Framtíð lífskjarasamningsins ræðst eftir helgi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. september 2021 19:01 Drífa Snædal, forseti ASÍ. vísir/Arnar Forseti ASÍ segir vonbrigði að stjórnvöld hafi ekki staðið við gefin loforð vegna lífskjarasamninganna. Einhugur sé þó innan ASÍ um að samningum verði ekki sagt upp þrátt fyrir að forsendur séu brostnar. Samtök atvinnulífsins taka ákvörðun eftir helgi. Forsendunefnd ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins séu brostnar hvað varðar all mörg mál sem stjórnvöld hétu að beita sér fyrir þegar samningarnir voru undirritaðir árið 2019. „Það er yfirlýsing um vexti og verðtryggingu; þó vextir hafi lækkað er ýmislegt sem stendur út af þar. Það eru lífeyrismálin. Það eru húsaleigumálin; við ætluðum að styrkja réttarstöðu leigjenda. Það er kennitöluflakk; Það frumvarp er ekki enn komið í gegn, og síðan eru félagsleg undirboð á vinnumarkaði,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, aðspurð um dæmi um brostnar forsendur. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. vísir/Vilhelm Samninganefndir ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hittast á fundi á fimmtudaginn í næstu viku og ræða framtíð samningsins. Drífa segir einhug innan samninganefndar ASÍ um að samningnum verði ekki sagt upp þrátt fyrir forsendubrest. Meðal annars vegna þess að fólk eigi inni launahækkanir áður en hann rennur út í nóvemver á næsta ári. „Og við viljum tryggja að okkar fólk fái þær launahækkanir. Að auki finnst mér það vera ábyrgðarhlutverk að koma vinnumarkaðnum ekki í uppnám á þessari stundu. Og svo má nefna að það væir undarleg staða að vera í kjaraviðræðum samhliða stjórnarviðræðum.“ Samningurinn er þó enn í uppnámi þar sem Samtök atvinnulífsins geta einnig sagt honum upp. Að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar framkvæmdastjóra SA hefur ekki verið tekin ákvörðun og fundað verður um málið eftir helgi. Drífa segist vonsvikin yfir stöðunni og ókláruðum málum. „Það eru að sjálfsögðu vonbrigði að ekki hafi verið hægt að ná lendingu í öllum þessum málum,“ segir Drífa. Kjaramál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Forsendunefnd ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins séu brostnar hvað varðar all mörg mál sem stjórnvöld hétu að beita sér fyrir þegar samningarnir voru undirritaðir árið 2019. „Það er yfirlýsing um vexti og verðtryggingu; þó vextir hafi lækkað er ýmislegt sem stendur út af þar. Það eru lífeyrismálin. Það eru húsaleigumálin; við ætluðum að styrkja réttarstöðu leigjenda. Það er kennitöluflakk; Það frumvarp er ekki enn komið í gegn, og síðan eru félagsleg undirboð á vinnumarkaði,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, aðspurð um dæmi um brostnar forsendur. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. vísir/Vilhelm Samninganefndir ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hittast á fundi á fimmtudaginn í næstu viku og ræða framtíð samningsins. Drífa segir einhug innan samninganefndar ASÍ um að samningnum verði ekki sagt upp þrátt fyrir forsendubrest. Meðal annars vegna þess að fólk eigi inni launahækkanir áður en hann rennur út í nóvemver á næsta ári. „Og við viljum tryggja að okkar fólk fái þær launahækkanir. Að auki finnst mér það vera ábyrgðarhlutverk að koma vinnumarkaðnum ekki í uppnám á þessari stundu. Og svo má nefna að það væir undarleg staða að vera í kjaraviðræðum samhliða stjórnarviðræðum.“ Samningurinn er þó enn í uppnámi þar sem Samtök atvinnulífsins geta einnig sagt honum upp. Að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar framkvæmdastjóra SA hefur ekki verið tekin ákvörðun og fundað verður um málið eftir helgi. Drífa segist vonsvikin yfir stöðunni og ókláruðum málum. „Það eru að sjálfsögðu vonbrigði að ekki hafi verið hægt að ná lendingu í öllum þessum málum,“ segir Drífa.
Kjaramál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira