„Já, fínt“ Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2021 09:40 Brynjar er dottinn út af þingi. Hann segir að rétttrúnaðurinn hafi fengið á lúðurinn og stóri tapari kosninganna séu kompaníin sem sjá um skoðanakannanir. Sjálfstæðisflokkurinn. Brynjar Níelsson lögmaður og fyrrverandi Alþingismaður er dottinn út af þingi þrátt fyrir að hans lið, Sjálfstæðisflokkurinn, teljist meðal óvíræðra sigurvegara kosninganna. Vísir vakti Brynjar nú í morgunsárið með þessum ótíðindum. Óhætt er að segja að staðið hafi tæpt hvort Brynjar næði kjöri enda var hann inn og út af þingi í alla nótt. Sjálfstæðisflokkurinn fékk sextán þingmenn kjörna en sautjánda þingmann vantaði átta atkvæði til að fella sjötta þingmann Pírata, hina ungu Lenyu Rún Taha Karim. Hefði flokkurinn því fengið 136 atkvæði í viðbót á landsvísu þá hefði jöfnunarþingmaðurinn fallið þeirra megin en ekki Pírata. „Er Birgir [Ármannsson] inni?“ spurði Brynjar í svefnrofunum. Og þegar honum var sagt að svo væri sagði hann, já fínt. Það er regla fyrir því. Birgir er alltaf inni.“ Stjórnarandstaðan máttlaus og léleg Brynjar segist ekki vita hvað taki við. Segir að það verði farið yfir það allt í rólegheitunum. Við spurningunni hvort það sé ekki sérkennilegt að vera í sigurliðinu en sitja sjálfur eftir með sárt ennið gefur Brynjar ekkert út á það. „Æji, ég veit það ekki. Er ekki allt í lagi að fara að gera eitthvað annað? Ég held að það sé ágætt að fara að breyta um kúrs. Framtíð þjóðarinnar stendur ekki og fellur með mér.“ Brynjar og Diljá voru í banastuði á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins í gær. Þá var Brynjar inni og vildi meira. Brynjar segist pollrólegur og nú komi nýir tímar. Hann hafi fallið út vegna þess að Ásmundur Einar Daðason hafi reynst svo sterkur í kosningunum en Framsóknarflokkurinn, sem hafði engan mann í Reykjavík norður, fær tvo þingmenn kjörna nú. Almennt um niðurstöðuna segist Brynjar alltaf hafa haft þetta á tilfinningunni að niðurstaðan gæti orðið á þessa leið. „Að menn væru ekki að fara að flykkja sér um þessa stjórnarandstöðu. Hún var svo máttlaus og léleg. En auðvitað, kom mér á óvart þetta með Flokk fólksins en ekki þetta með Sósíalistana. Ég hafði alltaf tilfinningu fyrir því að Sósíalistarnir næðu ekki fimm prósentum.“ Þeir voru líka buffaðir rækilega á lokasprettinum, meðal annars af þér? „Þeir fóru bara langt fram úr sér, sárlasið fólk sem hefur verið í dái í fimmtíu ár,“ segir Brynjar og vísar til sósíalismans sem kenningar. „Nei, það kom mér ekki á óvart en ég hafði ekki tilfinningu fyrir því að Flokkur fólksins fengi svona mikið.“ Rétthugsunarfólkið fékk á lúðurinn Niðurstöður kosninganna voru ekki í neinu samræmi við það sem áður hafði verið spáð? „Taparar kvöldsins eru kompaníin sem gera skoðanakannanir,“ segir Brynjar. Og nefnir að þau hjá Samfylkingunni hljóti að vera í sjokki. „Þau héldu að þau væru á svakalegri uppleið.“ Liggur ekki fyrir að kjósendur almennt eru að hafna þessu því sem kallað hefur verið rétttrúnaður? „Þeir eru alla vega að hafna vinstri stjórn. Það er hluti að þessu líka. Ég vonast til þess að það sé aðeins verið að gefa þessu rétthugsunarfólki svolítið á lúðurinn.“ Brynjar segir að þeir flokkar sem nú fara flatt hafi einmitt tekið að sér að hýsa það fyrirbæri. „Heldur betur. Og þetta er heldur ekki trúverðugt fólk, finnst mér. Ég óttaðist að unga fólkið væri að henda sér á þetta en það hefur ekki gert það.“ Fréttin hefur verið uppfærð þar sem ónákvæmni gætti í lestri blaðamanns á reiknilíkani fréttastofu. Áður stóð að Sjálfstæðisflokkuurinn hefði aðeins þurft átta atkvæði á landsvísu til að Brynjar kæmist á þing. Beðist er velvirðingar á þessari ónákvæmni. Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu. 26. september 2021 04:55 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Vísir vakti Brynjar nú í morgunsárið með þessum ótíðindum. Óhætt er að segja að staðið hafi tæpt hvort Brynjar næði kjöri enda var hann inn og út af þingi í alla nótt. Sjálfstæðisflokkurinn fékk sextán þingmenn kjörna en sautjánda þingmann vantaði átta atkvæði til að fella sjötta þingmann Pírata, hina ungu Lenyu Rún Taha Karim. Hefði flokkurinn því fengið 136 atkvæði í viðbót á landsvísu þá hefði jöfnunarþingmaðurinn fallið þeirra megin en ekki Pírata. „Er Birgir [Ármannsson] inni?“ spurði Brynjar í svefnrofunum. Og þegar honum var sagt að svo væri sagði hann, já fínt. Það er regla fyrir því. Birgir er alltaf inni.“ Stjórnarandstaðan máttlaus og léleg Brynjar segist ekki vita hvað taki við. Segir að það verði farið yfir það allt í rólegheitunum. Við spurningunni hvort það sé ekki sérkennilegt að vera í sigurliðinu en sitja sjálfur eftir með sárt ennið gefur Brynjar ekkert út á það. „Æji, ég veit það ekki. Er ekki allt í lagi að fara að gera eitthvað annað? Ég held að það sé ágætt að fara að breyta um kúrs. Framtíð þjóðarinnar stendur ekki og fellur með mér.“ Brynjar og Diljá voru í banastuði á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins í gær. Þá var Brynjar inni og vildi meira. Brynjar segist pollrólegur og nú komi nýir tímar. Hann hafi fallið út vegna þess að Ásmundur Einar Daðason hafi reynst svo sterkur í kosningunum en Framsóknarflokkurinn, sem hafði engan mann í Reykjavík norður, fær tvo þingmenn kjörna nú. Almennt um niðurstöðuna segist Brynjar alltaf hafa haft þetta á tilfinningunni að niðurstaðan gæti orðið á þessa leið. „Að menn væru ekki að fara að flykkja sér um þessa stjórnarandstöðu. Hún var svo máttlaus og léleg. En auðvitað, kom mér á óvart þetta með Flokk fólksins en ekki þetta með Sósíalistana. Ég hafði alltaf tilfinningu fyrir því að Sósíalistarnir næðu ekki fimm prósentum.“ Þeir voru líka buffaðir rækilega á lokasprettinum, meðal annars af þér? „Þeir fóru bara langt fram úr sér, sárlasið fólk sem hefur verið í dái í fimmtíu ár,“ segir Brynjar og vísar til sósíalismans sem kenningar. „Nei, það kom mér ekki á óvart en ég hafði ekki tilfinningu fyrir því að Flokkur fólksins fengi svona mikið.“ Rétthugsunarfólkið fékk á lúðurinn Niðurstöður kosninganna voru ekki í neinu samræmi við það sem áður hafði verið spáð? „Taparar kvöldsins eru kompaníin sem gera skoðanakannanir,“ segir Brynjar. Og nefnir að þau hjá Samfylkingunni hljóti að vera í sjokki. „Þau héldu að þau væru á svakalegri uppleið.“ Liggur ekki fyrir að kjósendur almennt eru að hafna þessu því sem kallað hefur verið rétttrúnaður? „Þeir eru alla vega að hafna vinstri stjórn. Það er hluti að þessu líka. Ég vonast til þess að það sé aðeins verið að gefa þessu rétthugsunarfólki svolítið á lúðurinn.“ Brynjar segir að þeir flokkar sem nú fara flatt hafi einmitt tekið að sér að hýsa það fyrirbæri. „Heldur betur. Og þetta er heldur ekki trúverðugt fólk, finnst mér. Ég óttaðist að unga fólkið væri að henda sér á þetta en það hefur ekki gert það.“ Fréttin hefur verið uppfærð þar sem ónákvæmni gætti í lestri blaðamanns á reiknilíkani fréttastofu. Áður stóð að Sjálfstæðisflokkuurinn hefði aðeins þurft átta atkvæði á landsvísu til að Brynjar kæmist á þing. Beðist er velvirðingar á þessari ónákvæmni.
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu. 26. september 2021 04:55 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu. 26. september 2021 04:55