Þingmenn til sölu – kosta eina tölu; eða 30 silfurpeninga Þorsteinn Sæmundsson skrifar 10. október 2021 13:00 Það mikilvægasta sem prýtt getur einn stjórnmálamann er heiðarleiki og traust. Flestir stjórnmálamenn sem ég hef kynnst á stuttum ferli búa yfir þeim eiginleikum. Þó eru innan um einstaklingar sem búa yfir sviksemi og óheiðarleika. Fáir eru þó þeir sem vísvitandi ganga til leiks með blekkingar og svik sem eina farangurinn. Einstaklingar sem hafa svo lágan siðferðisþröskuld að þeir treystast til þess að lauma sér inn á þing með hjálp heiðarlegs fólks sem hefur lagt á sig ómælda vinnu og lagt til fé svo að framboðið mætti takast. Sviksemi af þessum toga er því miður fylgifiskur stjórnmála en sem betur fer fágætur. Þeir sem treystast til þess að láta atkvæði sitt falt óðar en eftir því er leitað og stökka af vagninum sem dreginn var af heiðarlegu og hrekklausu fólki sem háði kosningabaráttu í góðri trú; Þeir sem berja sér á brjóst í síðbúinni vandlætingu til að breiða yfir sviksemi sína eru ekki margra aura virði. Hugsanlega þrjátíu silfurpeninga. Ferill slíkra verður oftlega í styttra lagi vegna þess að boginn nagli þó réttur sé verður aldrei sem nýr. Þeir sem einusinni hafa sýnt sviksemi eru ekki verðir trausts og mun ekki verða sýnt fullt traust í nýjum heimkynnum. Þeir sem í Biblíunni nefnast Farísear berja sér einatt á brjóst og þakka fyrir meinta góðsemi sína. Í slíkum býr ekki góðsemi ekki sannleikur ekki manndómur. Eitt er að skipta um stjórnmálaflokk sökum málefnalegs ágreinings. Annað er að taka til þess ráðs þegar maður veit að maður kemst ekki á lista flokks drauma sinna að orma sig inn á lista flokks sem maður ,,tilheyrir“ gagngert til að yfirgefa flokkinn strax að kosningum loknum og fara því inn á þing á fölskum forsendum frá byrjun. Það er lítilmennska. Í Mattheusarguðspjalli segir: ,,Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum en innra eru þeir gráðugir vargar. Af ávöxum þeirra skuluð þér þekkja þá.“ Við þá sem þannig koma fram segi ég: Farvel, megi uppskeran verða eins og til var sáð. Guð blessi Sjálfstæðisflokkinn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það mikilvægasta sem prýtt getur einn stjórnmálamann er heiðarleiki og traust. Flestir stjórnmálamenn sem ég hef kynnst á stuttum ferli búa yfir þeim eiginleikum. Þó eru innan um einstaklingar sem búa yfir sviksemi og óheiðarleika. Fáir eru þó þeir sem vísvitandi ganga til leiks með blekkingar og svik sem eina farangurinn. Einstaklingar sem hafa svo lágan siðferðisþröskuld að þeir treystast til þess að lauma sér inn á þing með hjálp heiðarlegs fólks sem hefur lagt á sig ómælda vinnu og lagt til fé svo að framboðið mætti takast. Sviksemi af þessum toga er því miður fylgifiskur stjórnmála en sem betur fer fágætur. Þeir sem treystast til þess að láta atkvæði sitt falt óðar en eftir því er leitað og stökka af vagninum sem dreginn var af heiðarlegu og hrekklausu fólki sem háði kosningabaráttu í góðri trú; Þeir sem berja sér á brjóst í síðbúinni vandlætingu til að breiða yfir sviksemi sína eru ekki margra aura virði. Hugsanlega þrjátíu silfurpeninga. Ferill slíkra verður oftlega í styttra lagi vegna þess að boginn nagli þó réttur sé verður aldrei sem nýr. Þeir sem einusinni hafa sýnt sviksemi eru ekki verðir trausts og mun ekki verða sýnt fullt traust í nýjum heimkynnum. Þeir sem í Biblíunni nefnast Farísear berja sér einatt á brjóst og þakka fyrir meinta góðsemi sína. Í slíkum býr ekki góðsemi ekki sannleikur ekki manndómur. Eitt er að skipta um stjórnmálaflokk sökum málefnalegs ágreinings. Annað er að taka til þess ráðs þegar maður veit að maður kemst ekki á lista flokks drauma sinna að orma sig inn á lista flokks sem maður ,,tilheyrir“ gagngert til að yfirgefa flokkinn strax að kosningum loknum og fara því inn á þing á fölskum forsendum frá byrjun. Það er lítilmennska. Í Mattheusarguðspjalli segir: ,,Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum en innra eru þeir gráðugir vargar. Af ávöxum þeirra skuluð þér þekkja þá.“ Við þá sem þannig koma fram segi ég: Farvel, megi uppskeran verða eins og til var sáð. Guð blessi Sjálfstæðisflokkinn!
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun