Katrín sátt við fyrstu tölur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2021 23:41 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segist líta björtum augum á kvöldið. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segist sátt með fyrstu tölur. Samkvæmt fyrstu tölum eru Vinstri græn með um 11% fylgi. „Ég er stolt af því að tilheyra í fyrsta lagi hreyfingunni, félögunum í Vinstri grænum, sem eru bestu félagar í heimi. Þið eruð fólkið sem veitið okkur, sem sitjum inni á þingi, kraft alla daga til að halda áfram. þið látið okkur heyra það þegar þið eruð ósátt en þið látið okkur líka heyra það þegar þið eruð sátt. Þið mætið alltaf þegar þörf er og gerið allt sem þarf að gera. Þið gangið í hvert einasta starf og þið eruð frábær þegar á móti blæs. Það er engin hreyfing betri þegar á móti blæs en VG,“ sagði Katrín sigurreif í ræðu sem hún hélt yfir flokksmönnum sínum á kosningavöku Vinstri grænna í Iðnó. Hún segir aldrei fleiri hafa verið í hreyfingunni. „Við höfum aldrei átt fleiri félaga, við erum búin að vera jákvæð, við erum búi að vera uppbyggileg og við erum búin að vera að tala um framtíðina. Við erum tilbúin að taka ákvarðanirnar sem þarf að taka eftir heimsfaraldur og við vitum að það skiptir máli að okkar sýn, Vinstrigræna sýnin, félagslega sýnin, að hugsa um fólkið í landinu, að hugsa um umhverfið, að hugsa um framtíðina til lengri tíma.“ Fréttamaður Stöðvar 2 náði tali af Katrínu eftir að fyrstu tölur bárust og segist hún bjartsýn fyrir kvöldinu og ánægð með fyrstu tölur. „Þær blasa bara ágætlega við mér. Mér sýnist við halda okkar manni í Norðvesturkjördæmi og þetta lítur bara ágætlega út en auðvitað með þeim fyrirvara að þetta eru bara fyrstu tölur og við eigum aðeins eftir að sjá hvernig fer,“ segir Katrín. „Við erum raunsæ en við höfum fundið fyrir miklum meðbyr síðustu daga og ég er auðvitað mjög bjartsýn fyrir kvöldið miðað við hvað við höfum fundið góða strauma og mikla jákvæðni síðustu tvo, þrjá daga.“ Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum Sjá meira
„Ég er stolt af því að tilheyra í fyrsta lagi hreyfingunni, félögunum í Vinstri grænum, sem eru bestu félagar í heimi. Þið eruð fólkið sem veitið okkur, sem sitjum inni á þingi, kraft alla daga til að halda áfram. þið látið okkur heyra það þegar þið eruð ósátt en þið látið okkur líka heyra það þegar þið eruð sátt. Þið mætið alltaf þegar þörf er og gerið allt sem þarf að gera. Þið gangið í hvert einasta starf og þið eruð frábær þegar á móti blæs. Það er engin hreyfing betri þegar á móti blæs en VG,“ sagði Katrín sigurreif í ræðu sem hún hélt yfir flokksmönnum sínum á kosningavöku Vinstri grænna í Iðnó. Hún segir aldrei fleiri hafa verið í hreyfingunni. „Við höfum aldrei átt fleiri félaga, við erum búin að vera jákvæð, við erum búi að vera uppbyggileg og við erum búin að vera að tala um framtíðina. Við erum tilbúin að taka ákvarðanirnar sem þarf að taka eftir heimsfaraldur og við vitum að það skiptir máli að okkar sýn, Vinstrigræna sýnin, félagslega sýnin, að hugsa um fólkið í landinu, að hugsa um umhverfið, að hugsa um framtíðina til lengri tíma.“ Fréttamaður Stöðvar 2 náði tali af Katrínu eftir að fyrstu tölur bárust og segist hún bjartsýn fyrir kvöldinu og ánægð með fyrstu tölur. „Þær blasa bara ágætlega við mér. Mér sýnist við halda okkar manni í Norðvesturkjördæmi og þetta lítur bara ágætlega út en auðvitað með þeim fyrirvara að þetta eru bara fyrstu tölur og við eigum aðeins eftir að sjá hvernig fer,“ segir Katrín. „Við erum raunsæ en við höfum fundið fyrir miklum meðbyr síðustu daga og ég er auðvitað mjög bjartsýn fyrir kvöldið miðað við hvað við höfum fundið góða strauma og mikla jákvæðni síðustu tvo, þrjá daga.“
Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum Sjá meira