Pandóruskjölin afhjúpa auðæfi þjóðarleiðtoga Árni Sæberg skrifar 3. október 2021 19:33 Tony Blair er einn þeirra hverra nöfn má finna í Pandóruskjölunum. Dan Kitwood/Getty Images Stærsti fjármálagagnaleki allra tíma afhjúpar leynileg auðæfi og fjármálagerninga margs valdamesta fólks heimsins. Þar á meðal Tonys Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, og konungs Jórdaníu. Um tólf milljónum gagna var lekið til alþjóðlegra samtaka rannsóknarblaðamanna, ICIJ. Ríflega 600 blaðamenn um allan heim hafa unnið úr gagnalekanum, sem hefur fengið heitið Pandora Papers, eða Pandóruskjölin. Þar á meðal blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media. Í gögnunum er að finna upplýsingar um fjármál 35 núverandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtoga og rúmlega 330 stjórnmálamanna frá 91 landi. Þá eru einnig upplýsingar um fólk á flótta undan réttvísinni, fjárglæpamenn og morðingja í Pandóruskjölunum. Tony Blair sparaði sér 55 milljónir króna í stimpilgjöld Nafn Tonys Blair, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins og forsætisráðherra Bretlands, er að finna í skjölunum en í þeim kemur fram að hann hafi sparað sér 312 þúsund pund, um 55 milljónir króna, í stilmpilgjöld með viðskiptafléttu. Þetta segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Í stað þess að kaupa einfaldlega skrifstofubyggingu í Lundúnum sem hann falaðist hafi hann ákveðið að kaupa heldur aflandsfélag sem átti bygginguna. Þar með hafi hann sparað sér opinber gjöld. Konungur Jórdaníu á faldar eignir upp á tólf milljarða Abdullah II bin Al-Hussein, konungur Jórdaníu, hefur verið iðinn við að koma sér upp stóru eignasafni, sem falið er í aflandsfélögum, síðan hann tók við völdum í landinu árið 1999. Í skjölunum kemur fram að hann eigi fasteignir í Bandaríkjunum og Bretlandi sem metnar eru á ríflega sjötíu milljónir punda, eða um tólf milljarða króna. Lögmenn konungsins hafa haldið því fram að hann hafi notað persónulega fjármuni sína til að sanka að sér eignum og að ekkert athugavert sé við það að þær séu í eigu aflandsfélaga. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að auðæfi konungsins hafa vakið sérstaka athygli þar sem Jórdanía þiggur mikla alþjóðlega fjárhagsaðstoð. Þá hafi þarlend stjórnvöld sett takmarkanir á flæði fjármagns frá landinu. Forsætisráðherra Tékklands á rándýran fjallakofa í Frakklandi Að sögn The Guardian gæti Andrej Babiš, forsætisráðherra Tékklands, verið í vandræðum í aðdraganda koninga í landinu. Í Pandóruskjölunum sjáist að hann hafi keypt fjallakofa í Frakklandi fyrir 22 milljónir Bandaríkjadala, eða tæplega þrjá milljarða króna, í gegnum aflandsfélag. Í ljósi umfangs lekans er ljóst að síðasta fréttin um hann hefur ekki verið skrifuð. Bretland Jórdanía Tékkland Pandóruskjölin Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Um tólf milljónum gagna var lekið til alþjóðlegra samtaka rannsóknarblaðamanna, ICIJ. Ríflega 600 blaðamenn um allan heim hafa unnið úr gagnalekanum, sem hefur fengið heitið Pandora Papers, eða Pandóruskjölin. Þar á meðal blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media. Í gögnunum er að finna upplýsingar um fjármál 35 núverandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtoga og rúmlega 330 stjórnmálamanna frá 91 landi. Þá eru einnig upplýsingar um fólk á flótta undan réttvísinni, fjárglæpamenn og morðingja í Pandóruskjölunum. Tony Blair sparaði sér 55 milljónir króna í stimpilgjöld Nafn Tonys Blair, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins og forsætisráðherra Bretlands, er að finna í skjölunum en í þeim kemur fram að hann hafi sparað sér 312 þúsund pund, um 55 milljónir króna, í stilmpilgjöld með viðskiptafléttu. Þetta segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Í stað þess að kaupa einfaldlega skrifstofubyggingu í Lundúnum sem hann falaðist hafi hann ákveðið að kaupa heldur aflandsfélag sem átti bygginguna. Þar með hafi hann sparað sér opinber gjöld. Konungur Jórdaníu á faldar eignir upp á tólf milljarða Abdullah II bin Al-Hussein, konungur Jórdaníu, hefur verið iðinn við að koma sér upp stóru eignasafni, sem falið er í aflandsfélögum, síðan hann tók við völdum í landinu árið 1999. Í skjölunum kemur fram að hann eigi fasteignir í Bandaríkjunum og Bretlandi sem metnar eru á ríflega sjötíu milljónir punda, eða um tólf milljarða króna. Lögmenn konungsins hafa haldið því fram að hann hafi notað persónulega fjármuni sína til að sanka að sér eignum og að ekkert athugavert sé við það að þær séu í eigu aflandsfélaga. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að auðæfi konungsins hafa vakið sérstaka athygli þar sem Jórdanía þiggur mikla alþjóðlega fjárhagsaðstoð. Þá hafi þarlend stjórnvöld sett takmarkanir á flæði fjármagns frá landinu. Forsætisráðherra Tékklands á rándýran fjallakofa í Frakklandi Að sögn The Guardian gæti Andrej Babiš, forsætisráðherra Tékklands, verið í vandræðum í aðdraganda koninga í landinu. Í Pandóruskjölunum sjáist að hann hafi keypt fjallakofa í Frakklandi fyrir 22 milljónir Bandaríkjadala, eða tæplega þrjá milljarða króna, í gegnum aflandsfélag. Í ljósi umfangs lekans er ljóst að síðasta fréttin um hann hefur ekki verið skrifuð.
Bretland Jórdanía Tékkland Pandóruskjölin Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent