Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn 2021: Geðheilbrigðisþjónusta fyrir alla Sigrún Daníelsdóttir og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifa 10. október 2021 10:06 Á heimsþingi Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (World Health Assembly) sem haldið var í maí á þessu ári voru þjóðir heimsins sammála um mikilvægi þess að efla geðheilbrigðisþjónustu fyrir alla. Geðheilsa er eitt stærsta heilbrigðismál samtímans enda fátt sem hefur jafn djúpstæð áhrif á líf og lífsgæði. Geðheilbrigðisvandi sker sig einnig frá öðrum alvarlegum heilbrigðisvanda í því að hann kemur yfirleitt fram snemma á ævinni. Í þremur af hverjum fjórum tilfellum hafa geðraskanir þegar gert vart við sig fyrir 25 ára aldur á meðan sjúkdómar eins og krabbamein, sykursýki, hjartasjúkdómar og langvinnir lungnasjúkdómar koma yfirleitt fram mun síðar á lífsleiðinni. Geðheilsuvandi hamlar okkur því á tímabilum ævinnar þegar mest liggur við – þegar við erum að hefja lífið, koma undir okkur fótunum, ljúka námi, byrja starfsferil, eignast fjölskyldu og takast á við skuldbindingar lífsins. Aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu er því gríðarlega mikilvæg ekki bara fyrir einstaklinga heldur samfélagið allt. Ekki tekist að veita þjónustu í samræmi við þörf Hér á Íslandi hefur staðan um áratugabil verið sú að alla jafna er löng bið eftir geðheilbrigðisþjónustu. Um þetta hefur verið margrætt, skrifað, fundað og ályktað. Stefnur hafa verið mótaðar, aðgerðir settar í framkvæmd og fjármagn aukið en staðan fyrir þjónustuþega breytist engu að síður lítið. Enn er það svo að ekki hefur tekist að veita þjónustu í samræmi við þá þörf sem er fyrir hana úti í þjóðfélaginu, flestir þurfa að bíða lengi eftir geðheilbrigðisþjónustu eða leita til einkaaðila með íþyngjandi kostnaði. Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn í ár er tileinkaður aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Þetta er ekki síst mikilvægt í ljósi heimsfaraldurs COVID-19 en bein og óbein áhrif faraldursins á geðheilsu hafa verið umtalsverð um heim allan. Margar af þeim samfélagsbreytingum sem fylgt hafa faraldrinum til skemmri og lengri tíma eru til þess fallnar að hafa neikvæð áhrif á geðheilsu, svo sem takmarkanir á samneyti, röskun á atvinnuháttum, atvinnumissir, röskun skóla-, íþrótta- og frístundastarfi o.fl. Á Íslandi hefur komið í ljós að mat almennings á eigin geðheilsu hefur versnað í faraldrinum, ívið fleiri upplifðu einmanaleika og færri hamingju. Rannsóknir benda ennfremur til þess að þunglyndi sé meðal þeirra langtímaafleiðinga sem sumir þurfi að glíma við í kjölfar COVID-19 sýkingar og því fyrirséð að aukin þörf verður fyrir geðheilbrigðisþjónustu meðal þess vaxandi hóp Íslendinga sem smitast hafa af COVID-19. Ungmenni fóru verr út úr faraldrinum Tiltæk gögn benda einnig til þess að ungmenni á Íslandi hafi farið verr út úr faraldrinum en þeir sem eldri eru, t.d. gaf könnun meðal framhaldsskólanema um allt land til kynna margvísleg neikvæð áhrif á geðheilsu og tengda þætti árið 2020 þegar takmarkanir á starfi framhaldsskóla voru sem mestar. Þá hafa ítrekaðar fréttir borist frá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans um erfiða stöðu, vaxandi hóp barna í bráðri þörf fyrir þjónustu og alvarlegar blikur á lofti þegar kemur að þróun átraskana meðal barna í faraldrinum. Að lokum má nefna allan þann fjölda fólks – starfsfólk heilbrigðiskerfis, menntakerfis, félagsmálakerfis, löggæslu o.fl. – sem staðið hefur vaktina í framlínu samfélagsviðbragða við COVID-19 í bráðum tvö ár. Þeir hópar sem hafa þurft að takast á við mikið álag í starfi í baráttunni við faraldurinn þurfa ekki síst aðstoð og stuðning við að finna jafnvægi að nýju þegar álaginu linnir. Við þessu þarf að bregðast. Margsinnis er búið að benda á veika stöðu geðheilbrigðiskerfisins undanfarin ár og áratugi en þrátt fyrir yfirlýst markmið hefur ekki tekist að breyta svo vel sé. Búið er að koma á stöðum sálfræðinga í heilsugæslu og sérstökum geðheilsuteymum til að sinna annars stigs þjónustu en allsstaðar er verið að veita of litla þjónustu miðað við þörf og kerfin hafa ekki burði til að sinna hlutverki sínu að fullu. Þegar við bætist núverandi og fyrirséð framtíðaraukning á þjónustuþörf í kjölfar heimsfaraldursins er ljóst að um erfitt ástand verður að ræða á komandi árum. Það er því von okkar að áhersla á geðheilbrigðismál verði ofarlega á lista þeirra málefna sem komandi ríkisstjórn setur á oddinn og raunhæfar leiðir verði fetaðar til að koma á laggirnar snemmtækri, skilvirkri og samræmdri geðheilbrigðisþjónusta fyrir alla. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Höfundar eru verkefnastjóri geðræktar og sviðstjóri Lýðheilsusviðs Embættis landlæknis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Sjá meira
Á heimsþingi Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (World Health Assembly) sem haldið var í maí á þessu ári voru þjóðir heimsins sammála um mikilvægi þess að efla geðheilbrigðisþjónustu fyrir alla. Geðheilsa er eitt stærsta heilbrigðismál samtímans enda fátt sem hefur jafn djúpstæð áhrif á líf og lífsgæði. Geðheilbrigðisvandi sker sig einnig frá öðrum alvarlegum heilbrigðisvanda í því að hann kemur yfirleitt fram snemma á ævinni. Í þremur af hverjum fjórum tilfellum hafa geðraskanir þegar gert vart við sig fyrir 25 ára aldur á meðan sjúkdómar eins og krabbamein, sykursýki, hjartasjúkdómar og langvinnir lungnasjúkdómar koma yfirleitt fram mun síðar á lífsleiðinni. Geðheilsuvandi hamlar okkur því á tímabilum ævinnar þegar mest liggur við – þegar við erum að hefja lífið, koma undir okkur fótunum, ljúka námi, byrja starfsferil, eignast fjölskyldu og takast á við skuldbindingar lífsins. Aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu er því gríðarlega mikilvæg ekki bara fyrir einstaklinga heldur samfélagið allt. Ekki tekist að veita þjónustu í samræmi við þörf Hér á Íslandi hefur staðan um áratugabil verið sú að alla jafna er löng bið eftir geðheilbrigðisþjónustu. Um þetta hefur verið margrætt, skrifað, fundað og ályktað. Stefnur hafa verið mótaðar, aðgerðir settar í framkvæmd og fjármagn aukið en staðan fyrir þjónustuþega breytist engu að síður lítið. Enn er það svo að ekki hefur tekist að veita þjónustu í samræmi við þá þörf sem er fyrir hana úti í þjóðfélaginu, flestir þurfa að bíða lengi eftir geðheilbrigðisþjónustu eða leita til einkaaðila með íþyngjandi kostnaði. Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn í ár er tileinkaður aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Þetta er ekki síst mikilvægt í ljósi heimsfaraldurs COVID-19 en bein og óbein áhrif faraldursins á geðheilsu hafa verið umtalsverð um heim allan. Margar af þeim samfélagsbreytingum sem fylgt hafa faraldrinum til skemmri og lengri tíma eru til þess fallnar að hafa neikvæð áhrif á geðheilsu, svo sem takmarkanir á samneyti, röskun á atvinnuháttum, atvinnumissir, röskun skóla-, íþrótta- og frístundastarfi o.fl. Á Íslandi hefur komið í ljós að mat almennings á eigin geðheilsu hefur versnað í faraldrinum, ívið fleiri upplifðu einmanaleika og færri hamingju. Rannsóknir benda ennfremur til þess að þunglyndi sé meðal þeirra langtímaafleiðinga sem sumir þurfi að glíma við í kjölfar COVID-19 sýkingar og því fyrirséð að aukin þörf verður fyrir geðheilbrigðisþjónustu meðal þess vaxandi hóp Íslendinga sem smitast hafa af COVID-19. Ungmenni fóru verr út úr faraldrinum Tiltæk gögn benda einnig til þess að ungmenni á Íslandi hafi farið verr út úr faraldrinum en þeir sem eldri eru, t.d. gaf könnun meðal framhaldsskólanema um allt land til kynna margvísleg neikvæð áhrif á geðheilsu og tengda þætti árið 2020 þegar takmarkanir á starfi framhaldsskóla voru sem mestar. Þá hafa ítrekaðar fréttir borist frá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans um erfiða stöðu, vaxandi hóp barna í bráðri þörf fyrir þjónustu og alvarlegar blikur á lofti þegar kemur að þróun átraskana meðal barna í faraldrinum. Að lokum má nefna allan þann fjölda fólks – starfsfólk heilbrigðiskerfis, menntakerfis, félagsmálakerfis, löggæslu o.fl. – sem staðið hefur vaktina í framlínu samfélagsviðbragða við COVID-19 í bráðum tvö ár. Þeir hópar sem hafa þurft að takast á við mikið álag í starfi í baráttunni við faraldurinn þurfa ekki síst aðstoð og stuðning við að finna jafnvægi að nýju þegar álaginu linnir. Við þessu þarf að bregðast. Margsinnis er búið að benda á veika stöðu geðheilbrigðiskerfisins undanfarin ár og áratugi en þrátt fyrir yfirlýst markmið hefur ekki tekist að breyta svo vel sé. Búið er að koma á stöðum sálfræðinga í heilsugæslu og sérstökum geðheilsuteymum til að sinna annars stigs þjónustu en allsstaðar er verið að veita of litla þjónustu miðað við þörf og kerfin hafa ekki burði til að sinna hlutverki sínu að fullu. Þegar við bætist núverandi og fyrirséð framtíðaraukning á þjónustuþörf í kjölfar heimsfaraldursins er ljóst að um erfitt ástand verður að ræða á komandi árum. Það er því von okkar að áhersla á geðheilbrigðismál verði ofarlega á lista þeirra málefna sem komandi ríkisstjórn setur á oddinn og raunhæfar leiðir verði fetaðar til að koma á laggirnar snemmtækri, skilvirkri og samræmdri geðheilbrigðisþjónusta fyrir alla. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Höfundar eru verkefnastjóri geðræktar og sviðstjóri Lýðheilsusviðs Embættis landlæknis.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar