barns til að auðvelda foreldrum að ala börn sín upp í sameiningu. Þessi tillaga er í samræmi við nýsamþykktar breytingar á barnalögum sem taka gildi næstu áramót og opna á það að foreldrar skrái bæði lögheimili og búsetuheimili barns, og taki sameiginlegar ákvarðanir um hagsmuni barnsins í slíkum tilvikum. Réttlátari tilhögun ætti ekki að auka kostnað borgarinnar nema lítillega en getur skipt hlutaðeigandi börn og foreldra miklu. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Flokkur fólksins Samgöngur Borgarstjórn Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Á fundi borgarráðs lagði ég til fyrir hönd Flokks fólksins að reglur um strætókort handa nemendum í grunnskólum Reykjavíkurborgar yrðu rýmkaðar. Taka ætti mið af bæði lögheimili og búsetuheimili barns og að börn, sem sækja skóla í öðru skólahverfi en lögheimili þeirra segir til um, ættu einnig rétt á strætókorti. Einnig lagði ég til aukin réttindi fyrir þau börn, sem sækja skóla í hverfi utan lögheimilis þeirra af annars konar ástæðum. Hér er m.a. átt við börn sem hafa þurft að skipta um skóla vegna eineltis og sækja þá skóla fjarri heimili sínu af þeim sökum eða börn sem hafa flust í nýtt hverfi en vilja halda tengslum við vini í gamla skólanum þar til haldið er í menntaskóla. Fráleitt er að neita þeim um strætókort ef fjarlægðarviðmiði milli heimili og skóla er náð sem er 1,5 km göngufjarlægð frá hverfisskóla sínum fyrir nemendur í 1.-5. bekk og 2 km fyrir nemendur í 6.-10. bekk. Tökum mið af breyttum lífsháttum Reglur um strætókort handa nemendum í grunnskólum Reykjavíkurborgar kveða á um að miða skuli við lögheimili barns og fjarlægð þess frá skóla þegar ákveðið er hvort barnið eigi rétt á strætókorti eða skólaakstri. Nú er það svo að sum börn eiga tvö heimili þótt einungis annað þeirra sé lögheimili . Sífellt verður algengara að barn dveljist viku í senn hjá hvoru foreldri og ekki búa allir foreldrar í sama hverfi. Flokkur fólksins leggur til að reglum sé breytt þannig að tekið sé tillit til fjarlægðar skóla frá báðum heimilum barns til að auðvelda foreldrum að ala börn sín upp í sameiningu. Þessi tillaga er í samræmi við nýsamþykktar breytingar á barnalögum sem taka gildi næstu áramót og opna á það að foreldrar skrái bæði lögheimili og búsetuheimili barns, og taki sameiginlegar ákvarðanir um hagsmuni barnsins í slíkum tilvikum. Réttlátari tilhögun ætti ekki að auka kostnað borgarinnar nema lítillega en getur skipt hlutaðeigandi börn og foreldra miklu. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun