Aukinn hagvöxtur og hraðari efnahagsbati þökk sé loðnunni Eiður Þór Árnason skrifar 5. október 2021 16:07 Loðna dælist í lestina um borð í Beiti NK með Snæfellsjökul í baksýn. KMU Greining Íslandsbanka telur að aukin loðnuveiði komi til með að auka hagvöxt um 0,8 prósentustig á næsta ári og ýta undir efnahagsbata eftir faraldurinn. Hafrannsóknarstofnun ráðlagði nýverið veiðar á allt að 904 þúsund tonnum af loðnu fyrir komandi vertíð. Kvótinn sjöfaldast milli ára og hefur ekki verið meiri síðan 2003. Reiknast bankanum til að hagvöxturinn gæti reynst í kringum 4,4% á næsta ári í stað 3,6% líkt og hann spáði í september. Þó er sá fyrirvari settur við nýju spánna að ýmsir þættir eru enn óljósir á borð við aflabrögð, verðþróun á mörkuðum og samsetning afurða. Reikna nú með 6 til 8% aukningu í stað samdráttar „Í nýútkominni þjóðhagsspá okkar var gert ráð fyrir þokkalegri loðnuvertíð á komandi vetri enda höfðu þá þegar komið fram vísbendingar um aukningu milli ára. Ráðgjöfin nú er hins vegar umtalsvert myndarlegri en okkur hafði órað fyrir og eru því horfur á að útflutningur sjávarafurða vaxi talsvert á komandi ári, líklega á bilinu 6-8%, í stað þess tæplega 2% samdráttar sem við höfðum áætlað,“ segir í samantekt Jón Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Á móti er gert ráð fyrir einhverri aukningu í innflutningi á aðföngum fyrir sjávarútveginn en talið að þau áhrif verði hófleg. Auknar líkur á þróttmiklum vexti Telur Greining Íslandsbanka að viðskiptajöfnuður geti batnað nokkuð hraðar þegar kemur fram á næsta ár en áður var gert ráð fyrir vegna þessa. „Þeirri þróun mun að óbreyttu fylgja heldur hraðari styrking krónu en við spáðum í september, sem svo aftur leiðir til þess að verðbólga hjaðnar öllu hraðar á komandi ári en við væntum.“ Myndarlegri loðnuvertíð fylgi einnig fjölgun starfa og aukin umsvif í hagkerfinu, sér í lagi á svæðum á borð við Austfirði og Vestmannaeyjar þar sem aflanum verður landað og hann unninn. Að sögn Jón Bjarka er óhætt að fullyrða að líkurnar á þróttmiklum vexti á komandi ári hafi aukist við þessi tíðindi. Samanburður á spám Íslandsbanka Sjávarútvegur Efnahagsmál Íslenska krónan Loðnuveiðar Tengdar fréttir Hlutabréf útgerðarfélaga ruku upp eftir tímamótaloðnuráðgjöf Hlutabréf útgerðarfélaga tóku stökk í dag eftir að Hafrannsóknarstofnun ráðlagði veiðar á allt að 904 þúsund tonnum af loðnu fyrir komandi vertíð. Kvótinn sjöfaldast milli ára og hefur ekki verið meiri síðan 2003. 1. október 2021 19:01 Leggja til mikla loðnuveiði Hafrannsóknarstofnun leggur til að fiskveiðiárið 2021/2022 verði ekki veidd meira en 904.200 tonn af loðnu. Það er mun meira en lagt var til í fyrra en samtals veiddust 128.600 tonn af loðnu á fiskveiðiárinu 2020/2021. Var það með minnsta móti frá því loðnuveiðar hófust, séu ár án veiði undanskilin. 1. október 2021 10:10 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun ráðlagði nýverið veiðar á allt að 904 þúsund tonnum af loðnu fyrir komandi vertíð. Kvótinn sjöfaldast milli ára og hefur ekki verið meiri síðan 2003. Reiknast bankanum til að hagvöxturinn gæti reynst í kringum 4,4% á næsta ári í stað 3,6% líkt og hann spáði í september. Þó er sá fyrirvari settur við nýju spánna að ýmsir þættir eru enn óljósir á borð við aflabrögð, verðþróun á mörkuðum og samsetning afurða. Reikna nú með 6 til 8% aukningu í stað samdráttar „Í nýútkominni þjóðhagsspá okkar var gert ráð fyrir þokkalegri loðnuvertíð á komandi vetri enda höfðu þá þegar komið fram vísbendingar um aukningu milli ára. Ráðgjöfin nú er hins vegar umtalsvert myndarlegri en okkur hafði órað fyrir og eru því horfur á að útflutningur sjávarafurða vaxi talsvert á komandi ári, líklega á bilinu 6-8%, í stað þess tæplega 2% samdráttar sem við höfðum áætlað,“ segir í samantekt Jón Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Á móti er gert ráð fyrir einhverri aukningu í innflutningi á aðföngum fyrir sjávarútveginn en talið að þau áhrif verði hófleg. Auknar líkur á þróttmiklum vexti Telur Greining Íslandsbanka að viðskiptajöfnuður geti batnað nokkuð hraðar þegar kemur fram á næsta ár en áður var gert ráð fyrir vegna þessa. „Þeirri þróun mun að óbreyttu fylgja heldur hraðari styrking krónu en við spáðum í september, sem svo aftur leiðir til þess að verðbólga hjaðnar öllu hraðar á komandi ári en við væntum.“ Myndarlegri loðnuvertíð fylgi einnig fjölgun starfa og aukin umsvif í hagkerfinu, sér í lagi á svæðum á borð við Austfirði og Vestmannaeyjar þar sem aflanum verður landað og hann unninn. Að sögn Jón Bjarka er óhætt að fullyrða að líkurnar á þróttmiklum vexti á komandi ári hafi aukist við þessi tíðindi. Samanburður á spám Íslandsbanka
Sjávarútvegur Efnahagsmál Íslenska krónan Loðnuveiðar Tengdar fréttir Hlutabréf útgerðarfélaga ruku upp eftir tímamótaloðnuráðgjöf Hlutabréf útgerðarfélaga tóku stökk í dag eftir að Hafrannsóknarstofnun ráðlagði veiðar á allt að 904 þúsund tonnum af loðnu fyrir komandi vertíð. Kvótinn sjöfaldast milli ára og hefur ekki verið meiri síðan 2003. 1. október 2021 19:01 Leggja til mikla loðnuveiði Hafrannsóknarstofnun leggur til að fiskveiðiárið 2021/2022 verði ekki veidd meira en 904.200 tonn af loðnu. Það er mun meira en lagt var til í fyrra en samtals veiddust 128.600 tonn af loðnu á fiskveiðiárinu 2020/2021. Var það með minnsta móti frá því loðnuveiðar hófust, séu ár án veiði undanskilin. 1. október 2021 10:10 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira
Hlutabréf útgerðarfélaga ruku upp eftir tímamótaloðnuráðgjöf Hlutabréf útgerðarfélaga tóku stökk í dag eftir að Hafrannsóknarstofnun ráðlagði veiðar á allt að 904 þúsund tonnum af loðnu fyrir komandi vertíð. Kvótinn sjöfaldast milli ára og hefur ekki verið meiri síðan 2003. 1. október 2021 19:01
Leggja til mikla loðnuveiði Hafrannsóknarstofnun leggur til að fiskveiðiárið 2021/2022 verði ekki veidd meira en 904.200 tonn af loðnu. Það er mun meira en lagt var til í fyrra en samtals veiddust 128.600 tonn af loðnu á fiskveiðiárinu 2020/2021. Var það með minnsta móti frá því loðnuveiðar hófust, séu ár án veiði undanskilin. 1. október 2021 10:10