Bandaríkin skrefinu nær vanskilum Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2021 11:04 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings. AP/J. Scott Applewhite Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins felldu í gær frumvarp sem ætlað var að tryggja áframhaldandi rekstur Bandaríkjastjórnar og koma í veg fyrir vanskil ríkisins. Til stendur að reyna aftur að koma frumvarpinu í gegn í vikunni. Fyrir atkvæðagreiðslu í gær sagði Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, að þeir myndu ekki greiða atkvæði með því að hækka skuldaþakið, því það myndi gefa Joe Biden, forseta, og Demókrötum aðgang að billjónum dollara sem þeir gætu varið í stefnumál sín og Repúblikanar styddu þau stefnumál ekki. McConnell sagðist þó ekki vilja stöðva rekstur ríkisins og að Repúblikanar myndu styðja ný fjárlög, ef þau yrðu aðskilin frá hækkun skuldaþaksins. Sjá einnig: Enn einn slagurinn um skuldaþak með yfirvofandi hættu á vanskilum Atkvæðagreiðslan í öldungadeildinni í gær fór 48-50. Sextíu atkvæði þarf til að koma frumvarpi gegnum regluna um aukinn meirihluta. Reglan um aukinn meirihluta Reglan segir til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Reglan umrædda segja til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en Á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Það þarf þó einungis 51 atkvæði til að fella regluna niður. Demókratar felldu regluna niður tímabundið þegar Repúblikanar stóðu í vegi margra sem Barack Obama hafði tilnefnt til fjölmargra opinberra embætta og Repúblikanar felldu niður regluna varðandi tilnefningu hæstaréttardómara í forsetatíð Trumps. Charles E. Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, var harðorður í garð Repúblikana eftir atkvæðagreiðsluna, samkvæmt frétt Washington Post. Hann sagði atkvæðagreiðslu þeirra muna leiða til fyrstu vanskila Bandaríkjanna í sögu ríkisins. Schumer hélt þó opnum möguleikanum á því að reyna aftur seinna í vikunni. Þrjú mál sem Repúblikanar vilja aðskilja Frumvarpinu sem fellt var í gær var ætlað að koma tveimur málum í gegnum þingið. Annars vegar voru það fjárlögin. Fjárlagaárinu í Bandaríkjunum lýkur í lok þessa mánaðar. Verði ný fjárlög, eða að minnsta kosti bráðabirgðafjárveiting, ekki samþykkt fyrir 1. október þarf að loka hluta alríkisstofnana, eins og hefur nokkrum sinnum gerst á undanförnum árum. Þingmenn hafa því fram að miðnætti aðfaranótt föstudags til að samþykkja fjárlög og tryggja áframhaldandi rekstur ríkisins. Hins vegar var það skuldaþakið svonefnda, lögbundið þak á skuldir ríkissjóðs. Verði þakið ekki hækkað munu Bandaríkin ekki geta greitt skuldir sínar, sem yrði fordæmalaust í sögu Bandaríkjanna. Hvíta húsið hefur varað við því að það gæti leitt til kreppu í Bandaríkjunum. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa nokkrar vikur til að hækka skuldaþakið. Bandaríkin skulda um það bil 28 billjónir dollara og lendi þau í vanskilum yrði það í fyrsta sinn í nútímasögu ríkisins. Í gegnum tíðina hafa báðir flokkar ávallt stutt það að hækka þakið þegar þörf hefur verið á. Það hefur hins vegar breyst á undanförum árum. McConnell segir Demókrata vilja hækka skuldaþakið til að fjármagna ríkisútgjöld. Þar segir McConnell þó ósatt, þar sem hækka þarf skuldaþakið til þess að ríkissjóður geti greitt núverandi skuldir Bandaríkjastjórnar. Eins og segir í frétt AP fréttaveitunnar, snýr þessi hækkun skuldaþaksins meira að skattkerfisbreytingum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, frá 2017 sem kostuðu ríkið 1,5 billjónir dollara. Deilur Demókrata og Repúblikana snúa einnig að 3,5 billjóna dollara frumvarpi Demókrata um endurbætur á mörgum sviðum Bandaríkjanna. Þar á meðal heilbrigðis-, mennta- og félagsmálakerfum ríkisins. Þetta frumvarp á að fjármagna með því að auka skatta á fyrirtæki og þá hæstlaunuðu í Bandaríkjunum. Repúblikanar eru alfarið andvígir þessum ætlunum, auk tveggja öldungadeildarþingmanna Demókrataflokksins. Þeim Joe Manchin frá Vestur-Virginíu og Kyrsten Sinema frá Arisóna. Íhuga að verða við kröfum Repúblikana Í frétt Politico segir að Demókratar ætli sér mögulega að draga hækkun skuldaþaksins út úr stóra frumvarpinu, svo greiða megi atkvæði um fjárlagafrumvarp eitt og sér og koma þannig í veg fyrir stöðvun ríkisrekstursins í vikunni. Það yrði þá seinna tíma vandamál að hækka skuldaþakið. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Fyrir atkvæðagreiðslu í gær sagði Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, að þeir myndu ekki greiða atkvæði með því að hækka skuldaþakið, því það myndi gefa Joe Biden, forseta, og Demókrötum aðgang að billjónum dollara sem þeir gætu varið í stefnumál sín og Repúblikanar styddu þau stefnumál ekki. McConnell sagðist þó ekki vilja stöðva rekstur ríkisins og að Repúblikanar myndu styðja ný fjárlög, ef þau yrðu aðskilin frá hækkun skuldaþaksins. Sjá einnig: Enn einn slagurinn um skuldaþak með yfirvofandi hættu á vanskilum Atkvæðagreiðslan í öldungadeildinni í gær fór 48-50. Sextíu atkvæði þarf til að koma frumvarpi gegnum regluna um aukinn meirihluta. Reglan um aukinn meirihluta Reglan segir til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Reglan umrædda segja til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en Á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Það þarf þó einungis 51 atkvæði til að fella regluna niður. Demókratar felldu regluna niður tímabundið þegar Repúblikanar stóðu í vegi margra sem Barack Obama hafði tilnefnt til fjölmargra opinberra embætta og Repúblikanar felldu niður regluna varðandi tilnefningu hæstaréttardómara í forsetatíð Trumps. Charles E. Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, var harðorður í garð Repúblikana eftir atkvæðagreiðsluna, samkvæmt frétt Washington Post. Hann sagði atkvæðagreiðslu þeirra muna leiða til fyrstu vanskila Bandaríkjanna í sögu ríkisins. Schumer hélt þó opnum möguleikanum á því að reyna aftur seinna í vikunni. Þrjú mál sem Repúblikanar vilja aðskilja Frumvarpinu sem fellt var í gær var ætlað að koma tveimur málum í gegnum þingið. Annars vegar voru það fjárlögin. Fjárlagaárinu í Bandaríkjunum lýkur í lok þessa mánaðar. Verði ný fjárlög, eða að minnsta kosti bráðabirgðafjárveiting, ekki samþykkt fyrir 1. október þarf að loka hluta alríkisstofnana, eins og hefur nokkrum sinnum gerst á undanförnum árum. Þingmenn hafa því fram að miðnætti aðfaranótt föstudags til að samþykkja fjárlög og tryggja áframhaldandi rekstur ríkisins. Hins vegar var það skuldaþakið svonefnda, lögbundið þak á skuldir ríkissjóðs. Verði þakið ekki hækkað munu Bandaríkin ekki geta greitt skuldir sínar, sem yrði fordæmalaust í sögu Bandaríkjanna. Hvíta húsið hefur varað við því að það gæti leitt til kreppu í Bandaríkjunum. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa nokkrar vikur til að hækka skuldaþakið. Bandaríkin skulda um það bil 28 billjónir dollara og lendi þau í vanskilum yrði það í fyrsta sinn í nútímasögu ríkisins. Í gegnum tíðina hafa báðir flokkar ávallt stutt það að hækka þakið þegar þörf hefur verið á. Það hefur hins vegar breyst á undanförum árum. McConnell segir Demókrata vilja hækka skuldaþakið til að fjármagna ríkisútgjöld. Þar segir McConnell þó ósatt, þar sem hækka þarf skuldaþakið til þess að ríkissjóður geti greitt núverandi skuldir Bandaríkjastjórnar. Eins og segir í frétt AP fréttaveitunnar, snýr þessi hækkun skuldaþaksins meira að skattkerfisbreytingum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, frá 2017 sem kostuðu ríkið 1,5 billjónir dollara. Deilur Demókrata og Repúblikana snúa einnig að 3,5 billjóna dollara frumvarpi Demókrata um endurbætur á mörgum sviðum Bandaríkjanna. Þar á meðal heilbrigðis-, mennta- og félagsmálakerfum ríkisins. Þetta frumvarp á að fjármagna með því að auka skatta á fyrirtæki og þá hæstlaunuðu í Bandaríkjunum. Repúblikanar eru alfarið andvígir þessum ætlunum, auk tveggja öldungadeildarþingmanna Demókrataflokksins. Þeim Joe Manchin frá Vestur-Virginíu og Kyrsten Sinema frá Arisóna. Íhuga að verða við kröfum Repúblikana Í frétt Politico segir að Demókratar ætli sér mögulega að draga hækkun skuldaþaksins út úr stóra frumvarpinu, svo greiða megi atkvæði um fjárlagafrumvarp eitt og sér og koma þannig í veg fyrir stöðvun ríkisrekstursins í vikunni. Það yrði þá seinna tíma vandamál að hækka skuldaþakið.
Reglan um aukinn meirihluta Reglan segir til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Reglan umrædda segja til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en Á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Það þarf þó einungis 51 atkvæði til að fella regluna niður. Demókratar felldu regluna niður tímabundið þegar Repúblikanar stóðu í vegi margra sem Barack Obama hafði tilnefnt til fjölmargra opinberra embætta og Repúblikanar felldu niður regluna varðandi tilnefningu hæstaréttardómara í forsetatíð Trumps.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira