Fimm ára fangelsi eftir sýknudóm í héraði Kolbeinn Tumi Daðason og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 1. október 2021 16:36 Árásin átti sér stað í nóvember fyrir tæpum þremur árum í Þorlákshöfn. Vísir/Vilhelm Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í Þorlákshöfn í nóvember 2018. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag en karlmaðurinn hafði áður verið sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa stungið konu með sjö sentímetra löngu blaði vinstra megin í kviðinn. Hlaut hún fimm sentímetra djúpt stungusár sem hefði getað valdið lífshættu þar sem stunga var nálægt stórum æðum í nára. Í dómi Landsréttar kom fram að karlmanninum hefði verið ljóst að með því að veita konunni stunguáverka í kviðarhol með hnífi gæti honum ekki dulist að langlíklegasta afleiðingin yrði sú að konan léti lífið. Var karlmanninum því gert að sæta fangelsi í fimm ár. Töldu konuna ekki hafa veitt sér áverkana Í niðurstöðum hins áfrýjaða héraðsdóms segir að þrátt fyrir að margt bendi til þess að ákærði hafi stungið brotaþola hvíli sönnun um sekt ákærða á ákæruvaldinu. Dómurinn taldi að það mikill vafi léki á sekt ákærða að ekki yrði komist hjá því að sýkna hann af öllum kröfum. Landsréttur segir að framburður vitna hafa mikið sönnunargildi í málinu. Vitni sem komu á vettvang beri á þann veg að konan hafi sagt ákærða hafa valdið stunguáverkanum eða gefið það sterklega til kynna. Læknir sem annaðist brotaþola við komu á neyðarmóttöku, réttarmeinafræðingur og rannsóknarlögreglumaður telja atvik einnig benda í þá átt að konan hafi ekki valdið sér áverkunum sjálf. Hnífstungan hafin yfir skynsamlegan vafa Í niðurstöðu Landsréttar kemur fram að á vettvangi hafi meðal annars fundist blóðugt viskastykki, sem komið hafi verið fyrir inni í eldhússkáp, og ummerki bent til þess að hnífur hafi nýlega verið þveginn. Talið var líklegt að blóðslóð væri til staðar hefði brotaþoli gengið fram í eldhús, þvegið hnífinn sjálf og gengið frá viskastykkinu. Landsréttur segir einnig að nokkuð ósamræmi hafi verið í framburði ákærða en framburður brotaþola fái stoð í skýrslum og frásögnum vitna. Í hinum áfrýjaða dómi er því talið hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi stungið brotaþola með hnífi. Áverkinn er metinn mögulega lífshættulegur og ákærða hafi verið ljóst að langlíklegasta afleiðing háttseminnar yrði bani brotaþola. Fréttin hefur verið uppfærð. Ölfus Dómsmál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Sjá meira
Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa stungið konu með sjö sentímetra löngu blaði vinstra megin í kviðinn. Hlaut hún fimm sentímetra djúpt stungusár sem hefði getað valdið lífshættu þar sem stunga var nálægt stórum æðum í nára. Í dómi Landsréttar kom fram að karlmanninum hefði verið ljóst að með því að veita konunni stunguáverka í kviðarhol með hnífi gæti honum ekki dulist að langlíklegasta afleiðingin yrði sú að konan léti lífið. Var karlmanninum því gert að sæta fangelsi í fimm ár. Töldu konuna ekki hafa veitt sér áverkana Í niðurstöðum hins áfrýjaða héraðsdóms segir að þrátt fyrir að margt bendi til þess að ákærði hafi stungið brotaþola hvíli sönnun um sekt ákærða á ákæruvaldinu. Dómurinn taldi að það mikill vafi léki á sekt ákærða að ekki yrði komist hjá því að sýkna hann af öllum kröfum. Landsréttur segir að framburður vitna hafa mikið sönnunargildi í málinu. Vitni sem komu á vettvang beri á þann veg að konan hafi sagt ákærða hafa valdið stunguáverkanum eða gefið það sterklega til kynna. Læknir sem annaðist brotaþola við komu á neyðarmóttöku, réttarmeinafræðingur og rannsóknarlögreglumaður telja atvik einnig benda í þá átt að konan hafi ekki valdið sér áverkunum sjálf. Hnífstungan hafin yfir skynsamlegan vafa Í niðurstöðu Landsréttar kemur fram að á vettvangi hafi meðal annars fundist blóðugt viskastykki, sem komið hafi verið fyrir inni í eldhússkáp, og ummerki bent til þess að hnífur hafi nýlega verið þveginn. Talið var líklegt að blóðslóð væri til staðar hefði brotaþoli gengið fram í eldhús, þvegið hnífinn sjálf og gengið frá viskastykkinu. Landsréttur segir einnig að nokkuð ósamræmi hafi verið í framburði ákærða en framburður brotaþola fái stoð í skýrslum og frásögnum vitna. Í hinum áfrýjaða dómi er því talið hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi stungið brotaþola með hnífi. Áverkinn er metinn mögulega lífshættulegur og ákærða hafi verið ljóst að langlíklegasta afleiðing háttseminnar yrði bani brotaþola. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ölfus Dómsmál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Sjá meira