Tæpur fjórðungur vantreystir niðurstöðum kosninganna Snorri Másson skrifar 8. október 2021 11:41 Af kosningavöku Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn eru þeir sem langmest traust hafa á niðurstöðum nýafstaðinna þingkosninga. Vísir/Vilhelm Tæpur fjórðungur landsmanna treystir niðurstöðum nýafstaðinna Alþingiskosninga illa. Traustið er komið niður í það sem þekkist í nágrannalöndum eftir að hafa sögulega séð verið mjög mikið hér á landi. 30 prósent fólks treystir niðurstöðum kosninganna mjög vel, 31,3% fremur vel og 15,4% í meðallagi vel. 16,4% fólks treystir þeim fremur illa en 6,9% mjög illa. Samtals treysta því 76,7% fólks kosningum vel eða í meðallagi vel en 23,3% illa. Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir þessar niðurstöður ekki mjög alvarlegar og bendir á að mikill meirihluti landsmanna treysti kosningunum. „Mér sýnist þessar niðurstöður vera að segja okkur að það er þessi tiltekna kosning sem fólk er að hafa svolitlar efasemdir um frekar heldur en ferilinn almennt. En auðvitað er það þannig að það þarf að fara rækilega yfir það sem gerðist og laga þá hnökra sem opinberuðust þarna,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Maskína Könnunin er framkvæmd af Maskínu, en þetta er í fyrsta sinn sem Maskína mælir sérstaklega traust á niðurstöðum kosninga, þannig að ekki liggur alveg fyrir hve laskað traustið er eftir kosningarnar nú. „Íslendingar hafa almennt treyst niðurstöðum kosninga en það hefur hins vegar verið að gerast um víða veröld að svona vantraust er að aukast í þjóðfélögum. Samsvarandi niðurstöður og við erum að sjá í þessari könnun eru ekki mjög óalgengar í bara venjulegum könnunum í löndunum í kringum okkur eins og til að mynda í Bretlandi,“ segir Eiríkur. Frambjóðendur sem kært hafa kosninguna hafa lýst yfir áhyggjum af því að þingmenn sitjandi ríkisstjórnar, sem gerir sig um þessar mundir líklega til að halda áfram samstarfinu, hafi meirihluta í þeirri nefnd sem á endanum sker úr um lögmæti kosninganna. Af niðurstöðum könnunar Maskínu að dæma er mikill munur á trausti fólks til kosninganna eftir því hvaða flokk það kaus. Þannig mælist langmest traust hjá sjálfstæðismönnum, langt yfir meðallagi, og þar á eftir hjá framsóknarmönnum. Mest vantraust mælist hjá Pírötum og Sósíalistum, minna en hjá þeim sem kusu ekki. Maskína Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Skoðanakannanir Tengdar fréttir Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8. október 2021 10:11 Undirbúningskjörbréfanefnd þarf góðan tíma til að meta kosningaúrslitin Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis telur nefndina þurfa nokkrar vikur til að ljúka vinnu sinni vegna kæra sem borist hafa í tengslum við meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. 6. október 2021 19:31 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira
30 prósent fólks treystir niðurstöðum kosninganna mjög vel, 31,3% fremur vel og 15,4% í meðallagi vel. 16,4% fólks treystir þeim fremur illa en 6,9% mjög illa. Samtals treysta því 76,7% fólks kosningum vel eða í meðallagi vel en 23,3% illa. Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir þessar niðurstöður ekki mjög alvarlegar og bendir á að mikill meirihluti landsmanna treysti kosningunum. „Mér sýnist þessar niðurstöður vera að segja okkur að það er þessi tiltekna kosning sem fólk er að hafa svolitlar efasemdir um frekar heldur en ferilinn almennt. En auðvitað er það þannig að það þarf að fara rækilega yfir það sem gerðist og laga þá hnökra sem opinberuðust þarna,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Maskína Könnunin er framkvæmd af Maskínu, en þetta er í fyrsta sinn sem Maskína mælir sérstaklega traust á niðurstöðum kosninga, þannig að ekki liggur alveg fyrir hve laskað traustið er eftir kosningarnar nú. „Íslendingar hafa almennt treyst niðurstöðum kosninga en það hefur hins vegar verið að gerast um víða veröld að svona vantraust er að aukast í þjóðfélögum. Samsvarandi niðurstöður og við erum að sjá í þessari könnun eru ekki mjög óalgengar í bara venjulegum könnunum í löndunum í kringum okkur eins og til að mynda í Bretlandi,“ segir Eiríkur. Frambjóðendur sem kært hafa kosninguna hafa lýst yfir áhyggjum af því að þingmenn sitjandi ríkisstjórnar, sem gerir sig um þessar mundir líklega til að halda áfram samstarfinu, hafi meirihluta í þeirri nefnd sem á endanum sker úr um lögmæti kosninganna. Af niðurstöðum könnunar Maskínu að dæma er mikill munur á trausti fólks til kosninganna eftir því hvaða flokk það kaus. Þannig mælist langmest traust hjá sjálfstæðismönnum, langt yfir meðallagi, og þar á eftir hjá framsóknarmönnum. Mest vantraust mælist hjá Pírötum og Sósíalistum, minna en hjá þeim sem kusu ekki. Maskína
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Skoðanakannanir Tengdar fréttir Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8. október 2021 10:11 Undirbúningskjörbréfanefnd þarf góðan tíma til að meta kosningaúrslitin Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis telur nefndina þurfa nokkrar vikur til að ljúka vinnu sinni vegna kæra sem borist hafa í tengslum við meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. 6. október 2021 19:31 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira
Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8. október 2021 10:11
Undirbúningskjörbréfanefnd þarf góðan tíma til að meta kosningaúrslitin Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis telur nefndina þurfa nokkrar vikur til að ljúka vinnu sinni vegna kæra sem borist hafa í tengslum við meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. 6. október 2021 19:31