Um eitt þúsund í sóttkví á Akureyri Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. október 2021 11:15 Um fimm prósent íbúa Akureyrar eru í sóttkví. Vísir/Tryggvi Nærri eitt þúsund manns eru í sóttkví á Akureyri þar sem 78 hafa greinst með kórónuveiruna. Skólastarf hefur raskast mikið og íþróttamót sem halda átti um helgina hefur verið frestað. Heilbrigðisráðherra fer nú yfir nýtt minnisblað sem sóttvarnalæknir sendi honum í gær. Þeim sem smitast hafa af kórónuveirunni í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra hefur fjölgað hratt síðustu daga. „Staðan hjá okkur er ekki góð. Við erum með rúmlega níutíu smit í gangi í augnablikinu í umdæminu. Þar af eru tæp áttatíu hérna á Akureyri og þúsund manns tæplega í sóttkví. Á Húsavík erum við líka með fimm smit en þar eru um tvö hundruð aðilar rúmlega í sóttkví. Sem hefur doltið þar áhrif á samfélagið. Þetta er ekki það stórt samfélag,“ segir Hermann Karlsson aðalvarðstjóri í aðgerðarstjórn hjá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra. Flestir hinna smituðu á grunnskólaaldri Hermann segir flesta hinna smituðu af veirunni vera á grunnskólaaldri og skólastarf því víða skert á svæðinu. „Það er ljóst að hópurinn sem er fjölmennastur í dag er börn og unglingar og þá sérstaklega þau sem eru óbólusett á aldrinum 8-12 ára. Þannig að við höfum verið að mælast til þess að þeir sem hafi með íþróttir, félagsstarfsemi, tómstundir já, fyrir börn og unglinga hugi að því að setja þær samverustundir til hliðar núna fram á næsta mánudag til bara að geta kveðið þetta niður sem við vonumst til að sé hægt. Að það sé ekki þessi samgangur sem er almennt í gangi á milli þessara aðila á þessum aldri. Því það hefur sýnt sig að þetta berst fljótt á milli,“ segir Hermann. Stór hluti þeirra sem greinst hefur á undanförnum dögum eru grunnskólabörn.Vísir/Tryggvi Hann segir börnin sem smitast hafa af veirunni ekki vera mikið veik. Skólahald liggur niðri á Húsavík og þá hefur handboltamóti sem halda átti á Akureyri um næstu helgi verið frestað vegna ástandsins. „Auðvitað leggst þetta ekki vel í fólk. Menn voru alltaf farnir að horfa til þess að við værum farnir að sjá til lands í þessu en ég held nú svona samt að menn taka þessu almennt þannig að þetta sé svona verkefni sem þurfi að yfirstíga núna,“ segir Hermann. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fékk nýtt minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í gær með tillögum um áframhaldandi kórónuveiruaðgerðir innanlands. Núverandi reglugerð, sem meðal annars kveður á um 500 manna fjöldatakmörk á samkomum og takmarkanir á afgreiðslutíma skemmtistaða, gildir út morgundaginn. Búast má við að Svandís upplýsi jafnvel í dag um hvort breytingar verði gerðar á aðgerðum eftir morgundaginn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Félagasamtök Grunnskólar Íþróttir barna Tengdar fréttir Fylgist vel með hömlulausri Danmörku Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í afléttingar en núverandi reglugerð um innanlandsaðgerðir gildir til miðvikudags. Það sé miður að viðburðahaldarar virðist sumir ekki framfylgja reglum um grímuskyldu og fjöldamörk. Þá fylgist hann vel með stöðunni í Danmörku, þar sem um þrjár vikur eru síðan öllum kórónuveiruaðgerðum var aflétt. 4. október 2021 13:07 Forseti Íslands í smitgát Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands er nú í smitgát eftir að hafa umgengist ungmenni sem greindust nýverið með veiruna en greint er frá málinu á Facebook síðu forsetans. 4. október 2021 09:38 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Þeim sem smitast hafa af kórónuveirunni í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra hefur fjölgað hratt síðustu daga. „Staðan hjá okkur er ekki góð. Við erum með rúmlega níutíu smit í gangi í augnablikinu í umdæminu. Þar af eru tæp áttatíu hérna á Akureyri og þúsund manns tæplega í sóttkví. Á Húsavík erum við líka með fimm smit en þar eru um tvö hundruð aðilar rúmlega í sóttkví. Sem hefur doltið þar áhrif á samfélagið. Þetta er ekki það stórt samfélag,“ segir Hermann Karlsson aðalvarðstjóri í aðgerðarstjórn hjá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra. Flestir hinna smituðu á grunnskólaaldri Hermann segir flesta hinna smituðu af veirunni vera á grunnskólaaldri og skólastarf því víða skert á svæðinu. „Það er ljóst að hópurinn sem er fjölmennastur í dag er börn og unglingar og þá sérstaklega þau sem eru óbólusett á aldrinum 8-12 ára. Þannig að við höfum verið að mælast til þess að þeir sem hafi með íþróttir, félagsstarfsemi, tómstundir já, fyrir börn og unglinga hugi að því að setja þær samverustundir til hliðar núna fram á næsta mánudag til bara að geta kveðið þetta niður sem við vonumst til að sé hægt. Að það sé ekki þessi samgangur sem er almennt í gangi á milli þessara aðila á þessum aldri. Því það hefur sýnt sig að þetta berst fljótt á milli,“ segir Hermann. Stór hluti þeirra sem greinst hefur á undanförnum dögum eru grunnskólabörn.Vísir/Tryggvi Hann segir börnin sem smitast hafa af veirunni ekki vera mikið veik. Skólahald liggur niðri á Húsavík og þá hefur handboltamóti sem halda átti á Akureyri um næstu helgi verið frestað vegna ástandsins. „Auðvitað leggst þetta ekki vel í fólk. Menn voru alltaf farnir að horfa til þess að við værum farnir að sjá til lands í þessu en ég held nú svona samt að menn taka þessu almennt þannig að þetta sé svona verkefni sem þurfi að yfirstíga núna,“ segir Hermann. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fékk nýtt minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í gær með tillögum um áframhaldandi kórónuveiruaðgerðir innanlands. Núverandi reglugerð, sem meðal annars kveður á um 500 manna fjöldatakmörk á samkomum og takmarkanir á afgreiðslutíma skemmtistaða, gildir út morgundaginn. Búast má við að Svandís upplýsi jafnvel í dag um hvort breytingar verði gerðar á aðgerðum eftir morgundaginn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Félagasamtök Grunnskólar Íþróttir barna Tengdar fréttir Fylgist vel með hömlulausri Danmörku Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í afléttingar en núverandi reglugerð um innanlandsaðgerðir gildir til miðvikudags. Það sé miður að viðburðahaldarar virðist sumir ekki framfylgja reglum um grímuskyldu og fjöldamörk. Þá fylgist hann vel með stöðunni í Danmörku, þar sem um þrjár vikur eru síðan öllum kórónuveiruaðgerðum var aflétt. 4. október 2021 13:07 Forseti Íslands í smitgát Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands er nú í smitgát eftir að hafa umgengist ungmenni sem greindust nýverið með veiruna en greint er frá málinu á Facebook síðu forsetans. 4. október 2021 09:38 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Fylgist vel með hömlulausri Danmörku Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í afléttingar en núverandi reglugerð um innanlandsaðgerðir gildir til miðvikudags. Það sé miður að viðburðahaldarar virðist sumir ekki framfylgja reglum um grímuskyldu og fjöldamörk. Þá fylgist hann vel með stöðunni í Danmörku, þar sem um þrjár vikur eru síðan öllum kórónuveiruaðgerðum var aflétt. 4. október 2021 13:07
Forseti Íslands í smitgát Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands er nú í smitgát eftir að hafa umgengist ungmenni sem greindust nýverið með veiruna en greint er frá málinu á Facebook síðu forsetans. 4. október 2021 09:38