Eftir Covid-19, verkefni og áskoranir Þórkatla Aðalsteinsdóttir skrifar 6. október 2021 14:00 Það er skrýtið hvað við getum vanist ótrúlegustu aðstæðum og tileinkað okkur nýja siði og venjur ef við neyðumst til þess. Það þarf ekki að fjölyrða um það hvað Covid lagði á okkur síðast liðið rúmt eitt og hálft ár. Ýmislegt sem áður var okkur svo fjarlægt er orðinn okkar veruleiki (s.s. grímur og að lúta höfði í kveðjuskyni í stað þess að takast í hendur). Við erum sem sagt orðin austurlenskari í háttum en við vorum! Núna höfum við snúið til baka á vinnustaðinn eftir að hafa unnið mikið heima, verið fyrir framan skjáinn í samskiptum og þægindaramminn hefur minnkað mikið þetta síðasta eina og hálfa ár. Svo mætum við til vinnu og finnum að við erum óörugg. Sum hafa verið í sóttvarnarhólfum í vinnunni og lært að líta á þá sem eru í öðrum hólfum sem ósnertanlega fjarlæga vinnufélaga sem er bara hægt að hafa samskipti við gegnum tölvuna. Við spyrjum okkur um það hvað má, hvar línan liggur? Má spjalla, má hittast við kaffivélina? Má borða saman og hversu þétt má sitja? Og ef einhver meldar sig veikan leggst óöryggið yfir staðinn. Má spyrja hvað er að? Má spyrja hvort viðkomandi hafi farið í test eða erum við þá að ala á smitskömm eða stunda persónunjósnir? Hvernig höldum við í okkar ábyrgu smitvarnir en endurnýjum samt langþráð samstarf við góða vinnufélaga? Og hvernig eflum við liðsandann á ný og sköpum skemmtilegar stundir í hópnum? Allt eru þetta snúnar og erfiðar spurningar og sitt sýnist hverjum. Stundum er stutt í viðbrögð sem byggja á kvíða og óöryggi og skapa svo súrt andrúmsloft og samstarfið líður fyrir það. Allar breytingar eru flóknar og þessar eru það líka. Við gerum fullt af mistökum, skömmum okkur fyrir þau og stundum vantar upp á umburðarlyndið bæði gagnvart okkur sjálfum og líka gagnvart öðrum. Samskipti eru lykillinn, við þurfum að koma okkur saman um línu sem við getum flest fylgt en líka sýna því skilning ef einhver treystir sér ekki til að fylgja fjöldanum. Heilsukvíði, kvíði vegna heilsulausra aðstendenda og fleira tengt því getur svo sannarlega orðið til þess að einhverjir starfsmenn halda í þrönga þægindahringinn og vilja fara sér hægt í að stækka hann og stíga út. En orð eru til alls fyrst. Leyfum okkur að ræða þessi atriði, ræða okkar eigið óöryggi og spyrja spurninga. Því fyrr náum við vopnum okkar á ný reynslunni ríkari. Höfundur er sálfræðingur, stofnandi og einn eigenda Lífs og sálar sálfræði- og ráðgjafarstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórkatla Aðalsteinsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Það er skrýtið hvað við getum vanist ótrúlegustu aðstæðum og tileinkað okkur nýja siði og venjur ef við neyðumst til þess. Það þarf ekki að fjölyrða um það hvað Covid lagði á okkur síðast liðið rúmt eitt og hálft ár. Ýmislegt sem áður var okkur svo fjarlægt er orðinn okkar veruleiki (s.s. grímur og að lúta höfði í kveðjuskyni í stað þess að takast í hendur). Við erum sem sagt orðin austurlenskari í háttum en við vorum! Núna höfum við snúið til baka á vinnustaðinn eftir að hafa unnið mikið heima, verið fyrir framan skjáinn í samskiptum og þægindaramminn hefur minnkað mikið þetta síðasta eina og hálfa ár. Svo mætum við til vinnu og finnum að við erum óörugg. Sum hafa verið í sóttvarnarhólfum í vinnunni og lært að líta á þá sem eru í öðrum hólfum sem ósnertanlega fjarlæga vinnufélaga sem er bara hægt að hafa samskipti við gegnum tölvuna. Við spyrjum okkur um það hvað má, hvar línan liggur? Má spjalla, má hittast við kaffivélina? Má borða saman og hversu þétt má sitja? Og ef einhver meldar sig veikan leggst óöryggið yfir staðinn. Má spyrja hvað er að? Má spyrja hvort viðkomandi hafi farið í test eða erum við þá að ala á smitskömm eða stunda persónunjósnir? Hvernig höldum við í okkar ábyrgu smitvarnir en endurnýjum samt langþráð samstarf við góða vinnufélaga? Og hvernig eflum við liðsandann á ný og sköpum skemmtilegar stundir í hópnum? Allt eru þetta snúnar og erfiðar spurningar og sitt sýnist hverjum. Stundum er stutt í viðbrögð sem byggja á kvíða og óöryggi og skapa svo súrt andrúmsloft og samstarfið líður fyrir það. Allar breytingar eru flóknar og þessar eru það líka. Við gerum fullt af mistökum, skömmum okkur fyrir þau og stundum vantar upp á umburðarlyndið bæði gagnvart okkur sjálfum og líka gagnvart öðrum. Samskipti eru lykillinn, við þurfum að koma okkur saman um línu sem við getum flest fylgt en líka sýna því skilning ef einhver treystir sér ekki til að fylgja fjöldanum. Heilsukvíði, kvíði vegna heilsulausra aðstendenda og fleira tengt því getur svo sannarlega orðið til þess að einhverjir starfsmenn halda í þrönga þægindahringinn og vilja fara sér hægt í að stækka hann og stíga út. En orð eru til alls fyrst. Leyfum okkur að ræða þessi atriði, ræða okkar eigið óöryggi og spyrja spurninga. Því fyrr náum við vopnum okkar á ný reynslunni ríkari. Höfundur er sálfræðingur, stofnandi og einn eigenda Lífs og sálar sálfræði- og ráðgjafarstofu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar