Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. desember 2024 07:32 Vegir eru lokaðir víða um land. vísir/vilhelm Jólahretið er hressilegt þennan jóladagsmorgun. Búast má við suðvestanátt í dag með hvassviðri eða stormi víða með dimmum éljum, einkum um landið sunnan- og vestanvert. 15-25 m/s og frosti frá 0 og upp í 5 stig. Á vef Veðurstofunnar má sjá að gefnar hafa verð út gular og appelsínugular viðvaranir víða um land. Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðurlandi til klukkan sex í kvöld, í Faxaflóa til klukkan þrjú í dag og í Breiðafirði til tvö í dag. Einnig eru gular viðvaranir í gildi þangað til í fyrramálið á Vestjörðum, Suðausturlandi, á Ströndum og Norðurlandi vestra og á höfuðborgarsvæðinu. Vegir eru einnig víða lokaðir. Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að Holtavörðuheiði sé lokað vegna veðurs og að athugað verður með opnun þegar líður á daginn. Öxnadalsheiði er einnig lokuð vegna snjóa en unnið er að mokstri. Hellisheiði er einnig lokuð. Vel verður fylgst með vegaopnunum á Vísi en ökumenn eru einnig hvatti til að skoða vefinn umferðin.is vel áður en langt er af stað í langferð og á meðan ferðalagi stendur. Þar eru allar upplýsingar um færð um leið og þær berast. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að á morgun, á öðrum degi jóla, sé útlit fyrir stífa suðvestanátt en hvassviðri með suðurströndinni. Þá hlýni heldur og úrkoman fer yfir í slyddu og jafnvel rigningu sunnanlands. Snjókoma eða él í öðrum landshlutum en að mestu þurrt á Austurlandi. Á föstudag er síðan spáð minnkandi suðvestanátt með éljum, en þurru veðri norðaustantil. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á fimmtudag (annar í jólum):Suðvestan 8-15 m/s og slydda eða snjókoma með köflum, en 13-20 og rigning við suðurströndina. Úrkomulítið á Austurlandi. Hlýnandi, hiti víða 0 til 5 stig síðdegis. Á föstudag:Suðvestan 8-15 og él, en þurrt að mestu um landið norðaustanvert. Kólnar í veðri. Á laugardag:Breytileg og síðar og síðar norðlæg átt með éljum, en styttir upp sunnan heiða. Frost 2 til 10 stig. Á sunnudag og mánudag:Norðlæg átt og dálítil él á víð og dreif. Kalt í veðri. Á þriðjudag (gamlársdagur):Norðlæg eða breytileg átt bjart veður, en dálítil él austast. Veður Færð á vegum Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Skýjað og dálítil él Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Dálítil rigning eða slydda en lengst af þurrt sunnantil Sjá meira
Á vef Veðurstofunnar má sjá að gefnar hafa verð út gular og appelsínugular viðvaranir víða um land. Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðurlandi til klukkan sex í kvöld, í Faxaflóa til klukkan þrjú í dag og í Breiðafirði til tvö í dag. Einnig eru gular viðvaranir í gildi þangað til í fyrramálið á Vestjörðum, Suðausturlandi, á Ströndum og Norðurlandi vestra og á höfuðborgarsvæðinu. Vegir eru einnig víða lokaðir. Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að Holtavörðuheiði sé lokað vegna veðurs og að athugað verður með opnun þegar líður á daginn. Öxnadalsheiði er einnig lokuð vegna snjóa en unnið er að mokstri. Hellisheiði er einnig lokuð. Vel verður fylgst með vegaopnunum á Vísi en ökumenn eru einnig hvatti til að skoða vefinn umferðin.is vel áður en langt er af stað í langferð og á meðan ferðalagi stendur. Þar eru allar upplýsingar um færð um leið og þær berast. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að á morgun, á öðrum degi jóla, sé útlit fyrir stífa suðvestanátt en hvassviðri með suðurströndinni. Þá hlýni heldur og úrkoman fer yfir í slyddu og jafnvel rigningu sunnanlands. Snjókoma eða él í öðrum landshlutum en að mestu þurrt á Austurlandi. Á föstudag er síðan spáð minnkandi suðvestanátt með éljum, en þurru veðri norðaustantil. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á fimmtudag (annar í jólum):Suðvestan 8-15 m/s og slydda eða snjókoma með köflum, en 13-20 og rigning við suðurströndina. Úrkomulítið á Austurlandi. Hlýnandi, hiti víða 0 til 5 stig síðdegis. Á föstudag:Suðvestan 8-15 og él, en þurrt að mestu um landið norðaustanvert. Kólnar í veðri. Á laugardag:Breytileg og síðar og síðar norðlæg átt með éljum, en styttir upp sunnan heiða. Frost 2 til 10 stig. Á sunnudag og mánudag:Norðlæg átt og dálítil él á víð og dreif. Kalt í veðri. Á þriðjudag (gamlársdagur):Norðlæg eða breytileg átt bjart veður, en dálítil él austast.
Veður Færð á vegum Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Skýjað og dálítil él Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Dálítil rigning eða slydda en lengst af þurrt sunnantil Sjá meira