Stjórnarmyndunarviðræður í fullum gangi í Noregi Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2021 08:44 Jonas Gahr Støre reynir nú að mynda meirihlutastjórn með sósíalistum og Miðflokki. Takist það ekki gæti hann þurft að klambra saman minnihlutastjórn. Vísir/EPA Þrír flokkra af vinstri væng og miðju norskra stjórnmála koma saman til síns fyrsta fundar til að ræða mögulega stjórnarmyndun í dag. Framtíð olíuiðnaðarins, skattamál og samskiptin við Evrópusambandið eru talin helstu ágreiningsmál flokkanna. Ríkisstjórn Ernu Solberg féll í þingkosningunum í Noregi fyrr í þessum mánuði. Verkamannaflokkurinn, Vinstri sósíalistar og Miðflokkurinn unnu meirihluta þingsæta. Fastlega er búist við því að Jonas Gahr Støre, leiðtogi Verkamannaflokksins, verði næsti forsætisráðherra. Gahr Støre hefur fundað með Trygve Slagsvold Vedum, leiðtoga Miðflokksins, og Auðun Lysbakken, leiðtoga sósíalista, hvorum í sínum lagi síðustu vikuna en í dag funda þeir allir saman í fyrsta skipti svo vitað sé, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við höfum skýrt umboð til breytinga úr kosningunum og við ætlum að ræða hvernig við getum látið þær breytingar verða. Ég er mjög bjartsýnn á það,“ sagði Gahr Støre við fréttamenn. Leiðtogarnir eru sagðir ætla að ræða hvort tilefni sé til að hefja ítarlegri viðræður í næstu viku eða hvort að Gahr Støre þurfi mögulega að mynda minnihlutastjórn. Ýmis ágreiningsmál eru á milli flokkanna. Loftslagsmál og olíuframleiðsla Norðmanna voru ofarlega á baugi í kosningabaráttunni. Sósíalistar vilja hætta leit að nýjum olíulindum á norsku hafsvæði en bæði Verkamannaflokkurinn og Miðflokkurinn eru andsnúnir því. Síðarnefndu flokkarnir óttast atvinnumissi þegar fjarar undan olíuiðnaðinum og vilja heldur að ríkið ýti undir að verkfræðiþekking úr olíuvinnslu nýtist við framleiðslu endurnýjanlegrar orku. Um fjörutíu prósent af útflutningstekjum Noregs koma frá útflutningi á olíu og gasi. Norðmenn framleiða nú um fjórar milljónir tunnur á dag en búist er við því að framleiðslan byrji að dragast saman eftir 2030. Noregur Bensín og olía Loftslagsmál Þingkosningar í Noregi Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Ríkisstjórn Ernu Solberg féll í þingkosningunum í Noregi fyrr í þessum mánuði. Verkamannaflokkurinn, Vinstri sósíalistar og Miðflokkurinn unnu meirihluta þingsæta. Fastlega er búist við því að Jonas Gahr Støre, leiðtogi Verkamannaflokksins, verði næsti forsætisráðherra. Gahr Støre hefur fundað með Trygve Slagsvold Vedum, leiðtoga Miðflokksins, og Auðun Lysbakken, leiðtoga sósíalista, hvorum í sínum lagi síðustu vikuna en í dag funda þeir allir saman í fyrsta skipti svo vitað sé, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við höfum skýrt umboð til breytinga úr kosningunum og við ætlum að ræða hvernig við getum látið þær breytingar verða. Ég er mjög bjartsýnn á það,“ sagði Gahr Støre við fréttamenn. Leiðtogarnir eru sagðir ætla að ræða hvort tilefni sé til að hefja ítarlegri viðræður í næstu viku eða hvort að Gahr Støre þurfi mögulega að mynda minnihlutastjórn. Ýmis ágreiningsmál eru á milli flokkanna. Loftslagsmál og olíuframleiðsla Norðmanna voru ofarlega á baugi í kosningabaráttunni. Sósíalistar vilja hætta leit að nýjum olíulindum á norsku hafsvæði en bæði Verkamannaflokkurinn og Miðflokkurinn eru andsnúnir því. Síðarnefndu flokkarnir óttast atvinnumissi þegar fjarar undan olíuiðnaðinum og vilja heldur að ríkið ýti undir að verkfræðiþekking úr olíuvinnslu nýtist við framleiðslu endurnýjanlegrar orku. Um fjörutíu prósent af útflutningstekjum Noregs koma frá útflutningi á olíu og gasi. Norðmenn framleiða nú um fjórar milljónir tunnur á dag en búist er við því að framleiðslan byrji að dragast saman eftir 2030.
Noregur Bensín og olía Loftslagsmál Þingkosningar í Noregi Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira