Dvelja á bráðamóttöku vegna plássleysis Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. október 2021 20:16 Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, formaður Fagráðs í bráðahjúkrun. Vísir/Adelina Antal Á fimmta tug sjúklinga þurfa að dvelja á bráðamóttöku hverju sinni því ekki er pláss fyrir þá á legudeild, að sögn formanns Fagráðs í bráðahjúkrun. Ástandið sé grafalvarlegt. Fagráð í bráðahjúkrun hefur ítrekað krafist aðgerða vegna vanda á bráðamóttöku Landspítalans, fyrst árið 2016 þegar um tólf til tuttugu legudeildarsjúklingar voru innlagðir á bráðamóttöku hverju sinni. Nú, fimm árum síðar, eru þeir allt að fjörutíu og fjórir talsins. Vandinn hefur því tvöfaldast á þessum tíma. „Okkur finnst eins og það sé ekki hlustað og sé kannski ekki sú virðing fyrir hjúkrun og hjúkrunarstörfum í samfélaginu sem mætti vera til þess að halda uppi þessu heilbrigðiskerfi sem ég held að við öll sem þjóð viljum hafa. Heilbrigðiskerfið verður ekki rekið án hjúkrunarfræðinga,” segir Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, formaður ráðsins. Þórdís segir að með þessu áframhaldi sé ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga. Þá óttist hjúkrunarfræðingar að gera mistök í starfi. „Hjúkrunarfræðingar óttast um réttarstöðu sína ef slík mistök verða. Sem betur fer er ekkert algengt að þau gerist vegna þess að allir eru að gera sitt besta en þeim finnst fagmennsku sinni ógnað þegar aðstaðan er stöðugt slík að þeir eru með of marga sjúklinga of lengi.” Hún tekur fram að um sé að ræða heildarvanda Landspítala og því eigi fólk ekki að óttast það að mæta á bráðamóttöku vegna álagsins þar. Hins vegar þurfi það að vera skýrt að sjúklingar eigi ekki að dvelja þar lengur en í sex tíma og eftir það eigi þeir að komast inn á legudeildir. „Hjúkrunarfræðingar á bráðamóttökunni hafa fengið nóg af því að vera stöðugt að sinna sjúklingum sem ættu að vera annars staðar í kerfinu, annars staðar á spítalanum og vilja bara aðgerðir strax,” segir Þórdís. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar lýsa hættuástandi á Bráðamóttökunni Daglega kemur fyrir að sjúkrabílar bíði með sjúklinga á börum sem komast ekki að vegna plássleysis á Bráðamóttökunni og sjúklingum er komið fyrir í öllum skúmaskotum af sömu ástæðu. 11. október 2021 22:45 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Fagráð í bráðahjúkrun hefur ítrekað krafist aðgerða vegna vanda á bráðamóttöku Landspítalans, fyrst árið 2016 þegar um tólf til tuttugu legudeildarsjúklingar voru innlagðir á bráðamóttöku hverju sinni. Nú, fimm árum síðar, eru þeir allt að fjörutíu og fjórir talsins. Vandinn hefur því tvöfaldast á þessum tíma. „Okkur finnst eins og það sé ekki hlustað og sé kannski ekki sú virðing fyrir hjúkrun og hjúkrunarstörfum í samfélaginu sem mætti vera til þess að halda uppi þessu heilbrigðiskerfi sem ég held að við öll sem þjóð viljum hafa. Heilbrigðiskerfið verður ekki rekið án hjúkrunarfræðinga,” segir Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, formaður ráðsins. Þórdís segir að með þessu áframhaldi sé ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga. Þá óttist hjúkrunarfræðingar að gera mistök í starfi. „Hjúkrunarfræðingar óttast um réttarstöðu sína ef slík mistök verða. Sem betur fer er ekkert algengt að þau gerist vegna þess að allir eru að gera sitt besta en þeim finnst fagmennsku sinni ógnað þegar aðstaðan er stöðugt slík að þeir eru með of marga sjúklinga of lengi.” Hún tekur fram að um sé að ræða heildarvanda Landspítala og því eigi fólk ekki að óttast það að mæta á bráðamóttöku vegna álagsins þar. Hins vegar þurfi það að vera skýrt að sjúklingar eigi ekki að dvelja þar lengur en í sex tíma og eftir það eigi þeir að komast inn á legudeildir. „Hjúkrunarfræðingar á bráðamóttökunni hafa fengið nóg af því að vera stöðugt að sinna sjúklingum sem ættu að vera annars staðar í kerfinu, annars staðar á spítalanum og vilja bara aðgerðir strax,” segir Þórdís.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar lýsa hættuástandi á Bráðamóttökunni Daglega kemur fyrir að sjúkrabílar bíði með sjúklinga á börum sem komast ekki að vegna plássleysis á Bráðamóttökunni og sjúklingum er komið fyrir í öllum skúmaskotum af sömu ástæðu. 11. október 2021 22:45 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar lýsa hættuástandi á Bráðamóttökunni Daglega kemur fyrir að sjúkrabílar bíði með sjúklinga á börum sem komast ekki að vegna plássleysis á Bráðamóttökunni og sjúklingum er komið fyrir í öllum skúmaskotum af sömu ástæðu. 11. október 2021 22:45