Valið er skýrt Bjarni Benediktsson skrifar 25. september 2021 08:00 Í dag veljum við hvernig samfélag við ætlum að byggja næstu fjögur árin. Allt frá 2013 hefur það verið verkefni mitt á hverjum degi að vinna að aukinni velferð Íslendinga, greiða niður skuldir ríkissjóðs og viðhalda stöðugleikanum sem öllu skiptir fyrir heimilin og fyrirtækin. Hærri laun, lægri skattar og léttari afborganir Íslensk heimili finna að við erum á réttri leið. Það er auðveldara að láta mánaðamótin ganga upp. Launin hafa hækkað og skattarnir lækkað. Tugir þúsunda Íslendinga hafa endurfjármagnað húsnæðislánin með lægri vöxtum og léttari afborgunum. Í úttekt GRI sem birt var í vikunni kemur fram að það sé best að eldast á Íslandi, þriðja árið í röð. Það land er vandfundið þar sem fólk býr við jafn mikinn kaupmátt, jöfnuður er óvíða meiri og tækifærunum fer stöðugt fjölgandi. Tækifærin í vandamálunum Okkur gengur vel, en við höfum líka ótal tækifæri til að gera enn betur. Við þurfum að halda áfram að bæta kjör þeirra sem höllustum fæti standa. Til að það sé hægt þurfum við hins vegar frjálst og öflugt atvinnulíf. Kjörin verða ekki bætt með því að hækka skatta, umbylta stjórnarskránni eða skuldsetja komandi kynslóðir fyrir útblásnum loforðum. Árangurinn næst ekki undir forystu fólks sem ávallt sér vandamál í tækifærunum, frekar en tækifæri í vandamálunum. Sjálfstæðisflokkurinn er eina kjölfestan sem kemur í veg fyrir fjölflokka vinstristjórn. Gerum gott samfélag enn betra Með Sjálfstæðisflokkinn í forystu munum við halda áfram að lækka skatta, bæta kjörin og byggja umhverfi þar sem fyrirtækin okkar blómstra, geta fjölgað starfsfólki og borgað hærri laun. Við ætlum að styrkja okkar dýrmæta heilbrigðiskerfi með öflugu samstarfi hins opinbera og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólks. Við munum áfram sækja fram af krafti í loftslagsmálum og ætlum að verða fyrst í heiminum til að skipta alfarið úr olíu í rafmagn og aðra innlenda orkugjafa. Markmiðin eru skýr og lausnirnar raunhæfar. Sígandi lukka, stöðugleiki og ábyrgð. Þar liggur lykillinn að farsælli framtíð. Með bjartsýni og trú á framtíðina að vopni gerum við gott samfélag enn betra. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag veljum við hvernig samfélag við ætlum að byggja næstu fjögur árin. Allt frá 2013 hefur það verið verkefni mitt á hverjum degi að vinna að aukinni velferð Íslendinga, greiða niður skuldir ríkissjóðs og viðhalda stöðugleikanum sem öllu skiptir fyrir heimilin og fyrirtækin. Hærri laun, lægri skattar og léttari afborganir Íslensk heimili finna að við erum á réttri leið. Það er auðveldara að láta mánaðamótin ganga upp. Launin hafa hækkað og skattarnir lækkað. Tugir þúsunda Íslendinga hafa endurfjármagnað húsnæðislánin með lægri vöxtum og léttari afborgunum. Í úttekt GRI sem birt var í vikunni kemur fram að það sé best að eldast á Íslandi, þriðja árið í röð. Það land er vandfundið þar sem fólk býr við jafn mikinn kaupmátt, jöfnuður er óvíða meiri og tækifærunum fer stöðugt fjölgandi. Tækifærin í vandamálunum Okkur gengur vel, en við höfum líka ótal tækifæri til að gera enn betur. Við þurfum að halda áfram að bæta kjör þeirra sem höllustum fæti standa. Til að það sé hægt þurfum við hins vegar frjálst og öflugt atvinnulíf. Kjörin verða ekki bætt með því að hækka skatta, umbylta stjórnarskránni eða skuldsetja komandi kynslóðir fyrir útblásnum loforðum. Árangurinn næst ekki undir forystu fólks sem ávallt sér vandamál í tækifærunum, frekar en tækifæri í vandamálunum. Sjálfstæðisflokkurinn er eina kjölfestan sem kemur í veg fyrir fjölflokka vinstristjórn. Gerum gott samfélag enn betra Með Sjálfstæðisflokkinn í forystu munum við halda áfram að lækka skatta, bæta kjörin og byggja umhverfi þar sem fyrirtækin okkar blómstra, geta fjölgað starfsfólki og borgað hærri laun. Við ætlum að styrkja okkar dýrmæta heilbrigðiskerfi með öflugu samstarfi hins opinbera og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólks. Við munum áfram sækja fram af krafti í loftslagsmálum og ætlum að verða fyrst í heiminum til að skipta alfarið úr olíu í rafmagn og aðra innlenda orkugjafa. Markmiðin eru skýr og lausnirnar raunhæfar. Sígandi lukka, stöðugleiki og ábyrgð. Þar liggur lykillinn að farsælli framtíð. Með bjartsýni og trú á framtíðina að vopni gerum við gott samfélag enn betra. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun