Vill ekki vera kölluð Gugga þótt hún stýri Bjarkalundi Kristján Már Unnarsson skrifar 5. október 2021 21:21 Silja Allansdóttir er ráðskona Suðurverks á Hótel Bjarkalundi. Arnar Halldórsson Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit, sem frægt varð fyrir sjónvarpsþættina um Georg Bjarnfreðarson og félaga, hefur verið tekið undir vinnubúðir. Þar má samt enn sjá leikmuni úr Dagvaktinni, þar á meðal morðvopnið sem notað var til að drepa hótelstýruna Guggu. Í fréttum Stöðvar 2 var þetta elsta sveitahótel Íslands heimsótt. Það var haustið 2008 sem félagarnir Georg Bjarnfreðarson og Ólafur Ragnar mættu þangað akandi á Læðunni í gamanþáttum sem slógu í gegn á Stöð 2. Úr sjónvarpsþáttunum Dagvaktin. Félagarnir Ólafur Ragnar og Georg Bjarnfreðarson mæta til starfa á sveitahótelinu.Saga Film Það átti eftir að fara illa fyrir Guggu að kynnast þessum kauðum og í eldhúsinu var kokknum Daníel brugðið að sjá hverjir voru komnir til starfa. Hótel Bjarkalundur hefur núna fengið nýtt hlutverk, sem sést kannski best á óhreinum vinnubílum á hlaðinu. Í eldhúsinu ráða núna ríkjum þær Silja Allansdóttir og Þórvör Embla Guðmundsdóttir. „Við erum búin að taka yfir Hótel Bjarkalund núna næstu tvö árin allavega,“ segir Silja. Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit. Tignarleg Vaðalfjöll gnæfa yfir.Arnar Halldórsson Þær starfa fyrir Suðurverk sem vinnur að þverun Þorskafjarðar en brúarsmiðirnir eru í fæði og gistingu í Bjarkalundi. „Já, nú er þetta vinnubúðir og bara mjög skemmtilegur vinnustaður.“ Silja segir marga eiga góðar minningar frá hótelinu. „Fólki finnst rosalega gott og gaman að koma hingað. Það tengja þetta náttúrlega allir við Dagvaktina.“ Já, sæll, Guggupannan fræga er hér upp á vegg og ráðskonurnar bregða á leik með sjálft morðvopnið. „En það eru líka rosalega margir sem spyrja um Læðuna. Hvar er Læðan?“ segir Þórvör Embla. Ráðskonurnar Silja Allansdóttir og Þórvör Embla Guðmundsdóttir bregða á leik með pönnuna frægu.Arnar Halldórsson Silja telur raunar að einhver gangi aftur í húsinu. „Já, það er umgangur á nóttinni.“ -Draugagangur? „Þeir halda að ég sé á ferðinni alla nóttina. En það er Gugga, - ekki ég.“ -Gengur Gugga aftur hérna? „Það er einhver hérna.“ -Þú finnur það? „Það er bara svoleiðis.“ -En lendir þú í því að vera kölluð Gugga? „Það hefur komið fyrir einu sinni eða tvisvar. Ég var fljót að drepa það niður. Allt í lagi að vera kölluð truntan. En ekki Guggan,“ segir ráðskonan og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af brúarvinnunni í Þorskafirði: Fjallað var um frægð Bjarkalundar í frétt Stöðvar 2 árið 2009: Reykhólahreppur Bíó og sjónvarp Vegagerð Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vegagerðarmenn gista á Hótel Flókalundi í vetur Í fyrsta sinn í nærri sextíu ára sögu Flókalundar á Barðaströnd er þar boðið upp á gistingu yfir veturinn. Ástæðan er nýhafin vegagerð á Dynjandisheiði. 21. nóvember 2020 22:34 Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var þetta elsta sveitahótel Íslands heimsótt. Það var haustið 2008 sem félagarnir Georg Bjarnfreðarson og Ólafur Ragnar mættu þangað akandi á Læðunni í gamanþáttum sem slógu í gegn á Stöð 2. Úr sjónvarpsþáttunum Dagvaktin. Félagarnir Ólafur Ragnar og Georg Bjarnfreðarson mæta til starfa á sveitahótelinu.Saga Film Það átti eftir að fara illa fyrir Guggu að kynnast þessum kauðum og í eldhúsinu var kokknum Daníel brugðið að sjá hverjir voru komnir til starfa. Hótel Bjarkalundur hefur núna fengið nýtt hlutverk, sem sést kannski best á óhreinum vinnubílum á hlaðinu. Í eldhúsinu ráða núna ríkjum þær Silja Allansdóttir og Þórvör Embla Guðmundsdóttir. „Við erum búin að taka yfir Hótel Bjarkalund núna næstu tvö árin allavega,“ segir Silja. Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit. Tignarleg Vaðalfjöll gnæfa yfir.Arnar Halldórsson Þær starfa fyrir Suðurverk sem vinnur að þverun Þorskafjarðar en brúarsmiðirnir eru í fæði og gistingu í Bjarkalundi. „Já, nú er þetta vinnubúðir og bara mjög skemmtilegur vinnustaður.“ Silja segir marga eiga góðar minningar frá hótelinu. „Fólki finnst rosalega gott og gaman að koma hingað. Það tengja þetta náttúrlega allir við Dagvaktina.“ Já, sæll, Guggupannan fræga er hér upp á vegg og ráðskonurnar bregða á leik með sjálft morðvopnið. „En það eru líka rosalega margir sem spyrja um Læðuna. Hvar er Læðan?“ segir Þórvör Embla. Ráðskonurnar Silja Allansdóttir og Þórvör Embla Guðmundsdóttir bregða á leik með pönnuna frægu.Arnar Halldórsson Silja telur raunar að einhver gangi aftur í húsinu. „Já, það er umgangur á nóttinni.“ -Draugagangur? „Þeir halda að ég sé á ferðinni alla nóttina. En það er Gugga, - ekki ég.“ -Gengur Gugga aftur hérna? „Það er einhver hérna.“ -Þú finnur það? „Það er bara svoleiðis.“ -En lendir þú í því að vera kölluð Gugga? „Það hefur komið fyrir einu sinni eða tvisvar. Ég var fljót að drepa það niður. Allt í lagi að vera kölluð truntan. En ekki Guggan,“ segir ráðskonan og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af brúarvinnunni í Þorskafirði: Fjallað var um frægð Bjarkalundar í frétt Stöðvar 2 árið 2009:
Reykhólahreppur Bíó og sjónvarp Vegagerð Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vegagerðarmenn gista á Hótel Flókalundi í vetur Í fyrsta sinn í nærri sextíu ára sögu Flókalundar á Barðaströnd er þar boðið upp á gistingu yfir veturinn. Ástæðan er nýhafin vegagerð á Dynjandisheiði. 21. nóvember 2020 22:34 Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Vegagerðarmenn gista á Hótel Flókalundi í vetur Í fyrsta sinn í nærri sextíu ára sögu Flókalundar á Barðaströnd er þar boðið upp á gistingu yfir veturinn. Ástæðan er nýhafin vegagerð á Dynjandisheiði. 21. nóvember 2020 22:34
Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44