Dvelja á bráðamóttöku vegna plássleysis Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. október 2021 20:16 Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, formaður Fagráðs í bráðahjúkrun. Vísir/Adelina Antal Á fimmta tug sjúklinga þurfa að dvelja á bráðamóttöku hverju sinni því ekki er pláss fyrir þá á legudeild, að sögn formanns Fagráðs í bráðahjúkrun. Ástandið sé grafalvarlegt. Fagráð í bráðahjúkrun hefur ítrekað krafist aðgerða vegna vanda á bráðamóttöku Landspítalans, fyrst árið 2016 þegar um tólf til tuttugu legudeildarsjúklingar voru innlagðir á bráðamóttöku hverju sinni. Nú, fimm árum síðar, eru þeir allt að fjörutíu og fjórir talsins. Vandinn hefur því tvöfaldast á þessum tíma. „Okkur finnst eins og það sé ekki hlustað og sé kannski ekki sú virðing fyrir hjúkrun og hjúkrunarstörfum í samfélaginu sem mætti vera til þess að halda uppi þessu heilbrigðiskerfi sem ég held að við öll sem þjóð viljum hafa. Heilbrigðiskerfið verður ekki rekið án hjúkrunarfræðinga,” segir Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, formaður ráðsins. Þórdís segir að með þessu áframhaldi sé ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga. Þá óttist hjúkrunarfræðingar að gera mistök í starfi. „Hjúkrunarfræðingar óttast um réttarstöðu sína ef slík mistök verða. Sem betur fer er ekkert algengt að þau gerist vegna þess að allir eru að gera sitt besta en þeim finnst fagmennsku sinni ógnað þegar aðstaðan er stöðugt slík að þeir eru með of marga sjúklinga of lengi.” Hún tekur fram að um sé að ræða heildarvanda Landspítala og því eigi fólk ekki að óttast það að mæta á bráðamóttöku vegna álagsins þar. Hins vegar þurfi það að vera skýrt að sjúklingar eigi ekki að dvelja þar lengur en í sex tíma og eftir það eigi þeir að komast inn á legudeildir. „Hjúkrunarfræðingar á bráðamóttökunni hafa fengið nóg af því að vera stöðugt að sinna sjúklingum sem ættu að vera annars staðar í kerfinu, annars staðar á spítalanum og vilja bara aðgerðir strax,” segir Þórdís. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar lýsa hættuástandi á Bráðamóttökunni Daglega kemur fyrir að sjúkrabílar bíði með sjúklinga á börum sem komast ekki að vegna plássleysis á Bráðamóttökunni og sjúklingum er komið fyrir í öllum skúmaskotum af sömu ástæðu. 11. október 2021 22:45 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Fagráð í bráðahjúkrun hefur ítrekað krafist aðgerða vegna vanda á bráðamóttöku Landspítalans, fyrst árið 2016 þegar um tólf til tuttugu legudeildarsjúklingar voru innlagðir á bráðamóttöku hverju sinni. Nú, fimm árum síðar, eru þeir allt að fjörutíu og fjórir talsins. Vandinn hefur því tvöfaldast á þessum tíma. „Okkur finnst eins og það sé ekki hlustað og sé kannski ekki sú virðing fyrir hjúkrun og hjúkrunarstörfum í samfélaginu sem mætti vera til þess að halda uppi þessu heilbrigðiskerfi sem ég held að við öll sem þjóð viljum hafa. Heilbrigðiskerfið verður ekki rekið án hjúkrunarfræðinga,” segir Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, formaður ráðsins. Þórdís segir að með þessu áframhaldi sé ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga. Þá óttist hjúkrunarfræðingar að gera mistök í starfi. „Hjúkrunarfræðingar óttast um réttarstöðu sína ef slík mistök verða. Sem betur fer er ekkert algengt að þau gerist vegna þess að allir eru að gera sitt besta en þeim finnst fagmennsku sinni ógnað þegar aðstaðan er stöðugt slík að þeir eru með of marga sjúklinga of lengi.” Hún tekur fram að um sé að ræða heildarvanda Landspítala og því eigi fólk ekki að óttast það að mæta á bráðamóttöku vegna álagsins þar. Hins vegar þurfi það að vera skýrt að sjúklingar eigi ekki að dvelja þar lengur en í sex tíma og eftir það eigi þeir að komast inn á legudeildir. „Hjúkrunarfræðingar á bráðamóttökunni hafa fengið nóg af því að vera stöðugt að sinna sjúklingum sem ættu að vera annars staðar í kerfinu, annars staðar á spítalanum og vilja bara aðgerðir strax,” segir Þórdís.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar lýsa hættuástandi á Bráðamóttökunni Daglega kemur fyrir að sjúkrabílar bíði með sjúklinga á börum sem komast ekki að vegna plássleysis á Bráðamóttökunni og sjúklingum er komið fyrir í öllum skúmaskotum af sömu ástæðu. 11. október 2021 22:45 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar lýsa hættuástandi á Bráðamóttökunni Daglega kemur fyrir að sjúkrabílar bíði með sjúklinga á börum sem komast ekki að vegna plássleysis á Bráðamóttökunni og sjúklingum er komið fyrir í öllum skúmaskotum af sömu ástæðu. 11. október 2021 22:45