Ljón í vegi rafvæðingar bílaflota Evrópu og Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2021 10:44 Hraðhleðslustöð fyrir rafbíla í Manchester á Englandi. Ráðast þarf í mikla innviðauppbyggingu fyrir rafbíla á næstu árum enda stendur víða til að banna nýja bensín- og dísilbíla. Vísir/Getty Aðeins rúmlega 1.500 hleðslustöðvar eru fyrir rafbíla í New York þrátt fyrir að allir nýir fólksbílar þar eigi að vera vistvænir fyrir árið 2035. Innviðauppbygging hefur ekki haldið í við vaxandi sölu rafbíla í Evrópu og Bandaríkjunum og krefst hún gífurlegrar fjárfestingar á næstu árum. Fjöldi ríkja hefur sett sér markmið um að banna nýjar bifreiðar sem eru knúnar jarðefnaeldsneyti á næstu árum og áratugum enda þarf að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda svo hægt verði að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Sala á rafbílum hefur stóraukist í Evrópu og Bandaríkjunum. Reuters-fréttastofan segir að frekari rafvæðing vegasamgangna geti strandað á hversu hægt ríkjum gengur að byggja upp innviði fyrir rafbílana. Milljónir bíleigenda eru ekki með eigin bílastæði þar sem þeir geta komist í hleðslu. Á fáum stöðum er búið að koma upp nægilega mörgum hleðslustöðvum til að anna fyrirsjáanlegri eftirspurn. Sveitarfélög búa víða við þröngan kost og hafa ekki efni á að ráðast í slíka innviðauppbyggingu. Flókið og kostnaðarsamt er fyrir einkafyrirtæki að koma upp hleðslustöðvum í götum og því hafa stjórnvöld gripið til þess ráðs að styrkja uppbygginguna. Í Bretlandi greiða stjórnvöld niður um 75% af kostnaði við uppsetningu á hleðslustöðvum. Áætlað hefur verið að þar þurfi að setja upp um hálfa milljón hleðslustöðva í götum fyrir árið 2030 en þá á helmingur allra bíla á götunum að vera rafbílar. Fyrirtækið Ubitricity, dótturfélag olíurisans Shell, setur upp hleðslustöðvar í ljósastaurum í Bretlandi. Það áætlar að um 60% bíleigenda í Evrópu þurfi að komast í götuhleðslu. Lex Hartman, forstjóri fyrirtækisins, segir að koma þurfi upp hleðslustöðvum alls staðar. „Ef innivðirnir eru ekki til staðar hikar fólk við að kaupa rafbíla nema það neyðist til þess,“ segir hann. Hann bendir á að um níutíu milljónir ljósastaura séu í Evrópu. Hægt verði að nota milljónir þeirra til þess að hlaða rafbíla. Kostnaðurinn hleypur á tugum þúsunda milljarða Í New York-borg í Bandaríkjunum er ekki mikið svigrúm fyrir fjölgun rafbíla. Þar eru aðeins 1.580 hleðslustöðvar en um milljón bílar sem er lagt í almenn stæði í götum. Þrátt fyrir það stefnir New York-ríki á að allir nýir fólks- og sendiferðabílar verði vistvænir fyrir árið 2035. Borgaryfirvöld áætla að það gæti kostað um fimm hundruð milljarða dollara, jafnvirði meira en 65.000 milljarða íslenskra króna að rafvæða samgöngur. Vandamálið er ekki bundið við New York. Í London í Bretlandi er áætlað að um 76% þeirra fimm til tíu milljóna bíla sem eru í borginni sé lagt í götum. Opinberar tölur frá Bandaríkjunum benda til þess að 40% landsmanna búi ekki í einbýlishúsum með aðgang að bílskúr þar sem er hægt að hlaða rafbíl. Jafnvel í Noregi þar sem rafvæðing bílaflotans er lengst komin í heiminum er það áskorun að byggja upp innviðina. Borgaryfirvöld í Osló niðurgreiða hraðhleðslustöðvar og stærri hleðslustöðvar. Sú þróun er enn ekki nógu langt komin til að hægt sé að þjónusta þau 30% bíleigenda sem eiga ekki eigin bílastæði. „Það er gríðarlega mikilvægt að allir, óháð efnahagslegum bakgrunni, geti tekið þátt í þessari grænu umbreytingu. Þeir verða að vera það vegna þess að innan fárra ára þurfa þeir að selja dísilbílana sína,“ segir Sture Portvik sem stýrir uppbyggingu hleðslustöðva í Osló. Orkumál Vistvænir bílar Loftslagsmál Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Fjöldi ríkja hefur sett sér markmið um að banna nýjar bifreiðar sem eru knúnar jarðefnaeldsneyti á næstu árum og áratugum enda þarf að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda svo hægt verði að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Sala á rafbílum hefur stóraukist í Evrópu og Bandaríkjunum. Reuters-fréttastofan segir að frekari rafvæðing vegasamgangna geti strandað á hversu hægt ríkjum gengur að byggja upp innviði fyrir rafbílana. Milljónir bíleigenda eru ekki með eigin bílastæði þar sem þeir geta komist í hleðslu. Á fáum stöðum er búið að koma upp nægilega mörgum hleðslustöðvum til að anna fyrirsjáanlegri eftirspurn. Sveitarfélög búa víða við þröngan kost og hafa ekki efni á að ráðast í slíka innviðauppbyggingu. Flókið og kostnaðarsamt er fyrir einkafyrirtæki að koma upp hleðslustöðvum í götum og því hafa stjórnvöld gripið til þess ráðs að styrkja uppbygginguna. Í Bretlandi greiða stjórnvöld niður um 75% af kostnaði við uppsetningu á hleðslustöðvum. Áætlað hefur verið að þar þurfi að setja upp um hálfa milljón hleðslustöðva í götum fyrir árið 2030 en þá á helmingur allra bíla á götunum að vera rafbílar. Fyrirtækið Ubitricity, dótturfélag olíurisans Shell, setur upp hleðslustöðvar í ljósastaurum í Bretlandi. Það áætlar að um 60% bíleigenda í Evrópu þurfi að komast í götuhleðslu. Lex Hartman, forstjóri fyrirtækisins, segir að koma þurfi upp hleðslustöðvum alls staðar. „Ef innivðirnir eru ekki til staðar hikar fólk við að kaupa rafbíla nema það neyðist til þess,“ segir hann. Hann bendir á að um níutíu milljónir ljósastaura séu í Evrópu. Hægt verði að nota milljónir þeirra til þess að hlaða rafbíla. Kostnaðurinn hleypur á tugum þúsunda milljarða Í New York-borg í Bandaríkjunum er ekki mikið svigrúm fyrir fjölgun rafbíla. Þar eru aðeins 1.580 hleðslustöðvar en um milljón bílar sem er lagt í almenn stæði í götum. Þrátt fyrir það stefnir New York-ríki á að allir nýir fólks- og sendiferðabílar verði vistvænir fyrir árið 2035. Borgaryfirvöld áætla að það gæti kostað um fimm hundruð milljarða dollara, jafnvirði meira en 65.000 milljarða íslenskra króna að rafvæða samgöngur. Vandamálið er ekki bundið við New York. Í London í Bretlandi er áætlað að um 76% þeirra fimm til tíu milljóna bíla sem eru í borginni sé lagt í götum. Opinberar tölur frá Bandaríkjunum benda til þess að 40% landsmanna búi ekki í einbýlishúsum með aðgang að bílskúr þar sem er hægt að hlaða rafbíl. Jafnvel í Noregi þar sem rafvæðing bílaflotans er lengst komin í heiminum er það áskorun að byggja upp innviðina. Borgaryfirvöld í Osló niðurgreiða hraðhleðslustöðvar og stærri hleðslustöðvar. Sú þróun er enn ekki nógu langt komin til að hægt sé að þjónusta þau 30% bíleigenda sem eiga ekki eigin bílastæði. „Það er gríðarlega mikilvægt að allir, óháð efnahagslegum bakgrunni, geti tekið þátt í þessari grænu umbreytingu. Þeir verða að vera það vegna þess að innan fárra ára þurfa þeir að selja dísilbílana sína,“ segir Sture Portvik sem stýrir uppbyggingu hleðslustöðva í Osló.
Orkumál Vistvænir bílar Loftslagsmál Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira