Áróðursherferðin gegn landinu Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 12. október 2021 09:01 Síðustu daga hafa forsvarsmenn stórra orkufyrirtækja komið fram í fjölmiðlum og haldið því fram að á Íslandi sé brýnt að framleiða meiri orku en nú er gert. Þeir hafa sagt að til þess að hægt sé að fara í orkuskiptin sé bráðnauðsynlegt að taka úr sambandi faglega ferla sem lög kveða á um þegar ákvörðun er tekin um hvort virkjanir skuli rísa. Allt skal það gert í nafni umhverfisverndar, til þess að takast á við loftslagsvandann. Skoðum það aðeins. Langstærsti raforkuframleiðandi heims Á Íslandi er framleidd langmest raforka á íbúa í heiminum, 57 þúsund kWh/íbúa. Í öðru sæti er Noregur með 26,5 þúsund kWh/íbúa og þar á eftir fleiri olíuþjóðir. Á sama tíma höfum við eitt stærsta kolefnisspor í Evrópu á íbúa. Er þá líklegt að meiri raforkuframleiðsla muni draga úr kolefnisspori Íslendinga? Röng forgangsröðun – í hvað fer orkan? Hvers vegna er raforka sem framleidd er á Íslandi ekki til kaups fyrir íslenskt samfélag í stað alþjóðlegra risafyrirtækja? Stóriðjan gleypir 80% þeirrar raforku sem framleidd er á Íslandi – en öll önnur starfsemi í landinu notar aðeins 20% raforkunnar. Það þýðir að allir skólar, öll heimili, öll önnur fyrirtæki, allar stofnanir og samtök nota aðeins brot af raforkunni sem hér er framleidd. Af þessu leiðir einnig að stór hluti af uppbyggingu flutningskerfis raforkunnar er herkostnaður fyrir stóriðju. Loftslagskrísan er orkukrísa Til að takast á við hamfarahlýnun þarf að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir kolefnishlutlausa orku. Það er gríðarstórt og gríðarmikilvægt verkefni. Hins vegar er óraunhæft að halda að hægt verði að nota sama magn af orku á sjálfbæran hátt og heimurinn gerir nú með jarðefnaeldsneyti. Sjálfbærasta loftslagsaðgerðin er því að nota minni orku og nýta hana betur. Þess vegna eru loftslagsaðgerðir eins og t.d. fjölbreyttur ferðamáti svo mikilvægar því minni orku þarf þá til þess að komast á milli staða – en ekki bara öðruvísi orku. Á Íslandi verðum við að setja stefnuna á að draga úr orkunotkun en ekki bara skipta um framleiðsluaðferð og orkugjafa. Samkvæmt greiningu Rafbílasambands Íslands duga 8% þeirrar raforku sem framleidd var á Íslandi árið 2016 til að rafvæða allan bifreiðaflotann eins og hann leggur sig fyrir 2040. Með því að stækka núverandi virkjanir (þar sem það er mögulegt), draga úr orkunotkun bílaflotans og forgangsraða í hvað orkan er nýtt förum við létt með rafvæðingu samgangna án nýrra virkjana. Verðmæti ósnortinnar náttúru gleymist í útreikningum orkufyrirtækjanna Samkvæmt úttekt ráðgjafafyrirtækisins McKinsey er vernd náttúrunnar arðbær loftslagsaðgerð sem skapar störf og verndar lýðheilsu. Verðmæti Íslenskrar náttúru ætti á þessum tímapunkti að vera öllum ljóst. Því miður hentar orkufyrirtækjunum að líta framhjá þeim verðmætum og krefjast þess að ekki sé fylgt faglegri ákvarðanatöku um nýtingu náttúrunnar. Sannleikurinn er sá að rammaáætlun er besta tækið sem við höfum til þess að taka ákvarðanir um afdrif íslenskra náttúruperla. En erfitt hefur reynst að afgreiða frumvarpið á Alþingi vegna gríðarlegs þrýstings orkufyrirtækjanna á stjórnmálafólk. Það að hagsmunaaðilum líki ekki niðurstaða faglegrar úttektar þýðir ekki að aðferðafræðin eða niðurstaðan sé röng eða gölluð heldur einfaldlega það að náttúran er verðmætari óspillt en virkjuð. Látum ekki glepjast af áróðursherferð hins óseðjandi orkuiðnaðar gegn íslenskri náttúru. Kaupum ekki fullyrðingar um að kreista þurfi enn meiri orku úr ósnortinni náttúru landsins. Tökum ákvarðanir með heildarhagsmuni í huga þar sem náttúruvernd, vernd líffræðilegrar fjölbreytni og loftslagsmál haldast í hendur. Stöndum vörð um náttúru Íslands! Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Umhverfismál Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Síðustu daga hafa forsvarsmenn stórra orkufyrirtækja komið fram í fjölmiðlum og haldið því fram að á Íslandi sé brýnt að framleiða meiri orku en nú er gert. Þeir hafa sagt að til þess að hægt sé að fara í orkuskiptin sé bráðnauðsynlegt að taka úr sambandi faglega ferla sem lög kveða á um þegar ákvörðun er tekin um hvort virkjanir skuli rísa. Allt skal það gert í nafni umhverfisverndar, til þess að takast á við loftslagsvandann. Skoðum það aðeins. Langstærsti raforkuframleiðandi heims Á Íslandi er framleidd langmest raforka á íbúa í heiminum, 57 þúsund kWh/íbúa. Í öðru sæti er Noregur með 26,5 þúsund kWh/íbúa og þar á eftir fleiri olíuþjóðir. Á sama tíma höfum við eitt stærsta kolefnisspor í Evrópu á íbúa. Er þá líklegt að meiri raforkuframleiðsla muni draga úr kolefnisspori Íslendinga? Röng forgangsröðun – í hvað fer orkan? Hvers vegna er raforka sem framleidd er á Íslandi ekki til kaups fyrir íslenskt samfélag í stað alþjóðlegra risafyrirtækja? Stóriðjan gleypir 80% þeirrar raforku sem framleidd er á Íslandi – en öll önnur starfsemi í landinu notar aðeins 20% raforkunnar. Það þýðir að allir skólar, öll heimili, öll önnur fyrirtæki, allar stofnanir og samtök nota aðeins brot af raforkunni sem hér er framleidd. Af þessu leiðir einnig að stór hluti af uppbyggingu flutningskerfis raforkunnar er herkostnaður fyrir stóriðju. Loftslagskrísan er orkukrísa Til að takast á við hamfarahlýnun þarf að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir kolefnishlutlausa orku. Það er gríðarstórt og gríðarmikilvægt verkefni. Hins vegar er óraunhæft að halda að hægt verði að nota sama magn af orku á sjálfbæran hátt og heimurinn gerir nú með jarðefnaeldsneyti. Sjálfbærasta loftslagsaðgerðin er því að nota minni orku og nýta hana betur. Þess vegna eru loftslagsaðgerðir eins og t.d. fjölbreyttur ferðamáti svo mikilvægar því minni orku þarf þá til þess að komast á milli staða – en ekki bara öðruvísi orku. Á Íslandi verðum við að setja stefnuna á að draga úr orkunotkun en ekki bara skipta um framleiðsluaðferð og orkugjafa. Samkvæmt greiningu Rafbílasambands Íslands duga 8% þeirrar raforku sem framleidd var á Íslandi árið 2016 til að rafvæða allan bifreiðaflotann eins og hann leggur sig fyrir 2040. Með því að stækka núverandi virkjanir (þar sem það er mögulegt), draga úr orkunotkun bílaflotans og forgangsraða í hvað orkan er nýtt förum við létt með rafvæðingu samgangna án nýrra virkjana. Verðmæti ósnortinnar náttúru gleymist í útreikningum orkufyrirtækjanna Samkvæmt úttekt ráðgjafafyrirtækisins McKinsey er vernd náttúrunnar arðbær loftslagsaðgerð sem skapar störf og verndar lýðheilsu. Verðmæti Íslenskrar náttúru ætti á þessum tímapunkti að vera öllum ljóst. Því miður hentar orkufyrirtækjunum að líta framhjá þeim verðmætum og krefjast þess að ekki sé fylgt faglegri ákvarðanatöku um nýtingu náttúrunnar. Sannleikurinn er sá að rammaáætlun er besta tækið sem við höfum til þess að taka ákvarðanir um afdrif íslenskra náttúruperla. En erfitt hefur reynst að afgreiða frumvarpið á Alþingi vegna gríðarlegs þrýstings orkufyrirtækjanna á stjórnmálafólk. Það að hagsmunaaðilum líki ekki niðurstaða faglegrar úttektar þýðir ekki að aðferðafræðin eða niðurstaðan sé röng eða gölluð heldur einfaldlega það að náttúran er verðmætari óspillt en virkjuð. Látum ekki glepjast af áróðursherferð hins óseðjandi orkuiðnaðar gegn íslenskri náttúru. Kaupum ekki fullyrðingar um að kreista þurfi enn meiri orku úr ósnortinni náttúru landsins. Tökum ákvarðanir með heildarhagsmuni í huga þar sem náttúruvernd, vernd líffræðilegrar fjölbreytni og loftslagsmál haldast í hendur. Stöndum vörð um náttúru Íslands! Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun