Telja ekki að brunann í Hafnarfirði hafi borið að með saknæmum hætti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. október 2021 11:03 Tæknideild lögreglunnar var að störfum á vettvangi í morgun. Vísir/Vilhelm Kona á sjötugsaldri lést í eldsvoða í miðbæ Hafnarfjarðar í nótt. Eldur kom upp í íbúð hennar rétt fyrir klukkan tvö í nótt og gerðu nágrannar, sem urðu varir við reyklykt, slökkviliði viðvart. Tveir dælubílar slökkviliðs voru kallaðir út og talsvert lögreglulið en greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn Rúnars Helgasonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Það var ekki mikill eldur þegar slökkvilið kom á staðinn en það voru ákveðnar vísbendingar um að hann hafi verið búinn að krauma þarna í einhvern tíma,“ segir Rúnar í samtali við fréttastofu. Eldurinn kom upp í íbúð á miðhæð hússins en barst ekki í aðliggjandi íbúðir.vísir/vilhelm Konan var ein í íbúð sinni en nágrannar hennar voru heima sem tilkynntu eldinn. Talsverður reykur var í íbúðinni en að sögn Rúnars barst hann ekki mikið í aðliggjandi íbúðir. „Það kom smávægilegur reykur inn í aðrar íbúðir en það var ekki mikið.“ En var mikill reykur inni í íbúðinni sem eldurinn kviknaði í? „Já, það var töluverður reykur þar inni,“ segir Rúnar. Málið er nú til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuborgarsvæðinu og tæknideild lögreglu. Að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild, er óvíst hvernig eldurinn kviknaði og hvernig konan lést. Það muni ekki liggja fyrir fyrr en niðurstaða krufningar berist, sem geti tekið nokkra mánuði. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðin, segir ólíklegt að brunann í Hafnarfirði hafi borið að með saknæmum hætti. Kona á sjötugsaldri lést í brunanum. Vísir/Egill „Það er of snemmt að draga einhverjar ályktanir um það eins og er núna. Við erum bara með tæknideildinni að rannsaka vettvang, tala við vitni og ættingja og svona mynda okkur.. en við teljum ekki hins vegar að þetta hafi borið að með saknæmum hætti,“ segir Margeir. Tekið gæti nokkra mánuði að komast að dánarorsök konunnar. „Það er bara krufningin sem leiðir það í ljós sem liggur fyrir á síðari stigum. En það má alveg draga ályktun af því sem gerist að það hafi verið reykeitrun en þetta er bara eitthvað sem krufningsskýrsla kemur til með að skýra út.“ Starfsfólk Rauða krossins veitti sálrænan stuðning á vettvangi og aðstoðaði tvær fjölskyldur við að finna gistingu. Lögreglumál Slökkvilið Hafnarfjörður Tengdar fréttir Kona lést í eldsvoða í Hafnarfirði í nótt Kona á sjötugsaldri lést í eldsvoða í Hafnarfirði í nótt. 14. október 2021 06:44 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Tveir dælubílar slökkviliðs voru kallaðir út og talsvert lögreglulið en greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn Rúnars Helgasonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Það var ekki mikill eldur þegar slökkvilið kom á staðinn en það voru ákveðnar vísbendingar um að hann hafi verið búinn að krauma þarna í einhvern tíma,“ segir Rúnar í samtali við fréttastofu. Eldurinn kom upp í íbúð á miðhæð hússins en barst ekki í aðliggjandi íbúðir.vísir/vilhelm Konan var ein í íbúð sinni en nágrannar hennar voru heima sem tilkynntu eldinn. Talsverður reykur var í íbúðinni en að sögn Rúnars barst hann ekki mikið í aðliggjandi íbúðir. „Það kom smávægilegur reykur inn í aðrar íbúðir en það var ekki mikið.“ En var mikill reykur inni í íbúðinni sem eldurinn kviknaði í? „Já, það var töluverður reykur þar inni,“ segir Rúnar. Málið er nú til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuborgarsvæðinu og tæknideild lögreglu. Að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild, er óvíst hvernig eldurinn kviknaði og hvernig konan lést. Það muni ekki liggja fyrir fyrr en niðurstaða krufningar berist, sem geti tekið nokkra mánuði. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðin, segir ólíklegt að brunann í Hafnarfirði hafi borið að með saknæmum hætti. Kona á sjötugsaldri lést í brunanum. Vísir/Egill „Það er of snemmt að draga einhverjar ályktanir um það eins og er núna. Við erum bara með tæknideildinni að rannsaka vettvang, tala við vitni og ættingja og svona mynda okkur.. en við teljum ekki hins vegar að þetta hafi borið að með saknæmum hætti,“ segir Margeir. Tekið gæti nokkra mánuði að komast að dánarorsök konunnar. „Það er bara krufningin sem leiðir það í ljós sem liggur fyrir á síðari stigum. En það má alveg draga ályktun af því sem gerist að það hafi verið reykeitrun en þetta er bara eitthvað sem krufningsskýrsla kemur til með að skýra út.“ Starfsfólk Rauða krossins veitti sálrænan stuðning á vettvangi og aðstoðaði tvær fjölskyldur við að finna gistingu.
Lögreglumál Slökkvilið Hafnarfjörður Tengdar fréttir Kona lést í eldsvoða í Hafnarfirði í nótt Kona á sjötugsaldri lést í eldsvoða í Hafnarfirði í nótt. 14. október 2021 06:44 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Kona lést í eldsvoða í Hafnarfirði í nótt Kona á sjötugsaldri lést í eldsvoða í Hafnarfirði í nótt. 14. október 2021 06:44