Sér mikinn hag í þéttara samstarfi Íslands og Grænlands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. október 2021 14:50 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir ánægjulegt að sjá samstarf Íslands og Grænlands blómstra. Vísir/Vilhelm Málefni Grænlands hafa verið áberandi á Hringborði Norðurslóða á Arctic Circle ráðstefnunni, sem fer fram í Hörpu þessa dagana, og verða það áfram í dag. Gríðarleg uppbygging á sér stað á innviðum í Grænlandi þar sem Íslendingar koma nokkuð við sögu. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, kynnti í dag skýrslu sem gerð var fyrir utanríkisráðuneytið en Össur Skarphéðinsson leiddi vinnuna við gerð skýrslunnar. Guðlaugur segir ánægjulegt hve vel skýrslunni var tekið f Grænlendingum. „Það sem er ánægjulegt er ekki bara þessi skýrsla heldur er það þannig að unnið hefur verið eftir þeirri áætlun sem lagt var upp með. Það var lagt upp með það að þingið myndi samþykkja stefnu um málefni Íslands og Grænlands sem hefur verið gert,“ sagði Guðlaugur í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Sömuleiðis höfum við skrifað undir, ég skrifaði undir með kollega mínum frá Grænlandi, rammasamning sem gengur út á það að fara yfir og framkvæma þær tillögur sem þarna eru. Síðan var auðvitða ákveðið að við myndum kynna þetta sérstaklega hér á þessum stað á þessum tíma. “ Hann segir ánægjulegt að sjá að metnaðarfull stefna um samskipti Íslands og Grænlands skuli vera að ganga eftir. „Þegar maður las þessa skýrslu þá er það fyrsta sem kom í hugann hjá mér að þarna er fullt af hlutum sem eru algjörlega sjálfsagðir en við höfum ekki verið að framkvæma. Þetta eru okkar náustu grannar og vinir, hagsmunir okkar fara algjörlega saman og það er svo sannarlega ekkert annað en ávinningur fyrir báð að vinna náið og þétt saman,“ segir Guðlaugur. Grænlendingar hafa undanfarið barist meira fyrir sjálfstæði sínu og segir Guðlaugur sama hver niðurstaða þess verði, áfram verði unnið þétt með Grænlendingum. „Þeir auðvitað ráða sínum málum og við skiptum okkur ekki af þeim en það er alveg sama hvaða ákvörðun þeir taka í sínum málum, við viljum vinna þétt með þeim. Við sjáum mikinn hag í því fyrir þá og okkur.“ Grænland Utanríkismál Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir „Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20 Norðurslóðir án íss! Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Ísinn á Norðurskautinu hefur aldrei mælst minni og á aðeins örfáum árum hefur íshellan minnkað um flatarmál sem nemur Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Póllandi og Ítalíu samanlagt. 14. október 2021 12:35 Þétt dagskrá á Þingi Hringborðs Norðurslóða í Hörpu Þing Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle hófst í Hörpu í morgun klukkan tíu með fjölþættum málstofum um ýmis efni. Setningarfundur þingsins verður svo klukkan 13. 14. október 2021 11:46 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, kynnti í dag skýrslu sem gerð var fyrir utanríkisráðuneytið en Össur Skarphéðinsson leiddi vinnuna við gerð skýrslunnar. Guðlaugur segir ánægjulegt hve vel skýrslunni var tekið f Grænlendingum. „Það sem er ánægjulegt er ekki bara þessi skýrsla heldur er það þannig að unnið hefur verið eftir þeirri áætlun sem lagt var upp með. Það var lagt upp með það að þingið myndi samþykkja stefnu um málefni Íslands og Grænlands sem hefur verið gert,“ sagði Guðlaugur í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Sömuleiðis höfum við skrifað undir, ég skrifaði undir með kollega mínum frá Grænlandi, rammasamning sem gengur út á það að fara yfir og framkvæma þær tillögur sem þarna eru. Síðan var auðvitða ákveðið að við myndum kynna þetta sérstaklega hér á þessum stað á þessum tíma. “ Hann segir ánægjulegt að sjá að metnaðarfull stefna um samskipti Íslands og Grænlands skuli vera að ganga eftir. „Þegar maður las þessa skýrslu þá er það fyrsta sem kom í hugann hjá mér að þarna er fullt af hlutum sem eru algjörlega sjálfsagðir en við höfum ekki verið að framkvæma. Þetta eru okkar náustu grannar og vinir, hagsmunir okkar fara algjörlega saman og það er svo sannarlega ekkert annað en ávinningur fyrir báð að vinna náið og þétt saman,“ segir Guðlaugur. Grænlendingar hafa undanfarið barist meira fyrir sjálfstæði sínu og segir Guðlaugur sama hver niðurstaða þess verði, áfram verði unnið þétt með Grænlendingum. „Þeir auðvitað ráða sínum málum og við skiptum okkur ekki af þeim en það er alveg sama hvaða ákvörðun þeir taka í sínum málum, við viljum vinna þétt með þeim. Við sjáum mikinn hag í því fyrir þá og okkur.“
Grænland Utanríkismál Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir „Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20 Norðurslóðir án íss! Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Ísinn á Norðurskautinu hefur aldrei mælst minni og á aðeins örfáum árum hefur íshellan minnkað um flatarmál sem nemur Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Póllandi og Ítalíu samanlagt. 14. október 2021 12:35 Þétt dagskrá á Þingi Hringborðs Norðurslóða í Hörpu Þing Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle hófst í Hörpu í morgun klukkan tíu með fjölþættum málstofum um ýmis efni. Setningarfundur þingsins verður svo klukkan 13. 14. október 2021 11:46 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
„Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20
Norðurslóðir án íss! Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Ísinn á Norðurskautinu hefur aldrei mælst minni og á aðeins örfáum árum hefur íshellan minnkað um flatarmál sem nemur Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Póllandi og Ítalíu samanlagt. 14. október 2021 12:35
Þétt dagskrá á Þingi Hringborðs Norðurslóða í Hörpu Þing Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle hófst í Hörpu í morgun klukkan tíu með fjölþættum málstofum um ýmis efni. Setningarfundur þingsins verður svo klukkan 13. 14. október 2021 11:46