Tæpur fjórðungur vantreystir niðurstöðum kosninganna Snorri Másson skrifar 8. október 2021 11:41 Af kosningavöku Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn eru þeir sem langmest traust hafa á niðurstöðum nýafstaðinna þingkosninga. Vísir/Vilhelm Tæpur fjórðungur landsmanna treystir niðurstöðum nýafstaðinna Alþingiskosninga illa. Traustið er komið niður í það sem þekkist í nágrannalöndum eftir að hafa sögulega séð verið mjög mikið hér á landi. 30 prósent fólks treystir niðurstöðum kosninganna mjög vel, 31,3% fremur vel og 15,4% í meðallagi vel. 16,4% fólks treystir þeim fremur illa en 6,9% mjög illa. Samtals treysta því 76,7% fólks kosningum vel eða í meðallagi vel en 23,3% illa. Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir þessar niðurstöður ekki mjög alvarlegar og bendir á að mikill meirihluti landsmanna treysti kosningunum. „Mér sýnist þessar niðurstöður vera að segja okkur að það er þessi tiltekna kosning sem fólk er að hafa svolitlar efasemdir um frekar heldur en ferilinn almennt. En auðvitað er það þannig að það þarf að fara rækilega yfir það sem gerðist og laga þá hnökra sem opinberuðust þarna,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Maskína Könnunin er framkvæmd af Maskínu, en þetta er í fyrsta sinn sem Maskína mælir sérstaklega traust á niðurstöðum kosninga, þannig að ekki liggur alveg fyrir hve laskað traustið er eftir kosningarnar nú. „Íslendingar hafa almennt treyst niðurstöðum kosninga en það hefur hins vegar verið að gerast um víða veröld að svona vantraust er að aukast í þjóðfélögum. Samsvarandi niðurstöður og við erum að sjá í þessari könnun eru ekki mjög óalgengar í bara venjulegum könnunum í löndunum í kringum okkur eins og til að mynda í Bretlandi,“ segir Eiríkur. Frambjóðendur sem kært hafa kosninguna hafa lýst yfir áhyggjum af því að þingmenn sitjandi ríkisstjórnar, sem gerir sig um þessar mundir líklega til að halda áfram samstarfinu, hafi meirihluta í þeirri nefnd sem á endanum sker úr um lögmæti kosninganna. Af niðurstöðum könnunar Maskínu að dæma er mikill munur á trausti fólks til kosninganna eftir því hvaða flokk það kaus. Þannig mælist langmest traust hjá sjálfstæðismönnum, langt yfir meðallagi, og þar á eftir hjá framsóknarmönnum. Mest vantraust mælist hjá Pírötum og Sósíalistum, minna en hjá þeim sem kusu ekki. Maskína Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Skoðanakannanir Tengdar fréttir Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8. október 2021 10:11 Undirbúningskjörbréfanefnd þarf góðan tíma til að meta kosningaúrslitin Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis telur nefndina þurfa nokkrar vikur til að ljúka vinnu sinni vegna kæra sem borist hafa í tengslum við meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. 6. október 2021 19:31 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
30 prósent fólks treystir niðurstöðum kosninganna mjög vel, 31,3% fremur vel og 15,4% í meðallagi vel. 16,4% fólks treystir þeim fremur illa en 6,9% mjög illa. Samtals treysta því 76,7% fólks kosningum vel eða í meðallagi vel en 23,3% illa. Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir þessar niðurstöður ekki mjög alvarlegar og bendir á að mikill meirihluti landsmanna treysti kosningunum. „Mér sýnist þessar niðurstöður vera að segja okkur að það er þessi tiltekna kosning sem fólk er að hafa svolitlar efasemdir um frekar heldur en ferilinn almennt. En auðvitað er það þannig að það þarf að fara rækilega yfir það sem gerðist og laga þá hnökra sem opinberuðust þarna,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Maskína Könnunin er framkvæmd af Maskínu, en þetta er í fyrsta sinn sem Maskína mælir sérstaklega traust á niðurstöðum kosninga, þannig að ekki liggur alveg fyrir hve laskað traustið er eftir kosningarnar nú. „Íslendingar hafa almennt treyst niðurstöðum kosninga en það hefur hins vegar verið að gerast um víða veröld að svona vantraust er að aukast í þjóðfélögum. Samsvarandi niðurstöður og við erum að sjá í þessari könnun eru ekki mjög óalgengar í bara venjulegum könnunum í löndunum í kringum okkur eins og til að mynda í Bretlandi,“ segir Eiríkur. Frambjóðendur sem kært hafa kosninguna hafa lýst yfir áhyggjum af því að þingmenn sitjandi ríkisstjórnar, sem gerir sig um þessar mundir líklega til að halda áfram samstarfinu, hafi meirihluta í þeirri nefnd sem á endanum sker úr um lögmæti kosninganna. Af niðurstöðum könnunar Maskínu að dæma er mikill munur á trausti fólks til kosninganna eftir því hvaða flokk það kaus. Þannig mælist langmest traust hjá sjálfstæðismönnum, langt yfir meðallagi, og þar á eftir hjá framsóknarmönnum. Mest vantraust mælist hjá Pírötum og Sósíalistum, minna en hjá þeim sem kusu ekki. Maskína
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Skoðanakannanir Tengdar fréttir Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8. október 2021 10:11 Undirbúningskjörbréfanefnd þarf góðan tíma til að meta kosningaúrslitin Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis telur nefndina þurfa nokkrar vikur til að ljúka vinnu sinni vegna kæra sem borist hafa í tengslum við meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. 6. október 2021 19:31 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8. október 2021 10:11
Undirbúningskjörbréfanefnd þarf góðan tíma til að meta kosningaúrslitin Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis telur nefndina þurfa nokkrar vikur til að ljúka vinnu sinni vegna kæra sem borist hafa í tengslum við meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. 6. október 2021 19:31