Chappelle sakaður um transfóbíu Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2021 14:48 Dave Chappelle. Getty/Stacy Revere Forsvarsmenn Netflix eru undir þrýstingi um að fjarlægja nýjustu sýningu grínistans Dave Chappelle af streymisveitunni vegna ummæla hans um trans-fólk. Í sýningunni, sem heitir The Closer, lýsir Chappelle yfir stuðningi við rithöfundinn JK Rowling, sem hefur einnig verið sökuð um transfóbíu, og sagði kyn vera staðreynd. Það er að segja að transfólk gæti ekki breytt líffræðilegu kyni sínu, eins og Rowling hafði áður haldið fram. Chappelle lýsti því einnig yfir að hann tilheyrði hreyfingu sem kallast TERF eða trans-exclusionary radical feminist, sem eru í stuttu máli sagt transfóbískir femínistar. Sjá einnig: Ricky Gervais og J.K Rowling sökuð um transfóbíu Chappelle var að tala á tilfinningalegum nótum um vinskap sinn við Daphne Dorman, transkonu sem var grínisti en svipti sig lífi árið 2019 og það að LGBT-fólk virtist að hans mati æðra svörtu fólki í Bandaríkjunum. Það mætti skjóta svart fólk, sagði Chappelle, en enginn mætti móðga samkynhneigða. Var hann þar að vísa til máls rapparans DaBaby sem skaut mann til bana árið 2018. Hann sagðist hafa gert það í sjálfsvörn og var einungis ákærður fyrir vopnaburð. Chappelle sagðist í lok sýningar sinnar hættur að segja brandara um LGBT-fólk og bað það um að hætta að beita sér gegn „mínu fólki“ en þar var hann eins og fram kemur í frétt Guardian að vísa til fólks eins og DaBaby og grínistans Kevin Hart, sem hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir niðrandi og særandi ummæli um LGBT-fólk. Meðal annars sagði Chappelle um DaBaby að það að taka af honum lífsviðurværi hans væri til jafns við að drepa hann. Þá sagði hann reiður á svip að draumastarf Kevin Hart, það að kynna Óskarsverðlaunahátíðina, hefði verið tekið af honum á ósanngjarnan hátt. Sjá einnig: Kevin Hart hættir sem Óskarskynnir vegna umdeildra ummæla um samkynhneigða Eins og fram kemur í frétt Sky News hefur Chapelle verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín af samtökum sem berjast fyrir réttindum transfólks vestanhafs. Þar á meðal samtaka eins og GLAAD og The National Black Justice Coalition. Framkvæmdastjóri NBJC segir brandara eins þá sem Chappelle hafi varpað fram ekki vera saklausa. Árið sem nú er farið að halla á stefni í að verða það banvænasta fyrir transfólk í Bandaríkjunum og meirihluti þeirra sem hafi dáið sé þeldökkt transfólk. It is deeply disappointing that Netflix allowed Dave Chappelle s lazy and hostile transphobia and homophobia to air on its platform." -David J. JohnsRead the full article on his special with the link https://t.co/KKvm78ZOqE pic.twitter.com/Le6AfxMZJc— NBJC (@NBJContheMove) October 7, 2021 Forsvarsmenn samtakanna og aðrir hafa krafist þess að sýning Chappelle verði fjarlægð af Netflix. Chappelle sjálfur virðist ekki hafa miklar áhyggjur. „Ef þetta er að vera slaufað, þá elska ég það,“ sagði grínistinn á samkomu í Hollywood Bowl í Los Angeles í gær. Samkvæmt frétt Deadline sagðist Chappelle ekki vilja rífast við neinn áður en hann gagnrýndi fyrirtæki og yfirvöld í Bandaríkjunum. Því næst sagði hann Bandaríkjamenn þurfa að treysta hvorum öðrum. Hann bætti svo við: „Til helvítis með Twitter“. Bandaríkin Hinsegin Netflix Málefni transfólks Hollywood Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Það er að segja að transfólk gæti ekki breytt líffræðilegu kyni sínu, eins og Rowling hafði áður haldið fram. Chappelle lýsti því einnig yfir að hann tilheyrði hreyfingu sem kallast TERF eða trans-exclusionary radical feminist, sem eru í stuttu máli sagt transfóbískir femínistar. Sjá einnig: Ricky Gervais og J.K Rowling sökuð um transfóbíu Chappelle var að tala á tilfinningalegum nótum um vinskap sinn við Daphne Dorman, transkonu sem var grínisti en svipti sig lífi árið 2019 og það að LGBT-fólk virtist að hans mati æðra svörtu fólki í Bandaríkjunum. Það mætti skjóta svart fólk, sagði Chappelle, en enginn mætti móðga samkynhneigða. Var hann þar að vísa til máls rapparans DaBaby sem skaut mann til bana árið 2018. Hann sagðist hafa gert það í sjálfsvörn og var einungis ákærður fyrir vopnaburð. Chappelle sagðist í lok sýningar sinnar hættur að segja brandara um LGBT-fólk og bað það um að hætta að beita sér gegn „mínu fólki“ en þar var hann eins og fram kemur í frétt Guardian að vísa til fólks eins og DaBaby og grínistans Kevin Hart, sem hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir niðrandi og særandi ummæli um LGBT-fólk. Meðal annars sagði Chappelle um DaBaby að það að taka af honum lífsviðurværi hans væri til jafns við að drepa hann. Þá sagði hann reiður á svip að draumastarf Kevin Hart, það að kynna Óskarsverðlaunahátíðina, hefði verið tekið af honum á ósanngjarnan hátt. Sjá einnig: Kevin Hart hættir sem Óskarskynnir vegna umdeildra ummæla um samkynhneigða Eins og fram kemur í frétt Sky News hefur Chapelle verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín af samtökum sem berjast fyrir réttindum transfólks vestanhafs. Þar á meðal samtaka eins og GLAAD og The National Black Justice Coalition. Framkvæmdastjóri NBJC segir brandara eins þá sem Chappelle hafi varpað fram ekki vera saklausa. Árið sem nú er farið að halla á stefni í að verða það banvænasta fyrir transfólk í Bandaríkjunum og meirihluti þeirra sem hafi dáið sé þeldökkt transfólk. It is deeply disappointing that Netflix allowed Dave Chappelle s lazy and hostile transphobia and homophobia to air on its platform." -David J. JohnsRead the full article on his special with the link https://t.co/KKvm78ZOqE pic.twitter.com/Le6AfxMZJc— NBJC (@NBJContheMove) October 7, 2021 Forsvarsmenn samtakanna og aðrir hafa krafist þess að sýning Chappelle verði fjarlægð af Netflix. Chappelle sjálfur virðist ekki hafa miklar áhyggjur. „Ef þetta er að vera slaufað, þá elska ég það,“ sagði grínistinn á samkomu í Hollywood Bowl í Los Angeles í gær. Samkvæmt frétt Deadline sagðist Chappelle ekki vilja rífast við neinn áður en hann gagnrýndi fyrirtæki og yfirvöld í Bandaríkjunum. Því næst sagði hann Bandaríkjamenn þurfa að treysta hvorum öðrum. Hann bætti svo við: „Til helvítis með Twitter“.
Bandaríkin Hinsegin Netflix Málefni transfólks Hollywood Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira