Sér mikinn hag í þéttara samstarfi Íslands og Grænlands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. október 2021 14:50 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir ánægjulegt að sjá samstarf Íslands og Grænlands blómstra. Vísir/Vilhelm Málefni Grænlands hafa verið áberandi á Hringborði Norðurslóða á Arctic Circle ráðstefnunni, sem fer fram í Hörpu þessa dagana, og verða það áfram í dag. Gríðarleg uppbygging á sér stað á innviðum í Grænlandi þar sem Íslendingar koma nokkuð við sögu. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, kynnti í dag skýrslu sem gerð var fyrir utanríkisráðuneytið en Össur Skarphéðinsson leiddi vinnuna við gerð skýrslunnar. Guðlaugur segir ánægjulegt hve vel skýrslunni var tekið f Grænlendingum. „Það sem er ánægjulegt er ekki bara þessi skýrsla heldur er það þannig að unnið hefur verið eftir þeirri áætlun sem lagt var upp með. Það var lagt upp með það að þingið myndi samþykkja stefnu um málefni Íslands og Grænlands sem hefur verið gert,“ sagði Guðlaugur í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Sömuleiðis höfum við skrifað undir, ég skrifaði undir með kollega mínum frá Grænlandi, rammasamning sem gengur út á það að fara yfir og framkvæma þær tillögur sem þarna eru. Síðan var auðvitða ákveðið að við myndum kynna þetta sérstaklega hér á þessum stað á þessum tíma. “ Hann segir ánægjulegt að sjá að metnaðarfull stefna um samskipti Íslands og Grænlands skuli vera að ganga eftir. „Þegar maður las þessa skýrslu þá er það fyrsta sem kom í hugann hjá mér að þarna er fullt af hlutum sem eru algjörlega sjálfsagðir en við höfum ekki verið að framkvæma. Þetta eru okkar náustu grannar og vinir, hagsmunir okkar fara algjörlega saman og það er svo sannarlega ekkert annað en ávinningur fyrir báð að vinna náið og þétt saman,“ segir Guðlaugur. Grænlendingar hafa undanfarið barist meira fyrir sjálfstæði sínu og segir Guðlaugur sama hver niðurstaða þess verði, áfram verði unnið þétt með Grænlendingum. „Þeir auðvitað ráða sínum málum og við skiptum okkur ekki af þeim en það er alveg sama hvaða ákvörðun þeir taka í sínum málum, við viljum vinna þétt með þeim. Við sjáum mikinn hag í því fyrir þá og okkur.“ Grænland Utanríkismál Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir „Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20 Norðurslóðir án íss! Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Ísinn á Norðurskautinu hefur aldrei mælst minni og á aðeins örfáum árum hefur íshellan minnkað um flatarmál sem nemur Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Póllandi og Ítalíu samanlagt. 14. október 2021 12:35 Þétt dagskrá á Þingi Hringborðs Norðurslóða í Hörpu Þing Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle hófst í Hörpu í morgun klukkan tíu með fjölþættum málstofum um ýmis efni. Setningarfundur þingsins verður svo klukkan 13. 14. október 2021 11:46 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, kynnti í dag skýrslu sem gerð var fyrir utanríkisráðuneytið en Össur Skarphéðinsson leiddi vinnuna við gerð skýrslunnar. Guðlaugur segir ánægjulegt hve vel skýrslunni var tekið f Grænlendingum. „Það sem er ánægjulegt er ekki bara þessi skýrsla heldur er það þannig að unnið hefur verið eftir þeirri áætlun sem lagt var upp með. Það var lagt upp með það að þingið myndi samþykkja stefnu um málefni Íslands og Grænlands sem hefur verið gert,“ sagði Guðlaugur í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Sömuleiðis höfum við skrifað undir, ég skrifaði undir með kollega mínum frá Grænlandi, rammasamning sem gengur út á það að fara yfir og framkvæma þær tillögur sem þarna eru. Síðan var auðvitða ákveðið að við myndum kynna þetta sérstaklega hér á þessum stað á þessum tíma. “ Hann segir ánægjulegt að sjá að metnaðarfull stefna um samskipti Íslands og Grænlands skuli vera að ganga eftir. „Þegar maður las þessa skýrslu þá er það fyrsta sem kom í hugann hjá mér að þarna er fullt af hlutum sem eru algjörlega sjálfsagðir en við höfum ekki verið að framkvæma. Þetta eru okkar náustu grannar og vinir, hagsmunir okkar fara algjörlega saman og það er svo sannarlega ekkert annað en ávinningur fyrir báð að vinna náið og þétt saman,“ segir Guðlaugur. Grænlendingar hafa undanfarið barist meira fyrir sjálfstæði sínu og segir Guðlaugur sama hver niðurstaða þess verði, áfram verði unnið þétt með Grænlendingum. „Þeir auðvitað ráða sínum málum og við skiptum okkur ekki af þeim en það er alveg sama hvaða ákvörðun þeir taka í sínum málum, við viljum vinna þétt með þeim. Við sjáum mikinn hag í því fyrir þá og okkur.“
Grænland Utanríkismál Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir „Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20 Norðurslóðir án íss! Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Ísinn á Norðurskautinu hefur aldrei mælst minni og á aðeins örfáum árum hefur íshellan minnkað um flatarmál sem nemur Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Póllandi og Ítalíu samanlagt. 14. október 2021 12:35 Þétt dagskrá á Þingi Hringborðs Norðurslóða í Hörpu Þing Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle hófst í Hörpu í morgun klukkan tíu með fjölþættum málstofum um ýmis efni. Setningarfundur þingsins verður svo klukkan 13. 14. október 2021 11:46 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
„Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20
Norðurslóðir án íss! Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Ísinn á Norðurskautinu hefur aldrei mælst minni og á aðeins örfáum árum hefur íshellan minnkað um flatarmál sem nemur Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Póllandi og Ítalíu samanlagt. 14. október 2021 12:35
Þétt dagskrá á Þingi Hringborðs Norðurslóða í Hörpu Þing Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle hófst í Hörpu í morgun klukkan tíu með fjölþættum málstofum um ýmis efni. Setningarfundur þingsins verður svo klukkan 13. 14. október 2021 11:46