Aðstæður erfiðar á vettvangi rútuslyssins og búið að loka veginum Eiður Þór Árnason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 7. október 2021 12:09 Tilkynning barst um slysið klukkan 10:32. Benedikt Bragason Átta farþegar smárútu sem fór út af vegi og valt við Dyrhólaey á Suðurlandi eru komnir í skjól á Volcano Hotel skammt frá vettvangi. Þrír eru taldir slasaðir en ekkert er um alvarleg meiðsli. Búið er að loka fyrir umferð um Suðurlandsveg milli Seljalandsfoss og Víkur vegna slæms veðurs. Unnið er að því að koma fólkinu undir læknishendur en Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, gerir ráð fyrir að hinir slösuðu verði fluttir á Landspítala. Farþegarnir eru erlendir ferðamenn og vinnur lögregla nú að rannsókn á vettvangi. Stór hópur viðbragðsaðila var kallaður út vegna slyssins. Benedikt Bragason „Aðstæður á vettvangi eru vondar, það er mjög hvass vindur þarna og það var drifið í því að koma fólkinu í skjól. Það hefur gengið vel miðað við aðstæður,“ segir Oddur í samtali við fréttastofu. Uppfært klukkan 12:35: Aðgerðastjórn á Selfossi er nú að hætta störfum. Sjúklingar eru ýmist komnir í hendur heilbrigðisstarfsmanna eða á leið þangað. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að rannsókn haldi nú áfram og er í höndum lögreglunnar á Suðurlandi. Mikið viðbragð „Áverkar virðast ekki vera alvarlegir, eftir flokkunarkerfinu eru þrír metnir gulir og fimm metnir grænir.“ Þeir einstaklingar sem eru flokkaðir gulir séu eitthvað slasaðir en grænir þurfi ekki forgangsflutning þó þeir geti verið slasaðir. Stór hópur viðbragðsaðila var kallaður út þegar tilkynning barst um slysið klukkan 10:32 líkt og venjan er með rútuslys. Aðgerðir voru enn í gangi um klukkutíma síðar. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi við lögreglustöðina á Selfossi.VÍSIR/EGILL „Það var gríðarlegt viðbragð sem var ræst út en það var hins vegar strax dregið úr þegar menn fengu nákvæmari upplýsingar af vettvangi,“ segir Oddur. Síðan hafi verið ákveðið að takmarka frekar þann fjölda viðbragðsaðila sem fóru á vettvang vegna veðurs. „Við vildum ekki setja fleiri í þær aðstæður heldur en brýna nauðsyn ber til.“ Viðbragðsaðilar á Suðurlandi verða áfram í viðbragðsstöðu í dag vegna hvassviðris. Oddur segir ekkert ferðaveður vera fyrir stóra bíla og að slysið hafi átt sér stað þar sem þekktur vindstrengur liggur undir Eyjafjöllum. Lögreglumál Björgunarsveitir Samgönguslys Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Minnst þrír slasaðir eftir að rúta fór út af vegi í Mýrdal Smárúta valt út af Suðurlandsvegi í Mýrdal og eru viðbragðsaðilar á Suðurlandi komnir á vettvang. Þrír farþegar eru eitthvað slasaðir en enginn að því er virðist alvarlega. Aðstæður á vettvangi eru erfiðar vegna hvassviðris. 7. október 2021 10:54 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Sjá meira
Unnið er að því að koma fólkinu undir læknishendur en Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, gerir ráð fyrir að hinir slösuðu verði fluttir á Landspítala. Farþegarnir eru erlendir ferðamenn og vinnur lögregla nú að rannsókn á vettvangi. Stór hópur viðbragðsaðila var kallaður út vegna slyssins. Benedikt Bragason „Aðstæður á vettvangi eru vondar, það er mjög hvass vindur þarna og það var drifið í því að koma fólkinu í skjól. Það hefur gengið vel miðað við aðstæður,“ segir Oddur í samtali við fréttastofu. Uppfært klukkan 12:35: Aðgerðastjórn á Selfossi er nú að hætta störfum. Sjúklingar eru ýmist komnir í hendur heilbrigðisstarfsmanna eða á leið þangað. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að rannsókn haldi nú áfram og er í höndum lögreglunnar á Suðurlandi. Mikið viðbragð „Áverkar virðast ekki vera alvarlegir, eftir flokkunarkerfinu eru þrír metnir gulir og fimm metnir grænir.“ Þeir einstaklingar sem eru flokkaðir gulir séu eitthvað slasaðir en grænir þurfi ekki forgangsflutning þó þeir geti verið slasaðir. Stór hópur viðbragðsaðila var kallaður út þegar tilkynning barst um slysið klukkan 10:32 líkt og venjan er með rútuslys. Aðgerðir voru enn í gangi um klukkutíma síðar. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi við lögreglustöðina á Selfossi.VÍSIR/EGILL „Það var gríðarlegt viðbragð sem var ræst út en það var hins vegar strax dregið úr þegar menn fengu nákvæmari upplýsingar af vettvangi,“ segir Oddur. Síðan hafi verið ákveðið að takmarka frekar þann fjölda viðbragðsaðila sem fóru á vettvang vegna veðurs. „Við vildum ekki setja fleiri í þær aðstæður heldur en brýna nauðsyn ber til.“ Viðbragðsaðilar á Suðurlandi verða áfram í viðbragðsstöðu í dag vegna hvassviðris. Oddur segir ekkert ferðaveður vera fyrir stóra bíla og að slysið hafi átt sér stað þar sem þekktur vindstrengur liggur undir Eyjafjöllum.
Lögreglumál Björgunarsveitir Samgönguslys Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Minnst þrír slasaðir eftir að rúta fór út af vegi í Mýrdal Smárúta valt út af Suðurlandsvegi í Mýrdal og eru viðbragðsaðilar á Suðurlandi komnir á vettvang. Þrír farþegar eru eitthvað slasaðir en enginn að því er virðist alvarlega. Aðstæður á vettvangi eru erfiðar vegna hvassviðris. 7. október 2021 10:54 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Sjá meira
Minnst þrír slasaðir eftir að rúta fór út af vegi í Mýrdal Smárúta valt út af Suðurlandsvegi í Mýrdal og eru viðbragðsaðilar á Suðurlandi komnir á vettvang. Þrír farþegar eru eitthvað slasaðir en enginn að því er virðist alvarlega. Aðstæður á vettvangi eru erfiðar vegna hvassviðris. 7. október 2021 10:54