Segir að Zlatan hafi næstum brotið á sér olnbogann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. september 2021 07:31 Örskömmu síðar small boltinn í olnboganum á Tom Heaton. Getty Images Manchester United og Burnley skildu jöfn 0-0 í ensku úrvalsdeildinni þann 29. október 2016. Tom Heaton, markvörður Burnley þann daginn, hefur nú staðfest að hann hafi næstum brotið á sér olnbogann er hann varði skot Zlatan Ibrahimović í leiknum. Heaton hóf ferilinn hjá Manchester United en fékk aldrei tækifæri með aðalliðinu. Eftir að hafa leikið með Swindon Town, Cardiff City, Rochdale, Wycombe Wanderers, Bristol City, Burnley og Aston Villa er markvörðurinn genginn aftur í raðir Man United. Hann var í opinberu hlaðvarpi félagsins að ræða leikinn fræga í október 2016 þar sem Heaton átti stórleik. Alls varði hann 11 skot í leiknum, þar á meðal þrumuskot sænska framherjans sem var nálægt því að brjóta olnbogann á Heaton, að eigin sögn. „Fólk spyr mig hvort ég hafi gert eitthvað öðruvísi fyrir þennan leik en svo var ekki. Undirbúningurinn var sá sami og alltaf. Það var auðvitað einstök tilfinning að snúa aftur á Old Trafford og mögulega gaf það mér byr undir báða vængi,“ sagði Heaton í hlaðvarpi Manchester United nýverið. „Ég man mjög vel eftir þessum leik. Við vörðumst í 90 mínútur og þeir áttu 39 skot í leiknum. Ég átti nokkrar fínar markvörslur og varslan gegn Zlatan var ein af þeim. Ég mun aldrei gleyma henni. Olnboginn á mér var í henglum eftir á,“ sagði Heaton um vörsluna sem sjá má hér. Tom Heatons save from Ibrahimovic is in my opinion one of the best in @premierleague history. Just saying!— Peter Schmeichel (@Pschmeichel1) October 29, 2016 Hinn vingjarnlegri Juan Mata kom til Heaton eftir að markvörðurinn lagðist í grasið og sagði honum að halda áfram með leikinn því það væri ekkert að honum. „Ég get lofað honum að ég var ekki að plata,“ sagði Heaton að endingu og hló. Þeir tveir eru liðsfélagar hjá Man Utd í dag. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Sjá meira
Heaton hóf ferilinn hjá Manchester United en fékk aldrei tækifæri með aðalliðinu. Eftir að hafa leikið með Swindon Town, Cardiff City, Rochdale, Wycombe Wanderers, Bristol City, Burnley og Aston Villa er markvörðurinn genginn aftur í raðir Man United. Hann var í opinberu hlaðvarpi félagsins að ræða leikinn fræga í október 2016 þar sem Heaton átti stórleik. Alls varði hann 11 skot í leiknum, þar á meðal þrumuskot sænska framherjans sem var nálægt því að brjóta olnbogann á Heaton, að eigin sögn. „Fólk spyr mig hvort ég hafi gert eitthvað öðruvísi fyrir þennan leik en svo var ekki. Undirbúningurinn var sá sami og alltaf. Það var auðvitað einstök tilfinning að snúa aftur á Old Trafford og mögulega gaf það mér byr undir báða vængi,“ sagði Heaton í hlaðvarpi Manchester United nýverið. „Ég man mjög vel eftir þessum leik. Við vörðumst í 90 mínútur og þeir áttu 39 skot í leiknum. Ég átti nokkrar fínar markvörslur og varslan gegn Zlatan var ein af þeim. Ég mun aldrei gleyma henni. Olnboginn á mér var í henglum eftir á,“ sagði Heaton um vörsluna sem sjá má hér. Tom Heatons save from Ibrahimovic is in my opinion one of the best in @premierleague history. Just saying!— Peter Schmeichel (@Pschmeichel1) October 29, 2016 Hinn vingjarnlegri Juan Mata kom til Heaton eftir að markvörðurinn lagðist í grasið og sagði honum að halda áfram með leikinn því það væri ekkert að honum. „Ég get lofað honum að ég var ekki að plata,“ sagði Heaton að endingu og hló. Þeir tveir eru liðsfélagar hjá Man Utd í dag.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Sjá meira