Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn 2021: Geðheilbrigðisþjónusta fyrir alla Sigrún Daníelsdóttir og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifa 10. október 2021 10:06 Á heimsþingi Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (World Health Assembly) sem haldið var í maí á þessu ári voru þjóðir heimsins sammála um mikilvægi þess að efla geðheilbrigðisþjónustu fyrir alla. Geðheilsa er eitt stærsta heilbrigðismál samtímans enda fátt sem hefur jafn djúpstæð áhrif á líf og lífsgæði. Geðheilbrigðisvandi sker sig einnig frá öðrum alvarlegum heilbrigðisvanda í því að hann kemur yfirleitt fram snemma á ævinni. Í þremur af hverjum fjórum tilfellum hafa geðraskanir þegar gert vart við sig fyrir 25 ára aldur á meðan sjúkdómar eins og krabbamein, sykursýki, hjartasjúkdómar og langvinnir lungnasjúkdómar koma yfirleitt fram mun síðar á lífsleiðinni. Geðheilsuvandi hamlar okkur því á tímabilum ævinnar þegar mest liggur við – þegar við erum að hefja lífið, koma undir okkur fótunum, ljúka námi, byrja starfsferil, eignast fjölskyldu og takast á við skuldbindingar lífsins. Aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu er því gríðarlega mikilvæg ekki bara fyrir einstaklinga heldur samfélagið allt. Ekki tekist að veita þjónustu í samræmi við þörf Hér á Íslandi hefur staðan um áratugabil verið sú að alla jafna er löng bið eftir geðheilbrigðisþjónustu. Um þetta hefur verið margrætt, skrifað, fundað og ályktað. Stefnur hafa verið mótaðar, aðgerðir settar í framkvæmd og fjármagn aukið en staðan fyrir þjónustuþega breytist engu að síður lítið. Enn er það svo að ekki hefur tekist að veita þjónustu í samræmi við þá þörf sem er fyrir hana úti í þjóðfélaginu, flestir þurfa að bíða lengi eftir geðheilbrigðisþjónustu eða leita til einkaaðila með íþyngjandi kostnaði. Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn í ár er tileinkaður aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Þetta er ekki síst mikilvægt í ljósi heimsfaraldurs COVID-19 en bein og óbein áhrif faraldursins á geðheilsu hafa verið umtalsverð um heim allan. Margar af þeim samfélagsbreytingum sem fylgt hafa faraldrinum til skemmri og lengri tíma eru til þess fallnar að hafa neikvæð áhrif á geðheilsu, svo sem takmarkanir á samneyti, röskun á atvinnuháttum, atvinnumissir, röskun skóla-, íþrótta- og frístundastarfi o.fl. Á Íslandi hefur komið í ljós að mat almennings á eigin geðheilsu hefur versnað í faraldrinum, ívið fleiri upplifðu einmanaleika og færri hamingju. Rannsóknir benda ennfremur til þess að þunglyndi sé meðal þeirra langtímaafleiðinga sem sumir þurfi að glíma við í kjölfar COVID-19 sýkingar og því fyrirséð að aukin þörf verður fyrir geðheilbrigðisþjónustu meðal þess vaxandi hóp Íslendinga sem smitast hafa af COVID-19. Ungmenni fóru verr út úr faraldrinum Tiltæk gögn benda einnig til þess að ungmenni á Íslandi hafi farið verr út úr faraldrinum en þeir sem eldri eru, t.d. gaf könnun meðal framhaldsskólanema um allt land til kynna margvísleg neikvæð áhrif á geðheilsu og tengda þætti árið 2020 þegar takmarkanir á starfi framhaldsskóla voru sem mestar. Þá hafa ítrekaðar fréttir borist frá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans um erfiða stöðu, vaxandi hóp barna í bráðri þörf fyrir þjónustu og alvarlegar blikur á lofti þegar kemur að þróun átraskana meðal barna í faraldrinum. Að lokum má nefna allan þann fjölda fólks – starfsfólk heilbrigðiskerfis, menntakerfis, félagsmálakerfis, löggæslu o.fl. – sem staðið hefur vaktina í framlínu samfélagsviðbragða við COVID-19 í bráðum tvö ár. Þeir hópar sem hafa þurft að takast á við mikið álag í starfi í baráttunni við faraldurinn þurfa ekki síst aðstoð og stuðning við að finna jafnvægi að nýju þegar álaginu linnir. Við þessu þarf að bregðast. Margsinnis er búið að benda á veika stöðu geðheilbrigðiskerfisins undanfarin ár og áratugi en þrátt fyrir yfirlýst markmið hefur ekki tekist að breyta svo vel sé. Búið er að koma á stöðum sálfræðinga í heilsugæslu og sérstökum geðheilsuteymum til að sinna annars stigs þjónustu en allsstaðar er verið að veita of litla þjónustu miðað við þörf og kerfin hafa ekki burði til að sinna hlutverki sínu að fullu. Þegar við bætist núverandi og fyrirséð framtíðaraukning á þjónustuþörf í kjölfar heimsfaraldursins er ljóst að um erfitt ástand verður að ræða á komandi árum. Það er því von okkar að áhersla á geðheilbrigðismál verði ofarlega á lista þeirra málefna sem komandi ríkisstjórn setur á oddinn og raunhæfar leiðir verði fetaðar til að koma á laggirnar snemmtækri, skilvirkri og samræmdri geðheilbrigðisþjónusta fyrir alla. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Höfundar eru verkefnastjóri geðræktar og sviðstjóri Lýðheilsusviðs Embættis landlæknis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Sjá meira
Á heimsþingi Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (World Health Assembly) sem haldið var í maí á þessu ári voru þjóðir heimsins sammála um mikilvægi þess að efla geðheilbrigðisþjónustu fyrir alla. Geðheilsa er eitt stærsta heilbrigðismál samtímans enda fátt sem hefur jafn djúpstæð áhrif á líf og lífsgæði. Geðheilbrigðisvandi sker sig einnig frá öðrum alvarlegum heilbrigðisvanda í því að hann kemur yfirleitt fram snemma á ævinni. Í þremur af hverjum fjórum tilfellum hafa geðraskanir þegar gert vart við sig fyrir 25 ára aldur á meðan sjúkdómar eins og krabbamein, sykursýki, hjartasjúkdómar og langvinnir lungnasjúkdómar koma yfirleitt fram mun síðar á lífsleiðinni. Geðheilsuvandi hamlar okkur því á tímabilum ævinnar þegar mest liggur við – þegar við erum að hefja lífið, koma undir okkur fótunum, ljúka námi, byrja starfsferil, eignast fjölskyldu og takast á við skuldbindingar lífsins. Aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu er því gríðarlega mikilvæg ekki bara fyrir einstaklinga heldur samfélagið allt. Ekki tekist að veita þjónustu í samræmi við þörf Hér á Íslandi hefur staðan um áratugabil verið sú að alla jafna er löng bið eftir geðheilbrigðisþjónustu. Um þetta hefur verið margrætt, skrifað, fundað og ályktað. Stefnur hafa verið mótaðar, aðgerðir settar í framkvæmd og fjármagn aukið en staðan fyrir þjónustuþega breytist engu að síður lítið. Enn er það svo að ekki hefur tekist að veita þjónustu í samræmi við þá þörf sem er fyrir hana úti í þjóðfélaginu, flestir þurfa að bíða lengi eftir geðheilbrigðisþjónustu eða leita til einkaaðila með íþyngjandi kostnaði. Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn í ár er tileinkaður aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Þetta er ekki síst mikilvægt í ljósi heimsfaraldurs COVID-19 en bein og óbein áhrif faraldursins á geðheilsu hafa verið umtalsverð um heim allan. Margar af þeim samfélagsbreytingum sem fylgt hafa faraldrinum til skemmri og lengri tíma eru til þess fallnar að hafa neikvæð áhrif á geðheilsu, svo sem takmarkanir á samneyti, röskun á atvinnuháttum, atvinnumissir, röskun skóla-, íþrótta- og frístundastarfi o.fl. Á Íslandi hefur komið í ljós að mat almennings á eigin geðheilsu hefur versnað í faraldrinum, ívið fleiri upplifðu einmanaleika og færri hamingju. Rannsóknir benda ennfremur til þess að þunglyndi sé meðal þeirra langtímaafleiðinga sem sumir þurfi að glíma við í kjölfar COVID-19 sýkingar og því fyrirséð að aukin þörf verður fyrir geðheilbrigðisþjónustu meðal þess vaxandi hóp Íslendinga sem smitast hafa af COVID-19. Ungmenni fóru verr út úr faraldrinum Tiltæk gögn benda einnig til þess að ungmenni á Íslandi hafi farið verr út úr faraldrinum en þeir sem eldri eru, t.d. gaf könnun meðal framhaldsskólanema um allt land til kynna margvísleg neikvæð áhrif á geðheilsu og tengda þætti árið 2020 þegar takmarkanir á starfi framhaldsskóla voru sem mestar. Þá hafa ítrekaðar fréttir borist frá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans um erfiða stöðu, vaxandi hóp barna í bráðri þörf fyrir þjónustu og alvarlegar blikur á lofti þegar kemur að þróun átraskana meðal barna í faraldrinum. Að lokum má nefna allan þann fjölda fólks – starfsfólk heilbrigðiskerfis, menntakerfis, félagsmálakerfis, löggæslu o.fl. – sem staðið hefur vaktina í framlínu samfélagsviðbragða við COVID-19 í bráðum tvö ár. Þeir hópar sem hafa þurft að takast á við mikið álag í starfi í baráttunni við faraldurinn þurfa ekki síst aðstoð og stuðning við að finna jafnvægi að nýju þegar álaginu linnir. Við þessu þarf að bregðast. Margsinnis er búið að benda á veika stöðu geðheilbrigðiskerfisins undanfarin ár og áratugi en þrátt fyrir yfirlýst markmið hefur ekki tekist að breyta svo vel sé. Búið er að koma á stöðum sálfræðinga í heilsugæslu og sérstökum geðheilsuteymum til að sinna annars stigs þjónustu en allsstaðar er verið að veita of litla þjónustu miðað við þörf og kerfin hafa ekki burði til að sinna hlutverki sínu að fullu. Þegar við bætist núverandi og fyrirséð framtíðaraukning á þjónustuþörf í kjölfar heimsfaraldursins er ljóst að um erfitt ástand verður að ræða á komandi árum. Það er því von okkar að áhersla á geðheilbrigðismál verði ofarlega á lista þeirra málefna sem komandi ríkisstjórn setur á oddinn og raunhæfar leiðir verði fetaðar til að koma á laggirnar snemmtækri, skilvirkri og samræmdri geðheilbrigðisþjónusta fyrir alla. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Höfundar eru verkefnastjóri geðræktar og sviðstjóri Lýðheilsusviðs Embættis landlæknis.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun