Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir skrifar 24. september 2021 09:30 Í undangenginni kosningabaráttu hefur sérstaklega einn stjórnmálaflokkur, Viðreisn, gert að kosningamáli að leggja af sjálfstæðan gjaldmiðil, krónuna okkar, og tengja hana við Evru með einhverjum kúnstum sem meðal annars myndu kalla á að Evrópski Seðlabankinn myndi þurfa að sniðganga eigin reglur. Afleiðingar af slíkri vegferð yrðu meðal annars hækkandi vextir og í versta falli einnig aukið atvinnuleysi. Þessar auglýsingar um tengingu krónunnar við Evru eru því markleysa enda byggja þær á misskilningi um vald peningastefnunnar og samspil launa og verðlags í hagkerfinu og áhrif útflutningsgreinanna þar á. Auglýsingar Viðreisnar hljóta að vera ætlaðar annari þjóð en Íslendingum en óvarlegt væri að sýna þær í Grikklandi, þar vita þeir vita betur þegar kemur að evrunni. Þetta vitum við sem höfum fylgst grannt með undanfarin ár t.d. á vettvangi Heimssýnar þar sem ég sat í stjórn í mörg ár og var um skeið formaður. Ásgeir Jónsson frændi minn og seðlabankastjóri hefur nú tekið að sér að leiðrétta þessa vitleysu. Hann segir að hugmyndir um að festa íslensku krónuna við evruna, líkt og Viðreisn er með á stefnuskrá sinni fyrir kosningarnar, séu „að einhverju leyti vanhugsaðar“ og kalli jafnvel á hærri stýrivexti. Þetta sagði Ásgeir á Reikningsskiladegi Félags löggiltra endurskoðenda (FLE) sem fór fram í lok síðustu viku og Viðskiptablaðið hefur rakið. Seðlabankastjóri segir í rauninni ómögulegt fyrir Seðlabankann að halda fastgengi við evru enda þyrfti þá að heita öllum gjaldeyrisforðanum til að viðhalda fastgenginu. Til þess að þetta gæti orðið að veruleika þyrfti fullkomin sátt og samkomulag að ríkja við verkalýðsfélögin um að heimta ekki meiri launahækkanir en gerist í Evrópu. Einnig yrði ríkisstjórnin að byggja fjárlög út frá því að halda jafnvægi á genginu. Jafnvel þó þessir þættir næðust, sagði seðlabankastjóri, þá yrði enn óöruggt hvort fastgengisstefnan myndi ganga upp, meðal annars vegna hættunnar á að spákaupmenn ráðist á gengið. Viðreisn leggur í sinni stefnuskrá til að Ísland geri tvíhliða samning við Evrópusambandið um samstarf í gjaldeyrismálum. Flokkurinn áætlar að ráðstöfunartekjur heimilanna aukist um 72 þúsund krónur á mánuði á komandi kjörtímabili með því að tengja krónuna við evru, vegna lægri vaxta, vöruverðs og þjónustukostnaðar sem fylgja þeirri gjaldeyrisstefnu. Um þetta sagði seðlabankastjóri á fundinum: „Það er alls ekki víst að við fengjum sömu vexti, við gætum fengið hærri vexti, við myndum þurfa að hækka vexti til þess að verja gengið,“ sagði Ásgeir. „Ég held að það sé að einhverju leyti vanhugsað að fara úr verðbólgumarkmiði sem við erum búin að vera með í 20 ár yfir í þetta [fyrirkomulag],“ sagði Ásgeir í frétt Viðskiptablaðsins. Þarf frekari vitnanna við. Það er ljóst að mitt fyrsta verk sem þingmanns verður að kría út kaffibolla með frænda mínum og ræða málin. Betur færi að fleiri hlýddu á hanns varnaðarorð! Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Suðurkjördæmi Íslenska krónan Mest lesið Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í undangenginni kosningabaráttu hefur sérstaklega einn stjórnmálaflokkur, Viðreisn, gert að kosningamáli að leggja af sjálfstæðan gjaldmiðil, krónuna okkar, og tengja hana við Evru með einhverjum kúnstum sem meðal annars myndu kalla á að Evrópski Seðlabankinn myndi þurfa að sniðganga eigin reglur. Afleiðingar af slíkri vegferð yrðu meðal annars hækkandi vextir og í versta falli einnig aukið atvinnuleysi. Þessar auglýsingar um tengingu krónunnar við Evru eru því markleysa enda byggja þær á misskilningi um vald peningastefnunnar og samspil launa og verðlags í hagkerfinu og áhrif útflutningsgreinanna þar á. Auglýsingar Viðreisnar hljóta að vera ætlaðar annari þjóð en Íslendingum en óvarlegt væri að sýna þær í Grikklandi, þar vita þeir vita betur þegar kemur að evrunni. Þetta vitum við sem höfum fylgst grannt með undanfarin ár t.d. á vettvangi Heimssýnar þar sem ég sat í stjórn í mörg ár og var um skeið formaður. Ásgeir Jónsson frændi minn og seðlabankastjóri hefur nú tekið að sér að leiðrétta þessa vitleysu. Hann segir að hugmyndir um að festa íslensku krónuna við evruna, líkt og Viðreisn er með á stefnuskrá sinni fyrir kosningarnar, séu „að einhverju leyti vanhugsaðar“ og kalli jafnvel á hærri stýrivexti. Þetta sagði Ásgeir á Reikningsskiladegi Félags löggiltra endurskoðenda (FLE) sem fór fram í lok síðustu viku og Viðskiptablaðið hefur rakið. Seðlabankastjóri segir í rauninni ómögulegt fyrir Seðlabankann að halda fastgengi við evru enda þyrfti þá að heita öllum gjaldeyrisforðanum til að viðhalda fastgenginu. Til þess að þetta gæti orðið að veruleika þyrfti fullkomin sátt og samkomulag að ríkja við verkalýðsfélögin um að heimta ekki meiri launahækkanir en gerist í Evrópu. Einnig yrði ríkisstjórnin að byggja fjárlög út frá því að halda jafnvægi á genginu. Jafnvel þó þessir þættir næðust, sagði seðlabankastjóri, þá yrði enn óöruggt hvort fastgengisstefnan myndi ganga upp, meðal annars vegna hættunnar á að spákaupmenn ráðist á gengið. Viðreisn leggur í sinni stefnuskrá til að Ísland geri tvíhliða samning við Evrópusambandið um samstarf í gjaldeyrismálum. Flokkurinn áætlar að ráðstöfunartekjur heimilanna aukist um 72 þúsund krónur á mánuði á komandi kjörtímabili með því að tengja krónuna við evru, vegna lægri vaxta, vöruverðs og þjónustukostnaðar sem fylgja þeirri gjaldeyrisstefnu. Um þetta sagði seðlabankastjóri á fundinum: „Það er alls ekki víst að við fengjum sömu vexti, við gætum fengið hærri vexti, við myndum þurfa að hækka vexti til þess að verja gengið,“ sagði Ásgeir. „Ég held að það sé að einhverju leyti vanhugsað að fara úr verðbólgumarkmiði sem við erum búin að vera með í 20 ár yfir í þetta [fyrirkomulag],“ sagði Ásgeir í frétt Viðskiptablaðsins. Þarf frekari vitnanna við. Það er ljóst að mitt fyrsta verk sem þingmanns verður að kría út kaffibolla með frænda mínum og ræða málin. Betur færi að fleiri hlýddu á hanns varnaðarorð! Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun