Eins og Vísir greindi frá virðist sem Janus Daði sé á leið til Koldstad, nýs ofurliðs í Noregi. Sigvaldi Björn Guðjónsson, hornamaður íslenska landsliðsins og Vive Kielce í Póllandi er einnig orðaður við félagið sem og Sander Sagosen, einn besti handknattleiksmaður heims.
Samkvæmt Handbolti.is hefur Göppingen samið við Slóvenann Jaka Malus um að leika með liðinu. Hinn 25 ára gamli Malus kemur til Göppingen í sumar frá Meshkov Brest í Hvíta-Rússlandi.
Það á enn eftir að koma í ljós hvert Janus Daði fer en allar leiðir virðast til liggja til Noregs eins og staðan er í dag.