Vínlandskortið reyndist falsað Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2021 15:50 Kortið á að hafa verið teiknað árið xxxx en hefur verið mjög umdeilt frá því það var opinberað. Getty/VCG Wilson Allt frá því það var opinberað í Yale háskólanum í Bandaríkjunum árið 1965 hefur vínlandskortið svokallaða verið umdeilt. Kortið átti að vera frá 1440 og sýna meðal annars hluta Norður-Ameríku og það að víkingar hefðu kannað vesturhluta Atlantshafsins. Kristófer Kólumbus sigldi til Ameríku árið 1492. Mörgum þótti kortið ótrúverðugt og hafa margar tilraunir verið gerðar sem varpað hafa rýrð á trúverðugleika þess. Fræðimenn hafa um árabil verið meira og minna sannfærðir um að kortið sé falsað. Nú hefur það verið staðfest fyrir fullt og allt. Forsvarsmenn Yale bundu enda á rúmlega hálfs áratuga deilur fyrr í mánuðinum en yfirlýsingin hefur ekki ratað í fréttir erlendis fyrr en nú nýverið. Í yfirlýsingu frá Yale segir að ný greining sanni fyrir fullt og allt að kortið sé falsað. Það hafi verið sannað með því að nota nýjustu tækni til að greina kortið og nánar tiltekið blekið sem notað var til að teikna það. Sú greining leiddi í ljós að blekið var fyrst framleitt á þriðja áratug síðustu aldar. „Vínlandskortið er falsað,“ er haft eftir Raymon Clemens, sem stýrir bókasafni Yale þar sem kortið hefur verið hýst. „Það er enginn vafi hér. Þessi nýja greining ætti að ljúka málinu.“ Greining Yale hefur einnig leitt í ljós að fölsun kortsins var vísvitandi. Einhver hafi markvisst ætlað sér að reyna að gabba fólk til að halda að kortið væri raunverulegt. Sérstaklega með því að reyna að láta líta út fyrir að kortið hefði verið teiknað á sama tíma og ritið Speculum Historiale var ritað á kálfaskinn. New York Times segir að vísindamenn Yale ætli sér að skrifa grein þar sem þeir fara yfir rannsókn þeirra og niðurstöðurnar. Sögu kortsins má rekja allt til ársins 1957 þegar Laurence Witten, safnari í New Haven Conneticut keypti kortið af ónafngreindum aðila í Evrópu. Hann seldi það svo til Paul Mellon sem gaf það til Yale. Háskólinn opinberaði svo kortið árið 1965, eins og áður hefur komið fram. Það var árið 1960 sem ummerki um byggð víkinga fundust í L‘Anse aux Meadows á Nýfundalandi. Kanada Bandaríkin Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Sjá meira
Kristófer Kólumbus sigldi til Ameríku árið 1492. Mörgum þótti kortið ótrúverðugt og hafa margar tilraunir verið gerðar sem varpað hafa rýrð á trúverðugleika þess. Fræðimenn hafa um árabil verið meira og minna sannfærðir um að kortið sé falsað. Nú hefur það verið staðfest fyrir fullt og allt. Forsvarsmenn Yale bundu enda á rúmlega hálfs áratuga deilur fyrr í mánuðinum en yfirlýsingin hefur ekki ratað í fréttir erlendis fyrr en nú nýverið. Í yfirlýsingu frá Yale segir að ný greining sanni fyrir fullt og allt að kortið sé falsað. Það hafi verið sannað með því að nota nýjustu tækni til að greina kortið og nánar tiltekið blekið sem notað var til að teikna það. Sú greining leiddi í ljós að blekið var fyrst framleitt á þriðja áratug síðustu aldar. „Vínlandskortið er falsað,“ er haft eftir Raymon Clemens, sem stýrir bókasafni Yale þar sem kortið hefur verið hýst. „Það er enginn vafi hér. Þessi nýja greining ætti að ljúka málinu.“ Greining Yale hefur einnig leitt í ljós að fölsun kortsins var vísvitandi. Einhver hafi markvisst ætlað sér að reyna að gabba fólk til að halda að kortið væri raunverulegt. Sérstaklega með því að reyna að láta líta út fyrir að kortið hefði verið teiknað á sama tíma og ritið Speculum Historiale var ritað á kálfaskinn. New York Times segir að vísindamenn Yale ætli sér að skrifa grein þar sem þeir fara yfir rannsókn þeirra og niðurstöðurnar. Sögu kortsins má rekja allt til ársins 1957 þegar Laurence Witten, safnari í New Haven Conneticut keypti kortið af ónafngreindum aðila í Evrópu. Hann seldi það svo til Paul Mellon sem gaf það til Yale. Háskólinn opinberaði svo kortið árið 1965, eins og áður hefur komið fram. Það var árið 1960 sem ummerki um byggð víkinga fundust í L‘Anse aux Meadows á Nýfundalandi.
Kanada Bandaríkin Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Sjá meira