Kínverjar fámálir um fregnir af bandarískum hermönnum í Taívan Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2021 10:22 Frá æfingu taívanskra hermanna. EPA/RITCHIE B. TONGO Kínverjar kölluðu eftir því í morgun eftir því að Bandaríkin slitu hernaðarleg tengsl sín við Taívan. Það er eftir fréttaflutning um að bandarískir landgönguliðar og sérveitarmenn hafi verið staðsettir á Taívan í meira en ár. Þar eiga þeir að hafa verið að þjálfa hermenn Taívan og hjálpað við uppbyggingu varna Taívan gegn mögulegri innrás frá Kína. Wall Street Journal hafði eftir heimildarmönnum sínum í gær að á þriðja tug bandarískra hermanna hefðu verið á Taívan um nokkuð skeið. Ráðamann í Taívan neituðu að tjá sig um fregnirnar og það gerði talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna einnig. það eina sem hann vildi segja var að Bandaríkin stæðu við bakið á Taívan, samkvæmt frétt Guardian. Talsmaður utanríkisráðherra Kína vildi sömuleiðis lítið tjá sig um málið, samkvæmt frétt Washington Post. Hann ítrekaði að Bandaríkin þyrftu að hugsa um hve viðkvæmt málið væri og hætta hernaðarlegum samskiptum sínum við Taívan. Hann sagði einnig að Kína myndi taka öll nauðsynleg skref til að verja fullveldi sitt og landfræðilega einingu. Þessi mynd var tekin í vikunni í Suður-Kínahafi. Þarma má sjá herskip frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Japan, Kanada, Nýja-Sjálandi og Hollandi.AP/Gray Gibson Washington Post segir litla umræðu um fregnirnar hafa farið fram á samfélagsmiðlum í Kína, sem sé til marks um að ríkið sé að fjarlægja færslur af netinu. Nokkrar færslur hafi fundist þar sem Kínverjar sögðu meðal annars að gera ætti innrás í Taívan hið snarasta. Heita því að ná völdum í Taívan Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Ráðamenn í Taívan og í Bandaríkjunum hafa að undanförnu lýst yfir auknum áhyggjum af því að Kína geti gert innrás og tekið eyríkið með valdi. Þær áhyggjur hafa aukist samhliða mikilli nútímavæðingu í herafla Kína og aukinni hernaðarlegri getu. Varnarmálaráðherra Taívans sagði nýverið að spennan milli Taívans og Kína hefði ekki verið meiri í fjörutíu ár. Taívan Kína Bandaríkin Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Þar eiga þeir að hafa verið að þjálfa hermenn Taívan og hjálpað við uppbyggingu varna Taívan gegn mögulegri innrás frá Kína. Wall Street Journal hafði eftir heimildarmönnum sínum í gær að á þriðja tug bandarískra hermanna hefðu verið á Taívan um nokkuð skeið. Ráðamann í Taívan neituðu að tjá sig um fregnirnar og það gerði talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna einnig. það eina sem hann vildi segja var að Bandaríkin stæðu við bakið á Taívan, samkvæmt frétt Guardian. Talsmaður utanríkisráðherra Kína vildi sömuleiðis lítið tjá sig um málið, samkvæmt frétt Washington Post. Hann ítrekaði að Bandaríkin þyrftu að hugsa um hve viðkvæmt málið væri og hætta hernaðarlegum samskiptum sínum við Taívan. Hann sagði einnig að Kína myndi taka öll nauðsynleg skref til að verja fullveldi sitt og landfræðilega einingu. Þessi mynd var tekin í vikunni í Suður-Kínahafi. Þarma má sjá herskip frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Japan, Kanada, Nýja-Sjálandi og Hollandi.AP/Gray Gibson Washington Post segir litla umræðu um fregnirnar hafa farið fram á samfélagsmiðlum í Kína, sem sé til marks um að ríkið sé að fjarlægja færslur af netinu. Nokkrar færslur hafi fundist þar sem Kínverjar sögðu meðal annars að gera ætti innrás í Taívan hið snarasta. Heita því að ná völdum í Taívan Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Ráðamenn í Taívan og í Bandaríkjunum hafa að undanförnu lýst yfir auknum áhyggjum af því að Kína geti gert innrás og tekið eyríkið með valdi. Þær áhyggjur hafa aukist samhliða mikilli nútímavæðingu í herafla Kína og aukinni hernaðarlegri getu. Varnarmálaráðherra Taívans sagði nýverið að spennan milli Taívans og Kína hefði ekki verið meiri í fjörutíu ár.
Taívan Kína Bandaríkin Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira