Framtíð lífskjarasamningsins ræðst eftir helgi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. september 2021 19:01 Drífa Snædal, forseti ASÍ. vísir/Arnar Forseti ASÍ segir vonbrigði að stjórnvöld hafi ekki staðið við gefin loforð vegna lífskjarasamninganna. Einhugur sé þó innan ASÍ um að samningum verði ekki sagt upp þrátt fyrir að forsendur séu brostnar. Samtök atvinnulífsins taka ákvörðun eftir helgi. Forsendunefnd ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins séu brostnar hvað varðar all mörg mál sem stjórnvöld hétu að beita sér fyrir þegar samningarnir voru undirritaðir árið 2019. „Það er yfirlýsing um vexti og verðtryggingu; þó vextir hafi lækkað er ýmislegt sem stendur út af þar. Það eru lífeyrismálin. Það eru húsaleigumálin; við ætluðum að styrkja réttarstöðu leigjenda. Það er kennitöluflakk; Það frumvarp er ekki enn komið í gegn, og síðan eru félagsleg undirboð á vinnumarkaði,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, aðspurð um dæmi um brostnar forsendur. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. vísir/Vilhelm Samninganefndir ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hittast á fundi á fimmtudaginn í næstu viku og ræða framtíð samningsins. Drífa segir einhug innan samninganefndar ASÍ um að samningnum verði ekki sagt upp þrátt fyrir forsendubrest. Meðal annars vegna þess að fólk eigi inni launahækkanir áður en hann rennur út í nóvemver á næsta ári. „Og við viljum tryggja að okkar fólk fái þær launahækkanir. Að auki finnst mér það vera ábyrgðarhlutverk að koma vinnumarkaðnum ekki í uppnám á þessari stundu. Og svo má nefna að það væir undarleg staða að vera í kjaraviðræðum samhliða stjórnarviðræðum.“ Samningurinn er þó enn í uppnámi þar sem Samtök atvinnulífsins geta einnig sagt honum upp. Að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar framkvæmdastjóra SA hefur ekki verið tekin ákvörðun og fundað verður um málið eftir helgi. Drífa segist vonsvikin yfir stöðunni og ókláruðum málum. „Það eru að sjálfsögðu vonbrigði að ekki hafi verið hægt að ná lendingu í öllum þessum málum,“ segir Drífa. Kjaramál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Sjá meira
Forsendunefnd ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins séu brostnar hvað varðar all mörg mál sem stjórnvöld hétu að beita sér fyrir þegar samningarnir voru undirritaðir árið 2019. „Það er yfirlýsing um vexti og verðtryggingu; þó vextir hafi lækkað er ýmislegt sem stendur út af þar. Það eru lífeyrismálin. Það eru húsaleigumálin; við ætluðum að styrkja réttarstöðu leigjenda. Það er kennitöluflakk; Það frumvarp er ekki enn komið í gegn, og síðan eru félagsleg undirboð á vinnumarkaði,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, aðspurð um dæmi um brostnar forsendur. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. vísir/Vilhelm Samninganefndir ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hittast á fundi á fimmtudaginn í næstu viku og ræða framtíð samningsins. Drífa segir einhug innan samninganefndar ASÍ um að samningnum verði ekki sagt upp þrátt fyrir forsendubrest. Meðal annars vegna þess að fólk eigi inni launahækkanir áður en hann rennur út í nóvemver á næsta ári. „Og við viljum tryggja að okkar fólk fái þær launahækkanir. Að auki finnst mér það vera ábyrgðarhlutverk að koma vinnumarkaðnum ekki í uppnám á þessari stundu. Og svo má nefna að það væir undarleg staða að vera í kjaraviðræðum samhliða stjórnarviðræðum.“ Samningurinn er þó enn í uppnámi þar sem Samtök atvinnulífsins geta einnig sagt honum upp. Að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar framkvæmdastjóra SA hefur ekki verið tekin ákvörðun og fundað verður um málið eftir helgi. Drífa segist vonsvikin yfir stöðunni og ókláruðum málum. „Það eru að sjálfsögðu vonbrigði að ekki hafi verið hægt að ná lendingu í öllum þessum málum,“ segir Drífa.
Kjaramál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Sjá meira