Aukinn hagvöxtur og hraðari efnahagsbati þökk sé loðnunni Eiður Þór Árnason skrifar 5. október 2021 16:07 Loðna dælist í lestina um borð í Beiti NK með Snæfellsjökul í baksýn. KMU Greining Íslandsbanka telur að aukin loðnuveiði komi til með að auka hagvöxt um 0,8 prósentustig á næsta ári og ýta undir efnahagsbata eftir faraldurinn. Hafrannsóknarstofnun ráðlagði nýverið veiðar á allt að 904 þúsund tonnum af loðnu fyrir komandi vertíð. Kvótinn sjöfaldast milli ára og hefur ekki verið meiri síðan 2003. Reiknast bankanum til að hagvöxturinn gæti reynst í kringum 4,4% á næsta ári í stað 3,6% líkt og hann spáði í september. Þó er sá fyrirvari settur við nýju spánna að ýmsir þættir eru enn óljósir á borð við aflabrögð, verðþróun á mörkuðum og samsetning afurða. Reikna nú með 6 til 8% aukningu í stað samdráttar „Í nýútkominni þjóðhagsspá okkar var gert ráð fyrir þokkalegri loðnuvertíð á komandi vetri enda höfðu þá þegar komið fram vísbendingar um aukningu milli ára. Ráðgjöfin nú er hins vegar umtalsvert myndarlegri en okkur hafði órað fyrir og eru því horfur á að útflutningur sjávarafurða vaxi talsvert á komandi ári, líklega á bilinu 6-8%, í stað þess tæplega 2% samdráttar sem við höfðum áætlað,“ segir í samantekt Jón Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Á móti er gert ráð fyrir einhverri aukningu í innflutningi á aðföngum fyrir sjávarútveginn en talið að þau áhrif verði hófleg. Auknar líkur á þróttmiklum vexti Telur Greining Íslandsbanka að viðskiptajöfnuður geti batnað nokkuð hraðar þegar kemur fram á næsta ár en áður var gert ráð fyrir vegna þessa. „Þeirri þróun mun að óbreyttu fylgja heldur hraðari styrking krónu en við spáðum í september, sem svo aftur leiðir til þess að verðbólga hjaðnar öllu hraðar á komandi ári en við væntum.“ Myndarlegri loðnuvertíð fylgi einnig fjölgun starfa og aukin umsvif í hagkerfinu, sér í lagi á svæðum á borð við Austfirði og Vestmannaeyjar þar sem aflanum verður landað og hann unninn. Að sögn Jón Bjarka er óhætt að fullyrða að líkurnar á þróttmiklum vexti á komandi ári hafi aukist við þessi tíðindi. Samanburður á spám Íslandsbanka Sjávarútvegur Efnahagsmál Íslenska krónan Loðnuveiðar Tengdar fréttir Hlutabréf útgerðarfélaga ruku upp eftir tímamótaloðnuráðgjöf Hlutabréf útgerðarfélaga tóku stökk í dag eftir að Hafrannsóknarstofnun ráðlagði veiðar á allt að 904 þúsund tonnum af loðnu fyrir komandi vertíð. Kvótinn sjöfaldast milli ára og hefur ekki verið meiri síðan 2003. 1. október 2021 19:01 Leggja til mikla loðnuveiði Hafrannsóknarstofnun leggur til að fiskveiðiárið 2021/2022 verði ekki veidd meira en 904.200 tonn af loðnu. Það er mun meira en lagt var til í fyrra en samtals veiddust 128.600 tonn af loðnu á fiskveiðiárinu 2020/2021. Var það með minnsta móti frá því loðnuveiðar hófust, séu ár án veiði undanskilin. 1. október 2021 10:10 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun ráðlagði nýverið veiðar á allt að 904 þúsund tonnum af loðnu fyrir komandi vertíð. Kvótinn sjöfaldast milli ára og hefur ekki verið meiri síðan 2003. Reiknast bankanum til að hagvöxturinn gæti reynst í kringum 4,4% á næsta ári í stað 3,6% líkt og hann spáði í september. Þó er sá fyrirvari settur við nýju spánna að ýmsir þættir eru enn óljósir á borð við aflabrögð, verðþróun á mörkuðum og samsetning afurða. Reikna nú með 6 til 8% aukningu í stað samdráttar „Í nýútkominni þjóðhagsspá okkar var gert ráð fyrir þokkalegri loðnuvertíð á komandi vetri enda höfðu þá þegar komið fram vísbendingar um aukningu milli ára. Ráðgjöfin nú er hins vegar umtalsvert myndarlegri en okkur hafði órað fyrir og eru því horfur á að útflutningur sjávarafurða vaxi talsvert á komandi ári, líklega á bilinu 6-8%, í stað þess tæplega 2% samdráttar sem við höfðum áætlað,“ segir í samantekt Jón Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Á móti er gert ráð fyrir einhverri aukningu í innflutningi á aðföngum fyrir sjávarútveginn en talið að þau áhrif verði hófleg. Auknar líkur á þróttmiklum vexti Telur Greining Íslandsbanka að viðskiptajöfnuður geti batnað nokkuð hraðar þegar kemur fram á næsta ár en áður var gert ráð fyrir vegna þessa. „Þeirri þróun mun að óbreyttu fylgja heldur hraðari styrking krónu en við spáðum í september, sem svo aftur leiðir til þess að verðbólga hjaðnar öllu hraðar á komandi ári en við væntum.“ Myndarlegri loðnuvertíð fylgi einnig fjölgun starfa og aukin umsvif í hagkerfinu, sér í lagi á svæðum á borð við Austfirði og Vestmannaeyjar þar sem aflanum verður landað og hann unninn. Að sögn Jón Bjarka er óhætt að fullyrða að líkurnar á þróttmiklum vexti á komandi ári hafi aukist við þessi tíðindi. Samanburður á spám Íslandsbanka
Sjávarútvegur Efnahagsmál Íslenska krónan Loðnuveiðar Tengdar fréttir Hlutabréf útgerðarfélaga ruku upp eftir tímamótaloðnuráðgjöf Hlutabréf útgerðarfélaga tóku stökk í dag eftir að Hafrannsóknarstofnun ráðlagði veiðar á allt að 904 þúsund tonnum af loðnu fyrir komandi vertíð. Kvótinn sjöfaldast milli ára og hefur ekki verið meiri síðan 2003. 1. október 2021 19:01 Leggja til mikla loðnuveiði Hafrannsóknarstofnun leggur til að fiskveiðiárið 2021/2022 verði ekki veidd meira en 904.200 tonn af loðnu. Það er mun meira en lagt var til í fyrra en samtals veiddust 128.600 tonn af loðnu á fiskveiðiárinu 2020/2021. Var það með minnsta móti frá því loðnuveiðar hófust, séu ár án veiði undanskilin. 1. október 2021 10:10 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Hlutabréf útgerðarfélaga ruku upp eftir tímamótaloðnuráðgjöf Hlutabréf útgerðarfélaga tóku stökk í dag eftir að Hafrannsóknarstofnun ráðlagði veiðar á allt að 904 þúsund tonnum af loðnu fyrir komandi vertíð. Kvótinn sjöfaldast milli ára og hefur ekki verið meiri síðan 2003. 1. október 2021 19:01
Leggja til mikla loðnuveiði Hafrannsóknarstofnun leggur til að fiskveiðiárið 2021/2022 verði ekki veidd meira en 904.200 tonn af loðnu. Það er mun meira en lagt var til í fyrra en samtals veiddust 128.600 tonn af loðnu á fiskveiðiárinu 2020/2021. Var það með minnsta móti frá því loðnuveiðar hófust, séu ár án veiði undanskilin. 1. október 2021 10:10
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf